Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Rasisti ársins“ orðinn forseti þingsins í Danmörku

Hin um­deilda Pia Kjærs­ga­ard tók við embætti for­seta danska þings­ins í dag. Rík­is­stjórn­in boð­ar hert­ar að­gerð­ir í inn­flytj­enda­mál­um.

„Rasisti ársins“ orðinn forseti þingsins í Danmörku

Fyrrverandi leiðtogi og stofnandi Danska þjóðarflokksins, Pia Kjærsgaard, tók við sem forseti danska þingsins í dag. Kjærsgaard er afar umdeild stjórnmálakona, þekktust fyrir sterkar skoðanir sínar á fjölmenningu og innflytjendum. Hún var meðal annars útnefnd sem „rasisti ársins“ af sænska tímaritinu Gringo fyrir nokkrum árum. Velgengni Kjærsgaard hefur hins vegar verið skoðanasystkinum hennar um alla Evrópu mikill innblástur, meðal annars hollenska stjórnmálamanninum Geert Wilders sem segist mjög hrifinn af hugmyndafræði hennar. 

Boða hertar aðgerðir í innflytjendamálum

Sem kunnugt er vann Danski þjóðarflokkurinn stórsigur í dönsku þingkosningunum 18. júní síðastliðinn þegar hann fékk rúm 21 prósent atkvæða, bætti við sig 15 þingsætum og er þar með orðinn næst stærsti flokkurinn í Danmörku. Formaður flokksins hafði hins vegar tilkynnt fyrir kosningar að Danski þjóðarflokkurinn væri ekki tilbúinn til að sitja í ríkisstjórn, en flokkurinn veitir þess í stað minnihlutastjórn Lars Løkke Rasmussen stuðning. 

Ný ríkisstjórn hefur þegar boðað hertar aðgerðir í innflytjendamálum og ætlar meðal annars að skera bætur til innflytjenda niður um helming. Inger Støjberg, innanríkisráðherra Danmerkur, segir þetta einungis fyrsta skrefið í að koma böndum á innflytjendamál í landinu. 

Vildu heldur Helle Thorning-Schmidt

Líkt og á Íslandi er embætti forseta danska þingsins fyrst og fremst stjórnunarstaða innan veggja þinghússins. Forseti ber ábyrgð á því að 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár