Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Myndskeið sýnir Birnu með símann sinn á Skólavörðustíg

Lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hef­ur rann­sak­að upp­töku úr ör­ygg­is­mynda­vél við Skóla­vörðu­stíg, en eng­inn þeirra sem sést á gangi á sama tíma og Birna Brjáns­dótt­ir hafa gef­ið sig fram við lög­reglu. Út­gerð græn­lenska tog­ar­ans Pol­ar Nanoq seg­ir eng­ar sann­an­ir liggja fyr­ir sem teng­ir áhafn­ar­með­limi við hvarf Birnu. Grím­ur Gríms­son, yf­ir­lög­reglu­þjónn, seg­ir lög­regl­una hafa yf­ir­heyrt fjölda fólks með stöðu vitn­is. Eng­inn hafi þó ver­ið yf­ir­heyrð­ur með stöðu grun­aðs.

Myndskeið sýnir Birnu með símann sinn á Skólavörðustíg
Á Skólavörðustíg Birna sést ganga upp Skólavörðustíg en á upptökum úr öryggismyndavél sést hvar iPhone-sími Birnu er í rassvasa hennar. Mynd: Notandi

Myndskeið úr öryggismyndavél við Skólavörðustíg sýnir Birnu Brjánsdóttur með símann sinn í rassvasanum klukkan 05:19 aðfaranótt laugardagsins sem hún hvarf. Það er sagt taka allan vafa af því að síma hennar hafi verið stolið fyrr um kvöldið.

Með símann
Með símann Lögreglan telur að Birna og síminn hafi ferðast til Hafnarfjarðar um Sæbraut og Reykjanesbraut.

Í myndskeiðinu sést Birna reikul í spori að ganga upp Skólavörðustíginn þar til hún síðan beygir niður Bergstaðastræti og aftur inn á Laugaveg. Umrædd upptaka hefur verið skoðuð af lögreglu og hefur hún hjálpað til við að kortleggja för Birnu um miðborg Reykjavíkur.

„Mér finnst langlíklegast, miðað við hvernig þetta hefur þróast, að hún hafi verið með símann á sér allan tímann. Það er að segja allan tímann á meðan hún er í miðborginni og síðan hafi hún og síminn farið þessa leið til Hafnarfjarðar sem við teljum að hafi verið farin um Sæbraut og Reykjanesbraut,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og sá sem fer fyrir rannsókn málsins.

Þá barst Stundinni yfirlýsing frá Polar Seafood, útgerðinni sem á og rekur grænlenska togarann Polar Nanoq nú rétt í þessu: Þar áréttar flotastjóri Polar Seafood, Jorgen Fossheim, að engar sannanir séu fyrir einhvers konar tengingu á milli hvarfs Birnu og áhafnarmeðlima.

„Við komum til með að veita íslenskum yfirvöldum alla mögulega aðstoð við að upplýsa þetta sorglega mál.“

„Þegar við komumst að því að íslenska lögreglan hefði greint mögulega tengingu milli hvarfs ungu konunnar og togarans Polar Nanoq, sendum við strax boð um að togaranum skyldi snúið aftur til Íslands og settum okkur þegar í samband við yfirvöld. Við komum til með að veita íslenskum yfirvöldum alla mögulega aðstoð við að upplýsa þetta sorglega mál. Við áréttum að sem stendur eru engar sannanir fyrir nokkurs konar tengingu og þar af leiðandi hefur engin kæra verið lögð fram á hendur nokkrum í áhöfninni,“ segir í yfirlýsingunni.

Þá segir enn fremur að útgerðin komi til með að styðja áhöfn sína og veita henni hverja hjálp sem þörf er á. Hægt er að sjá yfirlýsinguna í heild sinni hér neðst í fréttinni.

Birna Brjánsdóttir
Birna Brjánsdóttir Hvarf sporlaust um klukkan 05.25 aðfaranótt laugardagsins 14. janúar.

Enginn sem sést á upptökum hefur gefið sig fram

Samkvæmt þeim upplýsingum sem nú liggja fyrir í málinu þá er ljóst að hún fór út af skemmtistaðnum Húrra í Tryggvagötu og kom við á veitingastaðnum Ali Baba þar sem hún keypti sér að borða og greiddi með peningum. Síðan gekk hún Austurstræti, Bankastræti og þaðan upp Skólavörðustíg líkt og myndskeiðið sýnir. Þaðan, eins og áður segir, beygir hún niður Bergstaðastræti og inn á Laugaveg aftur þar sem öryggismyndavél nær henni á mynd í síðasta skipti um klukkan 5.25.

„Við vorum með þessar upplýsingar, sérstaklega um Bergstaðastrætið,“ segir Grímur.

Í myndskeiðinu sést hvar hvítri smábifreið er lagt á mótum Bergstaðastrætis og Skólavörðustígs. Bifreiðin er hreyfingarlaus í fyrstu þrátt fyrir að vera vélin sé í gangi en svo sést þegar hún er færð en það gerist á sama augnabliki og Birna gengur nær þessum sömu gatnamótum. Grímur segir lögregluna vilja ræða við alla þá sem sjást á myndskeiðum úr miðbænum, þar á meðal ökumann bifreiðarinnar sem sést á Skólavörðustígnum. Líkt og Stundin greindi frá í gær hefur enginn af þeim sem sjást á myndskeiðunum gefið sig fram. Samkvæmt heimildum Stundarinnar er hvíta smábifreiðin sem sést í myndskeiðinu leigubíll sem beið eftir viðskiptavinum.

Leggja að Hafnarfjarðarhöfn
Leggja að Hafnarfjarðarhöfn Samkvæmt upplýsingum Stundarinnar mun Polar Nanoq leggja að höfn í Hafnarfirði rétt fyrir miðnætti í kvöld. Stundin ræddi við skipstjóra grænlenska togarans í gær en sá hefur oft siglt hingað til lands.

Hafa rætt við fjölda fólks með stöðu vitnis

„Í svona rannsókn erum við að forgangsraða. Það sem við leggjum upp með í málinu, þegar við óskum eftir því að fá upplýsingar um fólk sem er á ferðinni þarna á sama tíma og hún, er að það síðasta sem við sjáum til Birnu er við Laugaveg 31, um það bil. Það er þá sem við viljum fá að vita hvað gerðist næst. Það er þess vegna sem við viljum ræða við þá sem við teljum að hafi verið næst henni á þessum tíma sem er þá rauði bíllinn og þeir sem voru á gangi þarna á sama tíma og hún,“ segir Grímur og bætir við að myndskeiðið frá Skólavörðustíg útskýrir ekki hvað gerðist eftir klukkan 5.25 þegar öryggismyndavélin á Laugavegi nær henni á mynd í síðasta sinn.

Grímur vill ekkert tjá sig um grænlenska togarann sem fjölmiðlar hafa greint frá að tengist rannsókn lögreglu á hvarfi Birnu og þá ítrekar hann að enginn hafi verið handtekinn eða yfirheyrður með stöðu sakbornings. Lögreglan hafi hins vegar yfirheyrt fjölda fólks sem hefur haft stöðu vitnis í málinu. Þær yfirheyrslur muni halda áfram.

Grímur segist trúa því að málið leysist. „Já, ég er vongóður um það.“

Polar Nanoq mun væntanlega leggja að Hafnarfjarðarhöfn rétt fyrir miðnætti í kvöld.

Upptaka frá Skólavörðustíg

Yfirlýsing Polar Seafood

Lögreglan nýtur samstarfs grænlensks togara við leit að ungri konu

Íslenska lögreglan hefur nú til rannsóknar hvort einn eða fleiri í áhöfn togarans Polar Nanoq geti veitt upplýsingar um unga konu sem er leitað.

Þegar við komumst að því að íslenska lögreglan hefði greint mögulega tengingu milli hvarfs ungu konunnar og togarans Polar Nanoq, sendum við strax boð um að togaranum skyldi snúið aftur til Íslands og settum okkur þegar í samband við yfirvöld. Við komum til með að veita íslenskum yfirvöldum alla mögulega aðstoð við að upplýsa þetta sorglega mál. Við áréttum að sem stendur eru engar sannanir fyrir nokkurs konar tengingu og þar af leiðandi hefur engin kæra verið lögð fram á hendur nokkrum í áhöfninni.

Sem fyrirtæki styðjum við áhöfn okkar og veitum henni hverja þá hjálp sem þörf er á.

Málið verður vonandi sem fyrst upplýst að fullu. Fram að þeim tíma höfum við ekki meira um það að segja.

Jørgen Fossheim,
flotastjóri hjá Polar Seafood

 

Upptaka frá Laugavegi

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvarf Birnu Brjánsdóttur

Lögmaður Nikolaj skilur ekki af hverju hann hefur enn stöðu sakbornings
Fréttir

Lög­mað­ur Ni­kolaj skil­ur ekki af hverju hann hef­ur enn stöðu sak­born­ings

Unn­steinn Örn Elvars­son, lög­fræð­ing­ur Ni­kolaj Ol­sen, seg­ir að skjól­stæð­ing­ur sinn hafi ver­ið him­in­lif­andi þeg­ar hann fékk þær frétt­ir að hann yrði lát­inn laus úr gæslu­varð­haldi en ein­angr­un­in hef­ur reynt veru­lega á hann. Ekki verð­ur far­ið fram á far­bann yf­ir hon­um en hann hef­ur ver­ið stað­fast­ur í frá­sögn sinni, lýst yf­ir sak­leysi og reynt að upp­lýsa mál­ið eft­ir bestu getu.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
3
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Ingrid Kuhlman
5
Aðsent

Ingrid Kuhlman

Hinn kaldi raun­veru­leiki: Þess vegna þurf­um við að eiga mögu­leika á dán­ar­að­stoð

„Á síð­ustu stund­um lífs síns upp­lifa sum­ir deyj­andi ein­stak­ling­ar óbæri­leg­an sárs­auka og önn­ur al­var­leg ein­kenni sem valda þján­ingu.“ Ingrid Ku­hlm­an skrif­ar í að­sendri grein um lík­am­lega og til­finn­inga­lega van­líð­an sem deyj­andi ein­stak­ling­ar með ban­væna sjúk­dóma upp­lifa við lífs­lok.
Þingið samþykkir tillögu um skipun rannsóknarnefndar um Súðavíkurflóðið
7
FréttirSúðavíkurflóðið

Þing­ið sam­þykk­ir til­lögu um skip­un rann­sókn­ar­nefnd­ar um Súða­vík­ur­flóð­ið

Al­þingi sam­þykkti rétt í þessu að skipa rann­sókn­ar­nefnd vegna snjóflóðs­ins sem féll á Súða­vík í janú­ar 1995. Fjöl­mörg­um spurn­ing­um er ósvar­að um það hvernig yf­ir­völd brugð­ust við í að­drag­anda og eft­ir­leik flóð­anna. Fjór­tán lét­ust í flóð­inu þar af átta börn. Að­stand­end­ur hinna látnu hafa far­ið fram á slíka rann­sókn síð­an flóð­ið varð. Nýj­ar upp­lýs­ing­ar í mál­inu komu fram í rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir ári.
Halla Tómasdóttir
10
Aðsent

Halla Tómasdóttir

Með mennsk­una að leið­ar­ljósi

„Ég hvet ís­lensk fyr­ir­tæki til að velta fyr­ir sér hvernig þau geti lagst á ár­ar um að gefa fólki til­gang og tæki­færi, þeim og sam­fé­lag­inu til góðs,“ skrif­ar Halla Tóm­as­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi. Hún skrif­ar stutt­lega um sögu Hamdi Ulukaya sem er tyrk­nesk­ur smali sem flúði til Banda­ríkj­anna til að læra ensku. Hann stofn­aði stór fyr­ir­tæk­ið Chobani sem er í dag stærsti fram­leið­andi grísks jóg­úrts í Banda­ríkj­un­um og hvernig hann. Þar ræð­ur hann helst inn inn­flytj­end­ur og flótta­fólk til vinnu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár