Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ríkisstjórn Trumps hótar að draga Bandaríkin úr mannréttindaráðinu

Ut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, Rex Til­ler­son, seg­ir mann­rétt­inda­ráð Sam­ein­uðu þjóð­anna þurfa að breyt­ast um­tals­vert eigi Banda­rík­in ekki að draga sig úr ráð­inu.

Ríkisstjórn Trumps hótar að draga Bandaríkin úr mannréttindaráðinu
Rex Tillerson var áður forstjóri stærsta olíufélags í heimi, ExxonMobil.

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Rex Tillerson, hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta krefjist þess að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna breytist töluvert mikið eigi Bandaríkin ekki að draga sig alfarið úr þátttöku í ráðinu.

Í bréfi sem Tillerson skrifaði fulltrúum Sameinuðu þjóðanna og öðrum samtökum sem berjast fyrir mannréttindum, sagði hann: „Þrátt fyrir að samtökin séu einstök í afstöðu sinni til mannréttinda, þá þarf mannréttindaráðið að fara í gegnum umtalsverðar umbætur til þess að við getum haldið þátttöku okkar þar áfram.

Í bréfinu sagði Tillerson Bandaríkin stöðugt vera að endurmeta færni ráðsins til þess að takast á við hlutverk sitt, og lýsti jafnframt yfir efasemdum um nálgun sumra meðlima þess í mannréttindum, til dæmis Sádi-Arabíu, Kína og Egyptalands. „Ef til vill deilum við ekki sömu sjónarmiðum, miðað við samsetninguna á meðlimum ráðsins.“

Þrátt fyrir það lýsti hann því yfir að Bandaríkin myndu halda þátttöku sinni í ráðinu áfram að svo stöddu til þess að „undirstrika staðfasta andstöðu okkar við hlutdræga stefnu mannréttindaráðsins í málum er snúa að Ísrael“.

Talsmenn Hvíta hússins hafa ekki viljað gefa nákvæm svör við spurningum um bréfið. Talsmaður utanríkisráðuneytisins, Mark C. Toner, sagði fréttamönnum að hann vildi ekki „ræða eða tjá sig um atriði sem tengjast samskiptum“ á milli Tillerson og þeirra aðila sem fengu bréfin frá honum. „Ég get þó sagt að við eigum í samræðum, innanhúss, sem sagt í utanríkisráðuneytinu, en einnig við tengiliði okkar, um það hvernig auka megi ábyrgð og gegnsæi í mannréttindum,“ sagði Toner við fréttamenn.

Ríkisstjórn George W. Bush neitaði að ganga í ráðið þegar það var stofnað árið 2006, af ótta við nálgun þess á málefni Ísraels. Ríkisstjórn Obama fór þó aðra leið og kaus að taka þátt til þess að reyna að breyta stefnu ráðsins innan frá, en einnig til þess að láta málefni tengd Ísrael ekki koma í veg fyrir þátttöku Bandaríkjanna í öðrum málum ráðsins.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bandaríki Trumps

Trump grefur undan eftirliti, andófi og aðhaldi
ÚttektBandaríki Trumps

Trump gref­ur und­an eft­ir­liti, and­ófi og að­haldi

Eft­ir­lits­stofn­an­ir, fjöl­miðl­ar og grasrót­ar­hóp­ar hafa set­ið und­ir stans­laus­um árás­um á fyrsta ári Don­ald Trumps í embætti. For­set­inn hef­ur sett sér­stak­an and­stæð­ing Um­hverf­is­stofn­un­ar Banda­ríkj­anna yf­ir stofn­un­ina og aft­ur­kall­að fleiri reglu­gerð­ir en nokk­ur fyr­ir­renn­ara hans gerði á fyrstu mán­uð­un­um í embætti. Hátt í 200 manns sem mót­mæltu við setn­ing­ar­at­höfn Trumps gætu átt yf­ir höfði sér ára­tuga­langt fang­elsi. Þá hef­ur árás­um hans á fjöl­miðla ver­ið líkt við stalín­isma.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár