Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Mótmæltu slátrun á lömbum á Selfossi: „Mynduð þið drepa börnin ykkar?“

Rót­tæk­ar veg­an­ar mót­mæltu við Slát­ur­fé­lag Suð­ur­lands á Sel­fossi þeg­ar lömb voru flutt í slát­ur­hús­ið. Þeir trúa því að slátrun dýra til mann­eld­is sé sið­ferð­is­lega sam­bæri­leg við dráp á mönn­um.

Mótmæltu slátrun á lömbum á Selfossi: „Mynduð þið drepa börnin ykkar?“
Mótmælendur Telja slátrun lamba siðferðislega ranga. Mynd: Aktívegan

Meðlimir róttæka dýraverndunarhópsins Aktívegan mótmæltu drápi á lömbum við sláturhús Sláturfélags Suðurlands á sunnudaginn. Meðlimir hópsins trúa því að slátrun á dýrum til manneldis sé siðferðislega röng, sambærilegt við dráp á mönnum. Mótmælendurnir grétu við sláturfélagið og hrópuðu þegar lömb voru flutt af gripaflutningabíl inn í sláturhúsið. Þeir líktu lömbunum við börn.

„Þau eru lifandi. Hjartað slær. Þetta eru útrýmingarbúðir. Morðingjar. Mynduð þið drepa börnin ykkar? Nei!“ hrópaði mótmælandi við grindverkið utan um sláturhúsið.

„Hvernig getið þið elskað sum dýr, en drepið önnur?“ spurði annar.

„Þau eru á leið í dauðann út af græðgi ykkar, mannsins!“ hrópaði mótmælandi.  „Við þurfum ekki lambakjöt. Það er til margt jafngott ef ekki betra en lambakjöt á bragðið. Við þurfum engan veginn á þessu að halda.“

Myndband af mótmælunum hefur verið birt á Facebook. Mótmælendurnir lýsa því yfir það þeir muni halda áfram að mótmæla í framhaldinu á hverjum sunnudegi.

Mótmælendurnir spurðu hvernig starfsmenn sláturfélagsins gætu sofið á nóttunni. Þeir hafa fengið blendin viðbrögð við aðgerðum sínum.  

Mótmæltu áður slátrun svína

Meðlimir hópsins hafa áður mótmælt við sláturfélagið. Stundin fylgdi þeim eftir í aðgerð við Sláturfélag Suðurlands í ágúst

Þann 7. ágúst myndaði hópurinn svín á leið til slátrunar. Atburðinum var lýst í grein Stundarinnar: Dýrin eru svelt dagana fyrir slátrun og myndbandið sýnir vankaða, froðufellandi og drulluskítuga einstaklinga, alsetta smávægilegum sárum og skurðum. Þegar bílstjórinn sá þau vatt hann sér í geðshræringu að þeim, spurði þau hver þau væru og hvers vegna þau væru að mynda innan í bílnum. Tókst þeim að mestu að gefa honum engar upplýsingar, enda vildu þau ekki setja frekari aðgerðir sínar í uppnám. Að lokum komst bíllinn þó að sláturhúsinu. Þau mynduðu bílstjórann á meðan hann sparkaði dýrunum inn í húsið þar sem þau myndu enda jarðvist sína. Myndbandinu sem þau unnu upp úr þessum atburði deildu þau svo á netinu. Það áttu eftir að reynast vera töluverð mistök. 

Nánar er fjallað um baráttu hópsins hér

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Veganismi

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár