Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ríkisstjórn Trumps hótar að draga Bandaríkin úr mannréttindaráðinu

Ut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, Rex Til­ler­son, seg­ir mann­rétt­inda­ráð Sam­ein­uðu þjóð­anna þurfa að breyt­ast um­tals­vert eigi Banda­rík­in ekki að draga sig úr ráð­inu.

Ríkisstjórn Trumps hótar að draga Bandaríkin úr mannréttindaráðinu
Rex Tillerson var áður forstjóri stærsta olíufélags í heimi, ExxonMobil.

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Rex Tillerson, hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta krefjist þess að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna breytist töluvert mikið eigi Bandaríkin ekki að draga sig alfarið úr þátttöku í ráðinu.

Í bréfi sem Tillerson skrifaði fulltrúum Sameinuðu þjóðanna og öðrum samtökum sem berjast fyrir mannréttindum, sagði hann: „Þrátt fyrir að samtökin séu einstök í afstöðu sinni til mannréttinda, þá þarf mannréttindaráðið að fara í gegnum umtalsverðar umbætur til þess að við getum haldið þátttöku okkar þar áfram.

Í bréfinu sagði Tillerson Bandaríkin stöðugt vera að endurmeta færni ráðsins til þess að takast á við hlutverk sitt, og lýsti jafnframt yfir efasemdum um nálgun sumra meðlima þess í mannréttindum, til dæmis Sádi-Arabíu, Kína og Egyptalands. „Ef til vill deilum við ekki sömu sjónarmiðum, miðað við samsetninguna á meðlimum ráðsins.“

Þrátt fyrir það lýsti hann því yfir að Bandaríkin myndu halda þátttöku sinni í ráðinu áfram að svo stöddu til þess að „undirstrika staðfasta andstöðu okkar við hlutdræga stefnu mannréttindaráðsins í málum er snúa að Ísrael“.

Talsmenn Hvíta hússins hafa ekki viljað gefa nákvæm svör við spurningum um bréfið. Talsmaður utanríkisráðuneytisins, Mark C. Toner, sagði fréttamönnum að hann vildi ekki „ræða eða tjá sig um atriði sem tengjast samskiptum“ á milli Tillerson og þeirra aðila sem fengu bréfin frá honum. „Ég get þó sagt að við eigum í samræðum, innanhúss, sem sagt í utanríkisráðuneytinu, en einnig við tengiliði okkar, um það hvernig auka megi ábyrgð og gegnsæi í mannréttindum,“ sagði Toner við fréttamenn.

Ríkisstjórn George W. Bush neitaði að ganga í ráðið þegar það var stofnað árið 2006, af ótta við nálgun þess á málefni Ísraels. Ríkisstjórn Obama fór þó aðra leið og kaus að taka þátt til þess að reyna að breyta stefnu ráðsins innan frá, en einnig til þess að láta málefni tengd Ísrael ekki koma í veg fyrir þátttöku Bandaríkjanna í öðrum málum ráðsins.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bandaríki Trumps

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár