Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Mótmæltu slátrun á lömbum á Selfossi: „Mynduð þið drepa börnin ykkar?“

Rót­tæk­ar veg­an­ar mót­mæltu við Slát­ur­fé­lag Suð­ur­lands á Sel­fossi þeg­ar lömb voru flutt í slát­ur­hús­ið. Þeir trúa því að slátrun dýra til mann­eld­is sé sið­ferð­is­lega sam­bæri­leg við dráp á mönn­um.

Mótmæltu slátrun á lömbum á Selfossi: „Mynduð þið drepa börnin ykkar?“
Mótmælendur Telja slátrun lamba siðferðislega ranga. Mynd: Aktívegan

Meðlimir róttæka dýraverndunarhópsins Aktívegan mótmæltu drápi á lömbum við sláturhús Sláturfélags Suðurlands á sunnudaginn. Meðlimir hópsins trúa því að slátrun á dýrum til manneldis sé siðferðislega röng, sambærilegt við dráp á mönnum. Mótmælendurnir grétu við sláturfélagið og hrópuðu þegar lömb voru flutt af gripaflutningabíl inn í sláturhúsið. Þeir líktu lömbunum við börn.

„Þau eru lifandi. Hjartað slær. Þetta eru útrýmingarbúðir. Morðingjar. Mynduð þið drepa börnin ykkar? Nei!“ hrópaði mótmælandi við grindverkið utan um sláturhúsið.

„Hvernig getið þið elskað sum dýr, en drepið önnur?“ spurði annar.

„Þau eru á leið í dauðann út af græðgi ykkar, mannsins!“ hrópaði mótmælandi.  „Við þurfum ekki lambakjöt. Það er til margt jafngott ef ekki betra en lambakjöt á bragðið. Við þurfum engan veginn á þessu að halda.“

Myndband af mótmælunum hefur verið birt á Facebook. Mótmælendurnir lýsa því yfir það þeir muni halda áfram að mótmæla í framhaldinu á hverjum sunnudegi.

Mótmælendurnir spurðu hvernig starfsmenn sláturfélagsins gætu sofið á nóttunni. Þeir hafa fengið blendin viðbrögð við aðgerðum sínum.  

Mótmæltu áður slátrun svína

Meðlimir hópsins hafa áður mótmælt við sláturfélagið. Stundin fylgdi þeim eftir í aðgerð við Sláturfélag Suðurlands í ágúst

Þann 7. ágúst myndaði hópurinn svín á leið til slátrunar. Atburðinum var lýst í grein Stundarinnar: Dýrin eru svelt dagana fyrir slátrun og myndbandið sýnir vankaða, froðufellandi og drulluskítuga einstaklinga, alsetta smávægilegum sárum og skurðum. Þegar bílstjórinn sá þau vatt hann sér í geðshræringu að þeim, spurði þau hver þau væru og hvers vegna þau væru að mynda innan í bílnum. Tókst þeim að mestu að gefa honum engar upplýsingar, enda vildu þau ekki setja frekari aðgerðir sínar í uppnám. Að lokum komst bíllinn þó að sláturhúsinu. Þau mynduðu bílstjórann á meðan hann sparkaði dýrunum inn í húsið þar sem þau myndu enda jarðvist sína. Myndbandinu sem þau unnu upp úr þessum atburði deildu þau svo á netinu. Það áttu eftir að reynast vera töluverð mistök. 

Nánar er fjallað um baráttu hópsins hér

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Veganismi

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár