Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

LÍN semur við lögmannsstofur án útboðs og heldur ekki utan um kostnað af málarekstri

Lána­sjóð­ur ís­lenskra náms­manna tel­ur að út­boð henti ekki vel til að ná hag­stæð­um samn­ing­um í lög­fræði­þjón­ustu og lög­inn­heimtu. Sjóð­ur­inn held­ur ekki ut­an um að­keypta lög­fræði­þjón­ustu vegna mála­rekst­urs í bók­haldi sínu.

LÍN semur við lögmannsstofur án útboðs og heldur ekki utan um kostnað af málarekstri

Lánasjóður íslenskra námsmanna hefur gert samninga við þrjár lögmannsstofur um innheimtuþjónustu undanfarin ár án útboðs. Upplýsingar um kostnað LÍN af málarekstri sjóðsins fyrir dómstólum eru ófáanlegar, enda hefur sjóðurinn ekki haldið utan um slíka aðkeypta lögfræðiþjónustu í bókhaldi sínu. 

Þetta kemur fram í svörum Kristjáns Þórs Júlíussonar, mennta- og menningarmálaráðherra, við fyrirspurnum Ástu Guðrúnar Helgadóttur, þingkonu Pírata, um málefni lánasjóðsins.

Löginnheimta LÍN hefur undanfarin ár verið í umsjá Gjaldskila, TCM og Löginnheimtunnar. Gjaldskil er sameiginlegt innheimtufélag lögmannsstofanna Juris og Lex. Báðar stofurnar hafa nýlega verið í kastljósinu í tengslum við embættisfærslur ráðherra Sjálfstæðisflokksins, meðal annars eftir að Ríkisendurskoðun gerði athugasemdir við 107 milljóna þjónustukaup fjármálaráðuneytisins af Juris í ráðherratíð Bjarna Benediktssonar. Annar af tveimur stjórnarmönnum Gjaldskila er fyrrverandi framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins og faðir núverandi formanns allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. 

Í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar við fyrirspurn Ástu Guðrúnar kemur fram að Lánasjóðurinn hafi endurskoðað samninga sína við löginnheimtuaðila árið 2016 og fækkað þeim lögmannsstofum sem sjá um innheimtu fyrir hönd sjóðsins úr þremur í tvær. Bent er á að löginnheimta er undanskilin útboðskyldu, sbr. 11. gr. laga nr. 120/2016, og því sé lánasjóðnum ekki skylt að bjóða út slíka þjónustu. Það sé jafnframt „mat Lánasjóðs íslenskra námsmanna að almennt útboð henti ekki vel til að ná hagstæðum samningum í lögfræðiþjónustu og löginnheimtu“. 

Ásta Guðrún spurði einnig um kostnað Lánasjóðs íslenskra námsmanna við málarekstur fyrir íslenskum dómstólum frá árinu 2000. „Fyrirspurnin var send til Lánasjóðs íslenskra námsmanna en þaðan fengust þau svör að ekki væri haldið sérstaklega utan um lögfræðikostnað í bókhaldi sem væri tilkominn vegna málareksturs sjóðsins,“ segir í svari ráðherra. „Aðkeypt lögfræðiþjónusta væri margvísleg, t.d. vegna almennrar innheimtuþjónustu, málareksturs fyrir dómstólum, gerðar minnisblaða o.s.frv.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár