Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Mótmæltu slátrun á lömbum á Selfossi: „Mynduð þið drepa börnin ykkar?“

Rót­tæk­ar veg­an­ar mót­mæltu við Slát­ur­fé­lag Suð­ur­lands á Sel­fossi þeg­ar lömb voru flutt í slát­ur­hús­ið. Þeir trúa því að slátrun dýra til mann­eld­is sé sið­ferð­is­lega sam­bæri­leg við dráp á mönn­um.

Mótmæltu slátrun á lömbum á Selfossi: „Mynduð þið drepa börnin ykkar?“
Mótmælendur Telja slátrun lamba siðferðislega ranga. Mynd: Aktívegan

Meðlimir róttæka dýraverndunarhópsins Aktívegan mótmæltu drápi á lömbum við sláturhús Sláturfélags Suðurlands á sunnudaginn. Meðlimir hópsins trúa því að slátrun á dýrum til manneldis sé siðferðislega röng, sambærilegt við dráp á mönnum. Mótmælendurnir grétu við sláturfélagið og hrópuðu þegar lömb voru flutt af gripaflutningabíl inn í sláturhúsið. Þeir líktu lömbunum við börn.

„Þau eru lifandi. Hjartað slær. Þetta eru útrýmingarbúðir. Morðingjar. Mynduð þið drepa börnin ykkar? Nei!“ hrópaði mótmælandi við grindverkið utan um sláturhúsið.

„Hvernig getið þið elskað sum dýr, en drepið önnur?“ spurði annar.

„Þau eru á leið í dauðann út af græðgi ykkar, mannsins!“ hrópaði mótmælandi.  „Við þurfum ekki lambakjöt. Það er til margt jafngott ef ekki betra en lambakjöt á bragðið. Við þurfum engan veginn á þessu að halda.“

Myndband af mótmælunum hefur verið birt á Facebook. Mótmælendurnir lýsa því yfir það þeir muni halda áfram að mótmæla í framhaldinu á hverjum sunnudegi.

Mótmælendurnir spurðu hvernig starfsmenn sláturfélagsins gætu sofið á nóttunni. Þeir hafa fengið blendin viðbrögð við aðgerðum sínum.  

Mótmæltu áður slátrun svína

Meðlimir hópsins hafa áður mótmælt við sláturfélagið. Stundin fylgdi þeim eftir í aðgerð við Sláturfélag Suðurlands í ágúst

Þann 7. ágúst myndaði hópurinn svín á leið til slátrunar. Atburðinum var lýst í grein Stundarinnar: Dýrin eru svelt dagana fyrir slátrun og myndbandið sýnir vankaða, froðufellandi og drulluskítuga einstaklinga, alsetta smávægilegum sárum og skurðum. Þegar bílstjórinn sá þau vatt hann sér í geðshræringu að þeim, spurði þau hver þau væru og hvers vegna þau væru að mynda innan í bílnum. Tókst þeim að mestu að gefa honum engar upplýsingar, enda vildu þau ekki setja frekari aðgerðir sínar í uppnám. Að lokum komst bíllinn þó að sláturhúsinu. Þau mynduðu bílstjórann á meðan hann sparkaði dýrunum inn í húsið þar sem þau myndu enda jarðvist sína. Myndbandinu sem þau unnu upp úr þessum atburði deildu þau svo á netinu. Það áttu eftir að reynast vera töluverð mistök. 

Nánar er fjallað um baráttu hópsins hér

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Veganismi

Mest lesið

Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn
4
Fréttir

Seg­ist not­uð sem lepp­ur í Vor­stjörn­unni, sem lúti sjó­ræn­ingja­stjórn

Sigrún E. Unn­steins­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur í Vor­stjörn­unni, seg­ir fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins fara með raun­veru­lega stjórn fé­lags­ins. Sjálf viti hún ekk­ert hvað fari fram inn­an þess. „Þetta er sjó­ræn­ingja­stjórn,“ seg­ir hún. Vara­formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins seg­ir ekk­ert ann­ar­legt í gangi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár