Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Nauðgunarsinni boðar fylgismenn sína að styttu Leifs við Hallgrímskirkju

Roosh Vor­ek, sem er áhuga­mað­ur um nauðg­an­ir, skipu­legg­ur fjölda­hreyf­ingu og boð­ar ís­lenska karl­menn að styttu Leifs Ei­ríks­son­ar fyr­ir fund.

Nauðgunarsinni boðar fylgismenn sína að styttu Leifs við Hallgrímskirkju

Öfgasinninn Roosh Vorek, sem aðhyllist meðal annars nauðganir, hefur boðað fylgismenn sína að styttu Leifs Eiríkssonar við Hallgrímskirkju næsta laugardag klukkan átta að kvöldi. 

Roosh Vorek gerir út á að kenna karlmönnum að komast yfir konur með ýmsum sálfræðibrellum, eða jafnvel nauðgunum. Hann kom hingað til lands árið 2011 og olli fjaðrafoki með boðskap sínum, þar sem hann hrósaði sér meðal annars af nauðgun á íslenskri konu. Nú reynir hann hins vegar að skipuleggja fjöldahreyfingar í kringum boðskap sinn.

Uppfært 4. febrúar: Fyrirhuguðum fundi Roosh Vorek hefur verið aflýst því Vorek segist „ekki lengur getað tryggt öryggi og einkalíf þeirra manna sem vilja mæta“. Víða hafði verið boðað til mótmæla vegna samkomunnar og höfðu meðal annars hátt í sex hundruð manns boðað komu sína á Hallgrímskirkjutorg á laugardag.

Leiðbeinir fylgismönnum

Í leiðbeiningum Roosh, sem sagt er frá á umræðusíðunni Reddit.com, segir hann að haldnir verði 165 fundir á sama tíma á laugardaginn. Stjórnendur fundanna muni bíða fylgjendanna á tilgreindum stað og fara þaðan á fundarstaðinn 20 mínútur yfir átta.

„Til þess að koma auga á samherja okkar, spurðu einhvern sem virðist vera kominn á fundinn eftirfarandi spurningar: „Veistu hvar ég finn gæludýrabúð?“ Ef þú ert spurður þessarar spurningar, svaraði játandi. „Já, hún er einmitt hérna.“ Þú getur síðan kynnt sjálfan þig og fengið upplýsingar um hvert eigi að fara klukkan 8.20. Ef þú spyrð einhvern um gæludýrabúðina og þeir virðast ringlaðir eða reyna raunverulega að hjálpa þér að finna gæludýrabúð eru þeir ekki þarna til að mæta á fundinn.“

Roosh hefur ítrekað lýst fordómum á samkynhneigðum, konum, múslimum, gyðingum og fleirum, og lýst áhuga á að stofna herdeildir öfgasinna í Evrópu og Bandaríkjunum. Því hefur verið varað við boðskap hans víða um heim.

Ekki er ljóst hvort nokkur fylgjandi hans sé staðsettur á Íslandi. Hann dvaldi hins vegar hér á landi í tíu daga til að skrifa bók um íslenskar konur.

Gortar af nauðgunum
Gortar af nauðgunum Hér sjást tilvitnanir í Roosh um aðgerðir hans gagnvart konum.

Lýsti nauðgun á Íslandi

Roosh hefur meðal annars skrifað bók um dvöl sína á Íslandi, þar sem hann lýsti því að hann hefði nauðgað konu. „Þar sem ég gekk aftur heim tók ég eftir því hversu full hún var. Í Bandaríkjunum hefði það flokkast undir nauðgun að sofa hjá henni, þar sem hún var ófær um að veita samþykki. Ég var edrú, en ég get ekki sagt að ég hafi hikað eða að mér hafi ekki verið sama. Ég ætla ekki að réttlæta gjörðir mínar, en kynlíf er það sem ég stunda,“ skrifaði hann í bók sína Bang Iceland, þar sem hann leiðbeinir karlmönnum með að komast yfir íslenskar konur, meðal annars með því að „hella þær fullar og einangra þær“.

Fram kemur í máli íslensks notanda Reddit að hann hafi tilkynnt atburðinn til lögreglu. Þá er hvatt til þess á síðunni að fólk leggi sig fram um að trufla eða hindra fundarhöldin.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ólst upp við listamannslíf og laus við kassahugsun
4
Viðtal

Ólst upp við lista­manns­líf og laus við kassa­hugs­un

Þór­dís Hólm Fil­ips­dótt­ir er dótt­ir rit­höf­und­ar og mynd­list­ar­manns og í upp­eld­inu skiptu orð miklu máli. Skrif eru hluti af líf­inu, sem er eins og mynd­rænt ljóð, þar sem skipt­ast á skin og skúr­ir. Áhrif seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar mót­uðu fjöl­skyldu­sög­una, hún leit­aði ung út í heim og flutti seinna með ung­barn og ung­lings­dótt­ur til Afr­íku. Strax í æsku lærði hún að lifa ut­an ramm­ans og stund­ar nú heild­ræn­ar lækn­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár