Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Rasistar eru heimskir og hægrisinnaðir

Ný­leg rann­sókn bend­ir til þess að greind­ar­skert fólk sé lík­legra til þess að vera hægris­inn­að, íhalds­samt og for­dóma­fullt, til dæm­is gagn­vart fólki af öðr­um trú­ar­brögð­um, kyn­þætti og sam­kyn­hneigð­um.

Rasistar eru heimskir og hægrisinnaðir
Hugsanlegur næsti forseti Bandaríkjanna, Donald Trump. Trump er líklega háværasti rasisti heims um þessar mundir.

Fólk með lægri greind hneigist til hægri í stjórnmálum og er líklegra til þess að vera fordómafullt. Hægrisinnuð hugmyndafræði skapar farveg fyrir fólk með slæma rökhugsun til þess að mynda fordóma gagnvart öðru fólki af ólíkum kynþáttum, trúarbrögðum og kynhneigðum. Einnig bendir allt sterklega til þess að lægri greind barna leiði til haturs- og óttafullra skoðanna á fullorðins aldri.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýlegri rannsókn sem Dr. Kristof Dhont frá háskólanum í Ghent, Belgíu og prófessor Gordon Hodson frá Brock háskóla í Kanada hafa árum saman unnið að. Birtu þeir nýlega ritgerð með niðurstöðum sínum í vísindatímaritinu „Psychological Science“. Samantekt þeirra tekur til þriggja rannsókna sem gerðar voru í Bretlandi, þar sem greind fólks var borin saman við skoðanir þeirra. Í einni af þeim rannsóknum sem byggt er á var almenn greind 10 og 11 ára barna könnuð, og svo rætt við þau tveimur áratugum seinna. Í henni kom í ljós mjög skýr tenging milli lágrar greindar og rasisma. Sama könnun benti til þess að há greind í æsku sýndi minni líkur á rasisma á fullorðinsárum. Hinar rannsóknirnar benda einnig sterklega til þess að lægri greind barna leiði til haturs- og óttafullra skoðanna á fullorðins aldri.

Einfaldar sálir þrá einfalda heimsmynd

En af hverju eru niðurstöðurnar á þessa vegu? Hvers vegna ætti skortur á færni í tungumálum og stærðfræði og annari andlegri hæfni árum síðar að leiða til svo hatursfullra skoðanna? Dhont og Hodson telja sig vera með svarið við því.

„Rökhugsun er gríðarlega mikilvæg þegar fólk mótar hugmyndir sínar um aðra og í því að vera fordómalaus“ segja vísindamennirnir. „Einstaklingar með lélega rökhugsun virðast laðast frekar að íhaldssamri hægrisinnaðri hugmyndafræði, sem viðheldur óbreyttu samfélagslegu ástandi. Þau telja að það tákni stöðugleika og það veitir þeim öryggiskennd.“

„Greint fólk færara í að meðtaka heiminn í meira flæði, með öllum sínum afstæðu kostum og göllum.„

Segja þeir að einfaldari sálir þrái einfaldari heimsmynd, sem þýði svo minni getu til þess að finna til samkenndar með öðru fólki. Hugmyndafræði sem sveigist til hægri bjóði upp á vel hólfaða útgáfu af heiminum, fólki, venjum og siðum. Þess vegna sé hún sérstaklega aðlaðandi fyrir þá sem telja sér ógnað og vilja komast hjá óvissu og óáreiðanleika heimsins. Á hinn bóginn sé greint fólk færara í að meðtaka heiminn í meira flæði, með öllum sínum afstæðu kostum og göllum.

Heimska elur á ótta sem elur á fordómum

Öll gögn benda einnig til hins sama. Að sterk tenging sé á milli lágrar greindar eða „latrar hugsunar“ og hægri sinnaðra skoðana, sérstaklega þeirra sem innihalda alræðislegar hneigðir og íhaldssöm stjórnmál.

„Greindarskertir bregðast við óttanum með því að reyna að vernda það sem þeir þekkja og telja öruggt: Óbreytt ástand.“

Einnig benda gögnin til þess að íhaldssamt, hægrisinnað fólk, sé líklegra til þess að sjá hópa sem þau tilheyra ekki sem ógn við sín hefðbundnu gildi og félagslegan stöðugleika, sem svo leiðir til aukinna fordóma. Könnuðu vísindamennirnir þetta sérstaklega og telja sig hafa staðfest þá kenningu: Lág greind í börnum mun leiða til fordóma á fullorðinsárum. Öll óvissa er ógnandi, og greindarskertir bregðast við óttanum með því að reyna að vernda það sem þeir þekkja og telja öruggt: Óbreytt ástand. Með tímanum harðna svo þessar hugmyndir breytast í stöðuga, mjög skekkta heimsmynd, sem inniheldur staðalímyndir, fordómafull skoðanir og mismunun.

Hér má nálgast samantekt vísindamannanna:

Does Lower Cognitive Ability Predict Greater Prejudice?
https://www.researchgate.net/publication/269690905_Does_Lower_Cognitive_Ability_Predict_Greater_Prejudice

 
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
4
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár