Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Ósammála úrskurðarnefnd: Vill ekki að skýrsla sé afhent

Rektors­fram­bjóð­andi um mál Frið­riks Ey­steins­son­ar: „Síð­an kem­ur ein­hver að­ili og ósk­ar eft­ir því að fá þessa skýrslu, þá er ver­ið að brjóta trún­að á starfs­fólk­inu“

Ósammála úrskurðarnefnd: Vill ekki að skýrsla sé afhent

Jón Atli Benediktsson, rektorsframbjóðandi og núverandi aðstoðarrektor Háskóla Íslands er mótfallinn því að háskólinn hlíti úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli Friðriks Eysteinssonar, fyrrverandi aðjúnkts við viðskiptafræðideild. Þetta kom fram í viðtali við rektorsframbjóðendur í Vikulokum á Rás 1 í gær

Forsaga málsins er sú að haustið 2013 ræddu sálfræðingar við starfsfólk viðskiptafræðideildar vegna samskiptavanda í deildinni. Útbúin var skýrsla sem Friðrik hefur barist fyrir að fá afhenta, enda telur hann að efni hennar staðfesti að hann hafi verið beittur órétti af stjórnendum deildarinnar auk þess að hafa orðið fyrir þöggun og einelti vegna gagnrýni sinnar á starfshætti skólans. 

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvað upp úrskurð þann 21. janúar um að háskólinn skyldi afhenda Friðriki skýrsluna. Háskólinn hlýddi ekki úrskurðinum og krafðist endurupptöku málsins. Þeirri kröfu var hafnað þann 23. mars síðastliðinn en um leið var réttaráhrifum úrskurðarins frestað með því skilyrði að Háskóli Íslands bæri málið undir dómstóla innan sjö daga frá birtingu úrskurðarins og óskaði eftir flýtimeðferð. Reykjavík vikublað greindi frá því á dögunum að háskólinn ætlar með málið fyrir dóm.

„Með vísan til framangreinds telur úrskurðarnefnd upplýsingamála að Háskóla Íslands sé, samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, skylt að veita kæranda aðgang að skýrslu, dags. 20. nóvember 2013, sem unnin var af fjórum sérfræðingum hjá sáfræðistofunni Lífi og sál, ehf., fyrir Háskóla Íslands,“ segir í úrskurði úrskurðarnefndar.

Háskólinn hélt því fram að í skýrslunni hefði ekki verið fjallað um Friðrik en nefndin komst að annarri niðurstöðu: „Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur engum vafa undirorpið að í skýrslunni sé fjallað sérstaklega um kæranda eins og hann heldur í raun fram og því beri að afgreiða kæru hans á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga.“

Rektorsefni ósammála
Í umræðum í Vikulokum í gær vakti Einar Steingrímsson rektorsframbjóðandi máls á þessu og taldi rétt að háskólinn hlýddi boðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Guðrún Nordal, sem einnig býður sig fram til embættis rektors, sagðist ekki þekkja málið né vilja tjá sig um það.

Jón Atli Benediktsson varði hins vegar vinnubrögð háskólans og sagði: „Þegar starfsfólk háskólans innan ákveðinnar deildar fer í ákveðna vinnustaðagreiningu og það er sagt er við það að trúnaður muni ríkja um allt sem kemur út úr þessu, síðan kemur einhver aðili og óskar eftir því að fá þessa skýrslu, þá er verið að brjóta trúnað á starfsfólkinu. Og auðvitað verður stofnunin að standa með sínu fólki. og þetta er ekki þöggun, alls ekki.“ 

Líkt og úrskurðarnefnd bendir hins vegar á ganga „loforð stjórnvalds um trúnað um gögn í vörslu þess“ ekki framar „þeim ákvæðum upplýsingalaga sem leiða til þess að aðgangur skuli heimilaður, þ.e.a.s. að loforð stjórnvalda eru marklaus fari þau í bága við ákvæði upplýsingalaga um upplýsingaskyldu þeirra.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár