Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ríkisstjórn Trumps hótar að draga Bandaríkin úr mannréttindaráðinu

Ut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, Rex Til­ler­son, seg­ir mann­rétt­inda­ráð Sam­ein­uðu þjóð­anna þurfa að breyt­ast um­tals­vert eigi Banda­rík­in ekki að draga sig úr ráð­inu.

Ríkisstjórn Trumps hótar að draga Bandaríkin úr mannréttindaráðinu
Rex Tillerson var áður forstjóri stærsta olíufélags í heimi, ExxonMobil.

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Rex Tillerson, hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta krefjist þess að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna breytist töluvert mikið eigi Bandaríkin ekki að draga sig alfarið úr þátttöku í ráðinu.

Í bréfi sem Tillerson skrifaði fulltrúum Sameinuðu þjóðanna og öðrum samtökum sem berjast fyrir mannréttindum, sagði hann: „Þrátt fyrir að samtökin séu einstök í afstöðu sinni til mannréttinda, þá þarf mannréttindaráðið að fara í gegnum umtalsverðar umbætur til þess að við getum haldið þátttöku okkar þar áfram.

Í bréfinu sagði Tillerson Bandaríkin stöðugt vera að endurmeta færni ráðsins til þess að takast á við hlutverk sitt, og lýsti jafnframt yfir efasemdum um nálgun sumra meðlima þess í mannréttindum, til dæmis Sádi-Arabíu, Kína og Egyptalands. „Ef til vill deilum við ekki sömu sjónarmiðum, miðað við samsetninguna á meðlimum ráðsins.“

Þrátt fyrir það lýsti hann því yfir að Bandaríkin myndu halda þátttöku sinni í ráðinu áfram að svo stöddu til þess að „undirstrika staðfasta andstöðu okkar við hlutdræga stefnu mannréttindaráðsins í málum er snúa að Ísrael“.

Talsmenn Hvíta hússins hafa ekki viljað gefa nákvæm svör við spurningum um bréfið. Talsmaður utanríkisráðuneytisins, Mark C. Toner, sagði fréttamönnum að hann vildi ekki „ræða eða tjá sig um atriði sem tengjast samskiptum“ á milli Tillerson og þeirra aðila sem fengu bréfin frá honum. „Ég get þó sagt að við eigum í samræðum, innanhúss, sem sagt í utanríkisráðuneytinu, en einnig við tengiliði okkar, um það hvernig auka megi ábyrgð og gegnsæi í mannréttindum,“ sagði Toner við fréttamenn.

Ríkisstjórn George W. Bush neitaði að ganga í ráðið þegar það var stofnað árið 2006, af ótta við nálgun þess á málefni Ísraels. Ríkisstjórn Obama fór þó aðra leið og kaus að taka þátt til þess að reyna að breyta stefnu ráðsins innan frá, en einnig til þess að láta málefni tengd Ísrael ekki koma í veg fyrir þátttöku Bandaríkjanna í öðrum málum ráðsins.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bandaríki Trumps

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Skyndiréttur með samviskubiti
5
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
6
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár