Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Óttast að umfjöllunin dragi úr þolendum kynferðisofbeldis

Jó­hanna Sig­ur­jóns­dótt­ir, lög­mað­ur tveggja kvenna sem kært hafa tvo menn fyr­ir kyn­ferð­is­brot, mun á morg­un leggja fram kæru gegn Vil­hjálmi H. Vil­hjálms­syni fyr­ir að leka trún­að­ar­upp­lýs­ing­um um mál­ið. Hún ótt­ast að um­fjöll­un­in muni hafa al­var­leg áhrif á af­drif máls­ins.

Óttast að umfjöllunin dragi úr þolendum kynferðisofbeldis

„Svona umfjöllun getur orðið til þess að draga kjark úr brotaþolum framvegis til að leggja fram kærur,“ segir Jóhanna Sigurjónsdóttir, lögmaður tveggja kvenna sem kært hafa tvo menn fyrir kynferðisbrot. Ítarlega hefur verið fjallað um málið í fjölmiðlum síðustu daga eftir að Fréttablaðið sagði frá því á mánudag að íbúðin þar sem ofbeldið á að hafa farið fram hafi verið útbúin til nauðgana. Í gær steig Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi annars sakborninga fram, og lýsti meðal annars gögnum málsins í smáatriðum. Jóhanna mun á morgun, fyrir hönd brotaþola, leggja fram kæru gegn Vilhjálmi fyrir leka á trúnaðarupplýsingum. 

Samþykkt samræði og munnmök

Smáatriðin sem Jóhanna á við, og höfðu ekki komið fram áður í fjölmiðlaumfjöllun um málið, eru lýsingar Vilhjálms í viðtali við Morgunútvarpið á Rás 2 í gær. Þar sagði Vilhjálmur meðal annars: „Í fyrra tilvikinu viðurkennir minn maður að hafa átt samræði við stúlkuna. Það fór fram með samþykki þeirra beggja. Í málinu liggja fyrir gögn sem sýna að þau eiga í miklum og góðum samskiptum í um það bil mánaðarskeið eftir þetta. Þar á meðal strax nokkrum klukkutímum eftir að kynmökin eiga sér stað.“
 
Spurður nánar út í þessi samskipti segir Vilhjálmur: „Þetta eru samskipti á Facebook og þetta eru tólf blaðsíður. Þau eiga sér stað um langt skeið. Þessi samskipti eru á góðu nótunum. Þar er meðal annars farið yfir atburði þessa kvölds, hvort þetta hafi spurst út í skólanum og annað slíkt. En aldrei minnst einu orði á það að einhver þvingun eða refsiverð háttsemi hafi átt sér stað. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár