Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ósammála úrskurðarnefnd: Vill ekki að skýrsla sé afhent

Rektors­fram­bjóð­andi um mál Frið­riks Ey­steins­son­ar: „Síð­an kem­ur ein­hver að­ili og ósk­ar eft­ir því að fá þessa skýrslu, þá er ver­ið að brjóta trún­að á starfs­fólk­inu“

Ósammála úrskurðarnefnd: Vill ekki að skýrsla sé afhent

Jón Atli Benediktsson, rektorsframbjóðandi og núverandi aðstoðarrektor Háskóla Íslands er mótfallinn því að háskólinn hlíti úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli Friðriks Eysteinssonar, fyrrverandi aðjúnkts við viðskiptafræðideild. Þetta kom fram í viðtali við rektorsframbjóðendur í Vikulokum á Rás 1 í gær

Forsaga málsins er sú að haustið 2013 ræddu sálfræðingar við starfsfólk viðskiptafræðideildar vegna samskiptavanda í deildinni. Útbúin var skýrsla sem Friðrik hefur barist fyrir að fá afhenta, enda telur hann að efni hennar staðfesti að hann hafi verið beittur órétti af stjórnendum deildarinnar auk þess að hafa orðið fyrir þöggun og einelti vegna gagnrýni sinnar á starfshætti skólans. 

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvað upp úrskurð þann 21. janúar um að háskólinn skyldi afhenda Friðriki skýrsluna. Háskólinn hlýddi ekki úrskurðinum og krafðist endurupptöku málsins. Þeirri kröfu var hafnað þann 23. mars síðastliðinn en um leið var réttaráhrifum úrskurðarins frestað með því skilyrði að Háskóli Íslands bæri málið undir dómstóla innan sjö daga frá birtingu úrskurðarins og óskaði eftir flýtimeðferð. Reykjavík vikublað greindi frá því á dögunum að háskólinn ætlar með málið fyrir dóm.

„Með vísan til framangreinds telur úrskurðarnefnd upplýsingamála að Háskóla Íslands sé, samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, skylt að veita kæranda aðgang að skýrslu, dags. 20. nóvember 2013, sem unnin var af fjórum sérfræðingum hjá sáfræðistofunni Lífi og sál, ehf., fyrir Háskóla Íslands,“ segir í úrskurði úrskurðarnefndar.

Háskólinn hélt því fram að í skýrslunni hefði ekki verið fjallað um Friðrik en nefndin komst að annarri niðurstöðu: „Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur engum vafa undirorpið að í skýrslunni sé fjallað sérstaklega um kæranda eins og hann heldur í raun fram og því beri að afgreiða kæru hans á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga.“

Rektorsefni ósammála
Í umræðum í Vikulokum í gær vakti Einar Steingrímsson rektorsframbjóðandi máls á þessu og taldi rétt að háskólinn hlýddi boðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Guðrún Nordal, sem einnig býður sig fram til embættis rektors, sagðist ekki þekkja málið né vilja tjá sig um það.

Jón Atli Benediktsson varði hins vegar vinnubrögð háskólans og sagði: „Þegar starfsfólk háskólans innan ákveðinnar deildar fer í ákveðna vinnustaðagreiningu og það er sagt er við það að trúnaður muni ríkja um allt sem kemur út úr þessu, síðan kemur einhver aðili og óskar eftir því að fá þessa skýrslu, þá er verið að brjóta trúnað á starfsfólkinu. Og auðvitað verður stofnunin að standa með sínu fólki. og þetta er ekki þöggun, alls ekki.“ 

Líkt og úrskurðarnefnd bendir hins vegar á ganga „loforð stjórnvalds um trúnað um gögn í vörslu þess“ ekki framar „þeim ákvæðum upplýsingalaga sem leiða til þess að aðgangur skuli heimilaður, þ.e.a.s. að loforð stjórnvalda eru marklaus fari þau í bága við ákvæði upplýsingalaga um upplýsingaskyldu þeirra.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár