„Ákvörðun stjórnvalda var rétt. Þótt þarna fari ákveðinn hluti af hálendi Íslands undir vatn er framkvæmdin umhverfisvæn.“ Þetta segir Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, um virkjunarframkvæmdir við Kárahnjúka í viðtalsbókinni Frú ráðherra eftir Eddu Jónsdóttur og Sigrúnu Stefánsdóttur. Í bókinni, sem kemur út í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna, er rætt við tuttugu konur sem hafa setið á ráðherrastóli. Siv Friðleifsdóttir og Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, nota tækifærið meðal annars til að réttlæta ákvarðanir sem þær tóku vegna Kárahnjúkavirkjunar, svo sem að fella úr gildi úrskurð Skipulagsstofnunar sem hafði lagst gegn framkvæmdunum vegna umhverfisáhrifa og ófullnægjandi upplýsinga um einstaka þætti aðgerðanna.
Þegar Valgerður tók við iðnaðarráðuneytinu virðist hún ekki hafa vitað mikið um málaflokkinn. „Ég sagði líka við sjálfa mig: Guð minn góður, þarf ég þá að fara að tala um gígavattstundir, sem ég vissi ekki einu sinni hvað var.“ Hún segist hafa verið „fljót að taka ákvarðanir“ og bætir við: „Stundum ef til vill of fljót og gerði þannig vitleysur. En það var bara minn
Athugasemdir