Pistlahöfundur Wall Street Journal segir Bjarna bera á sig ósannar ásakanir

Pistla­höf­und­ur­inn James K. Glassman er óánægð­ur með að fjár­mála­ráð­herra Ís­lands bendli sig við vog­un­ar­sjóði í svari við gagn­rýni. „Al­gjör­lega ósatt,“ seg­ir hann.

Pistlahöfundur Wall Street Journal segir Bjarna bera á sig ósannar ásakanir

James K. Glassman, athafnamaður og pistlahöfundur Wall Street Journal, segir að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra saki sig ranglega um að starfa fyrir vogunarsjóði. Þetta kemur fram í grein eftir Glassman sem birtist í tímaritinu í gær.

Um er að ræða þriðju greinina í ritdeilu Glassmans og Bjarna sem hófst þegar Glassman líkti Íslandi við Argentínu vegna aðgerða stjórnvalda við losun fjármagnshafta og aflandskrónuútboð. Sakaði Glassman Íslendinga um þjösnaskap gagnvart erlendum fjárfestum og aðför að réttarríkinu. 

Bjarni brást skjótt við og svaraði Glassman fullum hálsi. Hann rakti hvers vegna Ísland neyddist til að grípa til fjármagnshafta á sínum tíma og leiddi rök að því að samanburðurinn við Argentínu væri fráleitur. Grein Bjarna má sjá í heild á vef fjármálaráðuneytisins.

Fram kemur í grein ráðherra að undanfarin ár hafi vogunarsjóðir „eins og skjólstæðingar herra Glassmans“ keypt krónueignir af upphaflegum fjárfestum á miklum afslætti. 

„Það er eitt, og aðeins eitt líkt með Argentínu og Íslandi. Eftir efnahagshrunið í hvoru landi fyrir sig keyptu vogunarsjóðir eignir fyrir smáaura. Þegar þeir verða fyrir vonbrigðum með gróðann sem þeir fá út úr þessum viðskiptum fylgja greinar eftir talsmenn vogunarsjóða í kjölfarið,“ segir í lok greinarinnar.

Í svargrein Glassmans sem birtist í gær heldur hann fyrri málflutningi sínum til streitu og bregst jafnframt við þeim orðum Bjarna að vogunarsjóðir séu skjólstæðingar hans. Segir hann ummæli Bjarna „fullkomlega ósönn“ en málflutninginn þó „alveg eftir bókinni“. Hér að neðan má sjá skjáskot af pistlinum:

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármálahrunið

Jón Ásgeir var á „djöflamergnum“ og reyndi að fá Samherja inn í Stím
FréttirFjármálahrunið

Jón Ás­geir var á „djöfla­mergn­um“ og reyndi að fá Sam­herja inn í Stím

Tölvu­póst­ur frá Sam­herja, sem send­ur var fyr­ir hönd Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, til Jóns Ás­geirs Jó­hann­es­son­ar sýn­ir hvernig það var Jón Ás­geir sem reyndi að setja sam­an fjár­festa­hóp­inn í Stím. Lár­us Weld­ing var dæmd­ur í fimm ára fang­elsi í mál­inu en Jón Ás­geir sagði fyr­ir dómi að hann hefði ekk­ert kom­ið að við­skipt­un­um.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár