Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Pawel: Útganga Breta úr ESB ekki tækifæri heldur vandræði

Þing­mað­ur Við­reisn­ar lít­ur Brex­it allt öðr­um aug­um en ut­an­rík­is­ráð­herra rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Pawel: Útganga Breta úr ESB ekki tækifæri heldur vandræði

Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, segist ekki sjá nein sóknarfæri í því að Bretland eða önnur ríki gangi úr Evrópusambandinu. Eitt og sér þýði slíkt einungis að heimurinn verði lokaðri en áður. Þetta kemur fram í pistli sem birtist á vef Pawels í gærkvöldi.

Sjónarmiðin eru nokkuð frábrugðin þeim sem komið hafa fram í málflutningi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra.

Guðlaugur Þór Þórðarsonutanríkisráðherra

Þegar Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kynnti áætlun sína um fulla útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og algjöran aðskilnað Bretlands frá innri markaði Evrópusambandsins fyrr í mánuðinum tjáði Guðlaugur Þór sig um málið í viðtali og fagnaði stefnu May. „Þetta var í anda þess sem May hefur sagt til þessa, það er að segja að Bretar verði í forystu með frjálsa verslun í heiminum. Hún er að líta til fleiri staða og svæða en bara Evrópusambandsins, og það er auðvitað fagnaðarefni ef við sjáum eitthvað gerast á því sviði.“

Pawel er ekki eins jákvæður og Guðlaugur. „Daginn sem Bretland gengur úr Evrópusambandinu og yfirgefur EES-svæðið munu Íslendingar ekki lengur geta flutt óhindrað til Bretlands og Bretar munu ekki lengur geta flutt óhindrað til Íslands,“ skrifar hann.

„Vissulega má semja um annað. Vonandi verður það gert, vonandi vilja Bretar sjálfir að það verði gert. En útganga Bretlands eins og sér þýðir nákvæmlega það og ekkert annað. Regluverk ESB, þar með regluverk um frjálst flæði fólks, hættir einfaldlega að gilda með þeim kostum og ókostum sem því fylgja. Það er sá núllpunktur sem verður að ganga út frá. Úrsögn úr Evrópusambandinu er úrsögn úr Evrópusambandinu.“ 

Hann segist eiga erfitt með að sjá sóknarfærin sem felast í að ríki gangi úr Evrópusambandinu. „Ekki nema við notum „sóknarfæri“ í einhverri stórfyrirtækja-straumlínustjórnunarmerkingu sem „vandræði“. Vandræði sem við verðum að lágmarka og reyna að búa til eitthvað sem er kannski jafngott.“ Hér má lesa pistil Pawels í heild.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár