Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Páll Valur: „Skammast mín mikið fyrir að svona skuli komið fram við þessi börn“

Páll Val­ur Björns­son, þing­mað­ur Bjart­ar fram­tíð­ar, vakti at­hygli á stöðu fylgd­ar­lausra barna í ræðu á Al­þingi í morg­un. Hann tel­ur Ís­lend­inga brjóta gegn Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna við mót­töku fyld­ar­lausra barna.

Páll Valur: „Skammast mín mikið fyrir að svona skuli komið fram við þessi börn“

„Það er sorgleg staðreynd að við erum að bregðast þessum börnum,“ sagði Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, í ræðu á Alþingi í morgun og vakti þar með athygli á stöðu fylgdarlausra barna sem leita hingað til lands og biðja um alþjóðlega vernd. Stundin sagði frá því í gær að ellefu fylgdarlaus börn bíða nú úrlausnar sinna mála hér á landi. Í umfjöllun Stundarinnar kemur meðal annars fram að sum barnanna búi í húsnæði sem barnaverndaryfirvöld á viðkomandi svæði hafa útvegað, til dæmis á gistiheimilum. Þau sem sóttu um hæli í Reykjavík hafa hins vegar flest hafist við í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni, því Barnavernd Reykjavíkur hefur ekki útvegað þeim húsnæði á hennar vegum. Reynt er að koma þeim fyrir á svokölluðum fjölskyldugangi en stundum fara ungu drengirnir beint á hæðina sem ætluð er einhleypum karlmönnum. 

Þá telur Rauði Kross Íslands einnig brotið á rétti barna með tanngreiningu. Verið sé að taka mjög íþyngjandi ákvarðanir, byggðar á vafasömum rannsóknum sem standast ekki skoðun. Niðurstöðurnar séu ónákvæmar og óáreiðanlegar, enda séu fá lönd orðin eftir, sem Ísland vill bera sig saman við, sem notist við þær einar og sér.

Skammast sín sem Íslendingur og alþingismaður

„Samkvæmt talsmanni hælisleitenda hjá Rauða krossinum líður sumum þeirra svo illa að þau tala um að þau vilji ekki lifa lengur. Það eina sem þau dreymi um samt sé að fá að lifa eðlilegu lífi og fá að ganga í skóla. Það er nú öll heimtufrekjan,“ segir Páll Valur og vitnar í viðtal Stundarinnar við Guðríði Láru Þrastardóttur hjá Rauða krossinum. „En við getum af einhverjum óskiljanlegum ástæðum ekki látið það eftir þeim. Þeim finnst að enginn vilji þau og ég er ekki hissa á því. Sem Íslendingur og alþingismaður skammast ég mín mikið fyrir að svona skuli vera komið fram við þessi börn, sem koma hingað til lands til að leita skjóls hjá okkur.“     

„Þeim finnst að enginn vilji þau og ég er ekki hissa á því.“

Páll Valur sagði sagði aðstæður fylgdarlausra barna óásættanlegar, sem búa mörg innan um eldra fólk, þar sem öryggi þeirra er ekki tryggt. „Þrátt fyrir að barnaverndaryfirvöld í Reykjavík eigi, með réttu, að bera ábyrgð á öllum fylgdarlausum ungmennum sem sækja um hæli í Reykjavík, þá gera þau það ekki - þrátt fyrir ítrekaðar óskir það um,“ sagði hann.  

„Hvernig samræmist þetta Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem er ekki aðeins mjög mikilvægur mannréttindasamningur heldur einnig lög í þessu landi?“ spurði Páll Valur, og las upp hluta af 22. grein sáttmálans, en þar segir: „Aðildarríki skulu gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að barn sem leitar eftir réttarstöðu sem flóttamaður, eða sem talið er flóttamaður samkvæmt viðeigandi reglum og starfsháttum þjóðaréttar eða landslaga, fái, hvort sem það er í fylgd foreldra eða annarra eða ekki, viðeigandi vernd og mannúðlega aðstoð við að nýta sér þau réttindi sem við eiga [...].“

„Viðeigandi vernd og mannúðlega aðstoð,“ ítrekaði Páll Valur og spurði hvort Íslendingar væru að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt barnasáttmálanum. „Ef við getum ekki sýnt mannúð, eigum við þá ekki að minnsta kosti að fara að lögum?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn
2
Fréttir

Seg­ist not­uð sem lepp­ur í Vor­stjörn­unni, sem lúti sjó­ræn­ingja­stjórn

Sigrún E. Unn­steins­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur í Vor­stjörn­unni, seg­ir fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins fara með raun­veru­lega stjórn fé­lags­ins. Sjálf viti hún ekk­ert hvað fari fram inn­an þess. „Þetta er sjó­ræn­ingja­stjórn,“ seg­ir hún. Vara­formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins seg­ir ekk­ert ann­ar­legt í gangi.
Flytjum fjöll
4
Aðsent

Sigrún Guðmundsdóttir

Flytj­um fjöll

Sterk­ar lík­ur eru á því að heilu fjöll­in verði flutt úr landi í ná­inni fram­tíð, skrif­ar Sigrún Guð­munds­dótt­ir um­hverf­is- og auð­linda­fræð­ing­ur. Hvernig það er gert hef­ur áhrif á þjóð­ar­bú­ið til góðs eða vansa. Mik­il­vægt er að draga veru­lega úr kol­díoxí­ð­los­un. Góð leið til þess í bygg­ingar­iðn­aði, er að þróa, og síð­an nota nýja teg­und sements.
Konur til valda: „Allar hömlur eru að bresta“
6
ÚttektKonur til valda

Kon­ur til valda: „All­ar höml­ur eru að bresta“

For­seti, for­sæt­is­ráð­herra, ut­an­rík­is­ráð­herra, dóms­mála­ráð­herra, fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, at­vinnu­vega­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra, for­seti Al­þing­is, um­boðs­mað­ur Al­þing­is, borg­ar­stjóri, bisk­up, rektor, rík­is­lög­mað­ur, rík­is­sak­sókn­ari, rík­is­lög­reglu­stjóri, lög­reglu­stjór­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, land­lækn­ir og um­boðs­mað­ur barna: Kvenna­ár­ið 2025 urðu þau sögu­legu tíð­indi að all­ar þess­ar stöð­ur eru skip­að­ar kon­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár