Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Óttast að umfjöllunin dragi úr þolendum kynferðisofbeldis

Jó­hanna Sig­ur­jóns­dótt­ir, lög­mað­ur tveggja kvenna sem kært hafa tvo menn fyr­ir kyn­ferð­is­brot, mun á morg­un leggja fram kæru gegn Vil­hjálmi H. Vil­hjálms­syni fyr­ir að leka trún­að­ar­upp­lýs­ing­um um mál­ið. Hún ótt­ast að um­fjöll­un­in muni hafa al­var­leg áhrif á af­drif máls­ins.

Óttast að umfjöllunin dragi úr þolendum kynferðisofbeldis

„Svona umfjöllun getur orðið til þess að draga kjark úr brotaþolum framvegis til að leggja fram kærur,“ segir Jóhanna Sigurjónsdóttir, lögmaður tveggja kvenna sem kært hafa tvo menn fyrir kynferðisbrot. Ítarlega hefur verið fjallað um málið í fjölmiðlum síðustu daga eftir að Fréttablaðið sagði frá því á mánudag að íbúðin þar sem ofbeldið á að hafa farið fram hafi verið útbúin til nauðgana. Í gær steig Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi annars sakborninga fram, og lýsti meðal annars gögnum málsins í smáatriðum. Jóhanna mun á morgun, fyrir hönd brotaþola, leggja fram kæru gegn Vilhjálmi fyrir leka á trúnaðarupplýsingum. 

Samþykkt samræði og munnmök

Smáatriðin sem Jóhanna á við, og höfðu ekki komið fram áður í fjölmiðlaumfjöllun um málið, eru lýsingar Vilhjálms í viðtali við Morgunútvarpið á Rás 2 í gær. Þar sagði Vilhjálmur meðal annars: „Í fyrra tilvikinu viðurkennir minn maður að hafa átt samræði við stúlkuna. Það fór fram með samþykki þeirra beggja. Í málinu liggja fyrir gögn sem sýna að þau eiga í miklum og góðum samskiptum í um það bil mánaðarskeið eftir þetta. Þar á meðal strax nokkrum klukkutímum eftir að kynmökin eiga sér stað.“
 
Spurður nánar út í þessi samskipti segir Vilhjálmur: „Þetta eru samskipti á Facebook og þetta eru tólf blaðsíður. Þau eiga sér stað um langt skeið. Þessi samskipti eru á góðu nótunum. Þar er meðal annars farið yfir atburði þessa kvölds, hvort þetta hafi spurst út í skólanum og annað slíkt. En aldrei minnst einu orði á það að einhver þvingun eða refsiverð háttsemi hafi átt sér stað. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár