Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Páll Valur: „Skammast mín mikið fyrir að svona skuli komið fram við þessi börn“

Páll Val­ur Björns­son, þing­mað­ur Bjart­ar fram­tíð­ar, vakti at­hygli á stöðu fylgd­ar­lausra barna í ræðu á Al­þingi í morg­un. Hann tel­ur Ís­lend­inga brjóta gegn Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna við mót­töku fyld­ar­lausra barna.

Páll Valur: „Skammast mín mikið fyrir að svona skuli komið fram við þessi börn“

„Það er sorgleg staðreynd að við erum að bregðast þessum börnum,“ sagði Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, í ræðu á Alþingi í morgun og vakti þar með athygli á stöðu fylgdarlausra barna sem leita hingað til lands og biðja um alþjóðlega vernd. Stundin sagði frá því í gær að ellefu fylgdarlaus börn bíða nú úrlausnar sinna mála hér á landi. Í umfjöllun Stundarinnar kemur meðal annars fram að sum barnanna búi í húsnæði sem barnaverndaryfirvöld á viðkomandi svæði hafa útvegað, til dæmis á gistiheimilum. Þau sem sóttu um hæli í Reykjavík hafa hins vegar flest hafist við í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni, því Barnavernd Reykjavíkur hefur ekki útvegað þeim húsnæði á hennar vegum. Reynt er að koma þeim fyrir á svokölluðum fjölskyldugangi en stundum fara ungu drengirnir beint á hæðina sem ætluð er einhleypum karlmönnum. 

Þá telur Rauði Kross Íslands einnig brotið á rétti barna með tanngreiningu. Verið sé að taka mjög íþyngjandi ákvarðanir, byggðar á vafasömum rannsóknum sem standast ekki skoðun. Niðurstöðurnar séu ónákvæmar og óáreiðanlegar, enda séu fá lönd orðin eftir, sem Ísland vill bera sig saman við, sem notist við þær einar og sér.

Skammast sín sem Íslendingur og alþingismaður

„Samkvæmt talsmanni hælisleitenda hjá Rauða krossinum líður sumum þeirra svo illa að þau tala um að þau vilji ekki lifa lengur. Það eina sem þau dreymi um samt sé að fá að lifa eðlilegu lífi og fá að ganga í skóla. Það er nú öll heimtufrekjan,“ segir Páll Valur og vitnar í viðtal Stundarinnar við Guðríði Láru Þrastardóttur hjá Rauða krossinum. „En við getum af einhverjum óskiljanlegum ástæðum ekki látið það eftir þeim. Þeim finnst að enginn vilji þau og ég er ekki hissa á því. Sem Íslendingur og alþingismaður skammast ég mín mikið fyrir að svona skuli vera komið fram við þessi börn, sem koma hingað til lands til að leita skjóls hjá okkur.“     

„Þeim finnst að enginn vilji þau og ég er ekki hissa á því.“

Páll Valur sagði sagði aðstæður fylgdarlausra barna óásættanlegar, sem búa mörg innan um eldra fólk, þar sem öryggi þeirra er ekki tryggt. „Þrátt fyrir að barnaverndaryfirvöld í Reykjavík eigi, með réttu, að bera ábyrgð á öllum fylgdarlausum ungmennum sem sækja um hæli í Reykjavík, þá gera þau það ekki - þrátt fyrir ítrekaðar óskir það um,“ sagði hann.  

„Hvernig samræmist þetta Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem er ekki aðeins mjög mikilvægur mannréttindasamningur heldur einnig lög í þessu landi?“ spurði Páll Valur, og las upp hluta af 22. grein sáttmálans, en þar segir: „Aðildarríki skulu gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að barn sem leitar eftir réttarstöðu sem flóttamaður, eða sem talið er flóttamaður samkvæmt viðeigandi reglum og starfsháttum þjóðaréttar eða landslaga, fái, hvort sem það er í fylgd foreldra eða annarra eða ekki, viðeigandi vernd og mannúðlega aðstoð við að nýta sér þau réttindi sem við eiga [...].“

„Viðeigandi vernd og mannúðlega aðstoð,“ ítrekaði Páll Valur og spurði hvort Íslendingar væru að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt barnasáttmálanum. „Ef við getum ekki sýnt mannúð, eigum við þá ekki að minnsta kosti að fara að lögum?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
3
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
4
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
3
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár