Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Mótmæltu slátrun á lömbum á Selfossi: „Mynduð þið drepa börnin ykkar?“

Rót­tæk­ar veg­an­ar mót­mæltu við Slát­ur­fé­lag Suð­ur­lands á Sel­fossi þeg­ar lömb voru flutt í slát­ur­hús­ið. Þeir trúa því að slátrun dýra til mann­eld­is sé sið­ferð­is­lega sam­bæri­leg við dráp á mönn­um.

Mótmæltu slátrun á lömbum á Selfossi: „Mynduð þið drepa börnin ykkar?“
Mótmælendur Telja slátrun lamba siðferðislega ranga. Mynd: Aktívegan

Meðlimir róttæka dýraverndunarhópsins Aktívegan mótmæltu drápi á lömbum við sláturhús Sláturfélags Suðurlands á sunnudaginn. Meðlimir hópsins trúa því að slátrun á dýrum til manneldis sé siðferðislega röng, sambærilegt við dráp á mönnum. Mótmælendurnir grétu við sláturfélagið og hrópuðu þegar lömb voru flutt af gripaflutningabíl inn í sláturhúsið. Þeir líktu lömbunum við börn.

„Þau eru lifandi. Hjartað slær. Þetta eru útrýmingarbúðir. Morðingjar. Mynduð þið drepa börnin ykkar? Nei!“ hrópaði mótmælandi við grindverkið utan um sláturhúsið.

„Hvernig getið þið elskað sum dýr, en drepið önnur?“ spurði annar.

„Þau eru á leið í dauðann út af græðgi ykkar, mannsins!“ hrópaði mótmælandi.  „Við þurfum ekki lambakjöt. Það er til margt jafngott ef ekki betra en lambakjöt á bragðið. Við þurfum engan veginn á þessu að halda.“

Myndband af mótmælunum hefur verið birt á Facebook. Mótmælendurnir lýsa því yfir það þeir muni halda áfram að mótmæla í framhaldinu á hverjum sunnudegi.

Mótmælendurnir spurðu hvernig starfsmenn sláturfélagsins gætu sofið á nóttunni. Þeir hafa fengið blendin viðbrögð við aðgerðum sínum.  

Mótmæltu áður slátrun svína

Meðlimir hópsins hafa áður mótmælt við sláturfélagið. Stundin fylgdi þeim eftir í aðgerð við Sláturfélag Suðurlands í ágúst

Þann 7. ágúst myndaði hópurinn svín á leið til slátrunar. Atburðinum var lýst í grein Stundarinnar: Dýrin eru svelt dagana fyrir slátrun og myndbandið sýnir vankaða, froðufellandi og drulluskítuga einstaklinga, alsetta smávægilegum sárum og skurðum. Þegar bílstjórinn sá þau vatt hann sér í geðshræringu að þeim, spurði þau hver þau væru og hvers vegna þau væru að mynda innan í bílnum. Tókst þeim að mestu að gefa honum engar upplýsingar, enda vildu þau ekki setja frekari aðgerðir sínar í uppnám. Að lokum komst bíllinn þó að sláturhúsinu. Þau mynduðu bílstjórann á meðan hann sparkaði dýrunum inn í húsið þar sem þau myndu enda jarðvist sína. Myndbandinu sem þau unnu upp úr þessum atburði deildu þau svo á netinu. Það áttu eftir að reynast vera töluverð mistök. 

Nánar er fjallað um baráttu hópsins hér

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Veganismi

Mest lesið

„Við munum þurrka þá út“
6
ErlentÁrásir á Gaza

„Við mun­um þurrka þá út“

Þrátt fyr­ir aukna and­stöðu við stríð­ið hafa al­menn­ir borg­ar­ar í Ísra­el litla sam­úð með Palestínu­mönn­um á Gaza. Þar hef­ur ísra­elski her­inn hef­ur auk­ið þunga í hern­að­ar­að­gerð­um í vik­unni. Ætl­un­in er að „klára verk­ið og full­komna ósig­ur Ham­as,“ sagði Benjam­in Net­anya­hu. Blaða­menn voru drepn­ir í vik­unni, börn svelta og al­þjóð­leg hjálp­ar­sam­tök senda frá sér sam­eig­in­legt ákall gegn nýrri lög­gjöf.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár