Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

„Rasisti ársins“ orðinn forseti þingsins í Danmörku

Hin um­deilda Pia Kjærs­ga­ard tók við embætti for­seta danska þings­ins í dag. Rík­is­stjórn­in boð­ar hert­ar að­gerð­ir í inn­flytj­enda­mál­um.

„Rasisti ársins“ orðinn forseti þingsins í Danmörku

Fyrrverandi leiðtogi og stofnandi Danska þjóðarflokksins, Pia Kjærsgaard, tók við sem forseti danska þingsins í dag. Kjærsgaard er afar umdeild stjórnmálakona, þekktust fyrir sterkar skoðanir sínar á fjölmenningu og innflytjendum. Hún var meðal annars útnefnd sem „rasisti ársins“ af sænska tímaritinu Gringo fyrir nokkrum árum. Velgengni Kjærsgaard hefur hins vegar verið skoðanasystkinum hennar um alla Evrópu mikill innblástur, meðal annars hollenska stjórnmálamanninum Geert Wilders sem segist mjög hrifinn af hugmyndafræði hennar. 

Boða hertar aðgerðir í innflytjendamálum

Sem kunnugt er vann Danski þjóðarflokkurinn stórsigur í dönsku þingkosningunum 18. júní síðastliðinn þegar hann fékk rúm 21 prósent atkvæða, bætti við sig 15 þingsætum og er þar með orðinn næst stærsti flokkurinn í Danmörku. Formaður flokksins hafði hins vegar tilkynnt fyrir kosningar að Danski þjóðarflokkurinn væri ekki tilbúinn til að sitja í ríkisstjórn, en flokkurinn veitir þess í stað minnihlutastjórn Lars Løkke Rasmussen stuðning. 

Ný ríkisstjórn hefur þegar boðað hertar aðgerðir í innflytjendamálum og ætlar meðal annars að skera bætur til innflytjenda niður um helming. Inger Støjberg, innanríkisráðherra Danmerkur, segir þetta einungis fyrsta skrefið í að koma böndum á innflytjendamál í landinu. 

Vildu heldur Helle Thorning-Schmidt

Líkt og á Íslandi er embætti forseta danska þingsins fyrst og fremst stjórnunarstaða innan veggja þinghússins. Forseti ber ábyrgð á því að 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár