Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Nauðgunarsinni boðar fylgismenn sína að styttu Leifs við Hallgrímskirkju

Roosh Vor­ek, sem er áhuga­mað­ur um nauðg­an­ir, skipu­legg­ur fjölda­hreyf­ingu og boð­ar ís­lenska karl­menn að styttu Leifs Ei­ríks­son­ar fyr­ir fund.

Nauðgunarsinni boðar fylgismenn sína að styttu Leifs við Hallgrímskirkju

Öfgasinninn Roosh Vorek, sem aðhyllist meðal annars nauðganir, hefur boðað fylgismenn sína að styttu Leifs Eiríkssonar við Hallgrímskirkju næsta laugardag klukkan átta að kvöldi. 

Roosh Vorek gerir út á að kenna karlmönnum að komast yfir konur með ýmsum sálfræðibrellum, eða jafnvel nauðgunum. Hann kom hingað til lands árið 2011 og olli fjaðrafoki með boðskap sínum, þar sem hann hrósaði sér meðal annars af nauðgun á íslenskri konu. Nú reynir hann hins vegar að skipuleggja fjöldahreyfingar í kringum boðskap sinn.

Uppfært 4. febrúar: Fyrirhuguðum fundi Roosh Vorek hefur verið aflýst því Vorek segist „ekki lengur getað tryggt öryggi og einkalíf þeirra manna sem vilja mæta“. Víða hafði verið boðað til mótmæla vegna samkomunnar og höfðu meðal annars hátt í sex hundruð manns boðað komu sína á Hallgrímskirkjutorg á laugardag.

Leiðbeinir fylgismönnum

Í leiðbeiningum Roosh, sem sagt er frá á umræðusíðunni Reddit.com, segir hann að haldnir verði 165 fundir á sama tíma á laugardaginn. Stjórnendur fundanna muni bíða fylgjendanna á tilgreindum stað og fara þaðan á fundarstaðinn 20 mínútur yfir átta.

„Til þess að koma auga á samherja okkar, spurðu einhvern sem virðist vera kominn á fundinn eftirfarandi spurningar: „Veistu hvar ég finn gæludýrabúð?“ Ef þú ert spurður þessarar spurningar, svaraði játandi. „Já, hún er einmitt hérna.“ Þú getur síðan kynnt sjálfan þig og fengið upplýsingar um hvert eigi að fara klukkan 8.20. Ef þú spyrð einhvern um gæludýrabúðina og þeir virðast ringlaðir eða reyna raunverulega að hjálpa þér að finna gæludýrabúð eru þeir ekki þarna til að mæta á fundinn.“

Roosh hefur ítrekað lýst fordómum á samkynhneigðum, konum, múslimum, gyðingum og fleirum, og lýst áhuga á að stofna herdeildir öfgasinna í Evrópu og Bandaríkjunum. Því hefur verið varað við boðskap hans víða um heim.

Ekki er ljóst hvort nokkur fylgjandi hans sé staðsettur á Íslandi. Hann dvaldi hins vegar hér á landi í tíu daga til að skrifa bók um íslenskar konur.

Gortar af nauðgunum
Gortar af nauðgunum Hér sjást tilvitnanir í Roosh um aðgerðir hans gagnvart konum.

Lýsti nauðgun á Íslandi

Roosh hefur meðal annars skrifað bók um dvöl sína á Íslandi, þar sem hann lýsti því að hann hefði nauðgað konu. „Þar sem ég gekk aftur heim tók ég eftir því hversu full hún var. Í Bandaríkjunum hefði það flokkast undir nauðgun að sofa hjá henni, þar sem hún var ófær um að veita samþykki. Ég var edrú, en ég get ekki sagt að ég hafi hikað eða að mér hafi ekki verið sama. Ég ætla ekki að réttlæta gjörðir mínar, en kynlíf er það sem ég stunda,“ skrifaði hann í bók sína Bang Iceland, þar sem hann leiðbeinir karlmönnum með að komast yfir íslenskar konur, meðal annars með því að „hella þær fullar og einangra þær“.

Fram kemur í máli íslensks notanda Reddit að hann hafi tilkynnt atburðinn til lögreglu. Þá er hvatt til þess á síðunni að fólk leggi sig fram um að trufla eða hindra fundarhöldin.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár