Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Pistlahöfundur Wall Street Journal segir Bjarna bera á sig ósannar ásakanir

Pistla­höf­und­ur­inn James K. Glassman er óánægð­ur með að fjár­mála­ráð­herra Ís­lands bendli sig við vog­un­ar­sjóði í svari við gagn­rýni. „Al­gjör­lega ósatt,“ seg­ir hann.

Pistlahöfundur Wall Street Journal segir Bjarna bera á sig ósannar ásakanir

James K. Glassman, athafnamaður og pistlahöfundur Wall Street Journal, segir að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra saki sig ranglega um að starfa fyrir vogunarsjóði. Þetta kemur fram í grein eftir Glassman sem birtist í tímaritinu í gær.

Um er að ræða þriðju greinina í ritdeilu Glassmans og Bjarna sem hófst þegar Glassman líkti Íslandi við Argentínu vegna aðgerða stjórnvalda við losun fjármagnshafta og aflandskrónuútboð. Sakaði Glassman Íslendinga um þjösnaskap gagnvart erlendum fjárfestum og aðför að réttarríkinu. 

Bjarni brást skjótt við og svaraði Glassman fullum hálsi. Hann rakti hvers vegna Ísland neyddist til að grípa til fjármagnshafta á sínum tíma og leiddi rök að því að samanburðurinn við Argentínu væri fráleitur. Grein Bjarna má sjá í heild á vef fjármálaráðuneytisins.

Fram kemur í grein ráðherra að undanfarin ár hafi vogunarsjóðir „eins og skjólstæðingar herra Glassmans“ keypt krónueignir af upphaflegum fjárfestum á miklum afslætti. 

„Það er eitt, og aðeins eitt líkt með Argentínu og Íslandi. Eftir efnahagshrunið í hvoru landi fyrir sig keyptu vogunarsjóðir eignir fyrir smáaura. Þegar þeir verða fyrir vonbrigðum með gróðann sem þeir fá út úr þessum viðskiptum fylgja greinar eftir talsmenn vogunarsjóða í kjölfarið,“ segir í lok greinarinnar.

Í svargrein Glassmans sem birtist í gær heldur hann fyrri málflutningi sínum til streitu og bregst jafnframt við þeim orðum Bjarna að vogunarsjóðir séu skjólstæðingar hans. Segir hann ummæli Bjarna „fullkomlega ósönn“ en málflutninginn þó „alveg eftir bókinni“. Hér að neðan má sjá skjáskot af pistlinum:

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármálahrunið

Jón Ásgeir var á „djöflamergnum“ og reyndi að fá Samherja inn í Stím
FréttirFjármálahrunið

Jón Ás­geir var á „djöfla­mergn­um“ og reyndi að fá Sam­herja inn í Stím

Tölvu­póst­ur frá Sam­herja, sem send­ur var fyr­ir hönd Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, til Jóns Ás­geirs Jó­hann­es­son­ar sýn­ir hvernig það var Jón Ás­geir sem reyndi að setja sam­an fjár­festa­hóp­inn í Stím. Lár­us Weld­ing var dæmd­ur í fimm ára fang­elsi í mál­inu en Jón Ás­geir sagði fyr­ir dómi að hann hefði ekk­ert kom­ið að við­skipt­un­um.

Mest lesið

Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn
4
Fréttir

Seg­ist not­uð sem lepp­ur í Vor­stjörn­unni, sem lúti sjó­ræn­ingja­stjórn

Sigrún E. Unn­steins­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur í Vor­stjörn­unni, seg­ir fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins fara með raun­veru­lega stjórn fé­lags­ins. Sjálf viti hún ekk­ert hvað fari fram inn­an þess. „Þetta er sjó­ræn­ingja­stjórn,“ seg­ir hún. Vara­formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins seg­ir ekk­ert ann­ar­legt í gangi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár