Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Páll Valur: „Skammast mín mikið fyrir að svona skuli komið fram við þessi börn“

Páll Val­ur Björns­son, þing­mað­ur Bjart­ar fram­tíð­ar, vakti at­hygli á stöðu fylgd­ar­lausra barna í ræðu á Al­þingi í morg­un. Hann tel­ur Ís­lend­inga brjóta gegn Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna við mót­töku fyld­ar­lausra barna.

Páll Valur: „Skammast mín mikið fyrir að svona skuli komið fram við þessi börn“

„Það er sorgleg staðreynd að við erum að bregðast þessum börnum,“ sagði Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, í ræðu á Alþingi í morgun og vakti þar með athygli á stöðu fylgdarlausra barna sem leita hingað til lands og biðja um alþjóðlega vernd. Stundin sagði frá því í gær að ellefu fylgdarlaus börn bíða nú úrlausnar sinna mála hér á landi. Í umfjöllun Stundarinnar kemur meðal annars fram að sum barnanna búi í húsnæði sem barnaverndaryfirvöld á viðkomandi svæði hafa útvegað, til dæmis á gistiheimilum. Þau sem sóttu um hæli í Reykjavík hafa hins vegar flest hafist við í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni, því Barnavernd Reykjavíkur hefur ekki útvegað þeim húsnæði á hennar vegum. Reynt er að koma þeim fyrir á svokölluðum fjölskyldugangi en stundum fara ungu drengirnir beint á hæðina sem ætluð er einhleypum karlmönnum. 

Þá telur Rauði Kross Íslands einnig brotið á rétti barna með tanngreiningu. Verið sé að taka mjög íþyngjandi ákvarðanir, byggðar á vafasömum rannsóknum sem standast ekki skoðun. Niðurstöðurnar séu ónákvæmar og óáreiðanlegar, enda séu fá lönd orðin eftir, sem Ísland vill bera sig saman við, sem notist við þær einar og sér.

Skammast sín sem Íslendingur og alþingismaður

„Samkvæmt talsmanni hælisleitenda hjá Rauða krossinum líður sumum þeirra svo illa að þau tala um að þau vilji ekki lifa lengur. Það eina sem þau dreymi um samt sé að fá að lifa eðlilegu lífi og fá að ganga í skóla. Það er nú öll heimtufrekjan,“ segir Páll Valur og vitnar í viðtal Stundarinnar við Guðríði Láru Þrastardóttur hjá Rauða krossinum. „En við getum af einhverjum óskiljanlegum ástæðum ekki látið það eftir þeim. Þeim finnst að enginn vilji þau og ég er ekki hissa á því. Sem Íslendingur og alþingismaður skammast ég mín mikið fyrir að svona skuli vera komið fram við þessi börn, sem koma hingað til lands til að leita skjóls hjá okkur.“     

„Þeim finnst að enginn vilji þau og ég er ekki hissa á því.“

Páll Valur sagði sagði aðstæður fylgdarlausra barna óásættanlegar, sem búa mörg innan um eldra fólk, þar sem öryggi þeirra er ekki tryggt. „Þrátt fyrir að barnaverndaryfirvöld í Reykjavík eigi, með réttu, að bera ábyrgð á öllum fylgdarlausum ungmennum sem sækja um hæli í Reykjavík, þá gera þau það ekki - þrátt fyrir ítrekaðar óskir það um,“ sagði hann.  

„Hvernig samræmist þetta Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem er ekki aðeins mjög mikilvægur mannréttindasamningur heldur einnig lög í þessu landi?“ spurði Páll Valur, og las upp hluta af 22. grein sáttmálans, en þar segir: „Aðildarríki skulu gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að barn sem leitar eftir réttarstöðu sem flóttamaður, eða sem talið er flóttamaður samkvæmt viðeigandi reglum og starfsháttum þjóðaréttar eða landslaga, fái, hvort sem það er í fylgd foreldra eða annarra eða ekki, viðeigandi vernd og mannúðlega aðstoð við að nýta sér þau réttindi sem við eiga [...].“

„Viðeigandi vernd og mannúðlega aðstoð,“ ítrekaði Páll Valur og spurði hvort Íslendingar væru að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt barnasáttmálanum. „Ef við getum ekki sýnt mannúð, eigum við þá ekki að minnsta kosti að fara að lögum?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár