Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Lekamálinu ekki lokið: Hanna Birna snýr aftur

Drög að skýrslu stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar kynnt á fundi nefnd­ar­inn­ar í morg­un. Óvíst hvenær mál­inu lýk­ur að hálfu Al­þing­is. Hanna Birna snýr aft­ur á þing í mán­uð­in­um.

Lekamálinu ekki lokið: Hanna Birna snýr aftur
Snýr aftur á þing í mánuðinum Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, hefur gefið það út að hún muni snúa aftur til þingstarfa eftir miðjan apríl. Mynd: PressPhotos

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fundaði um lekamálið, það er meðferð trúnaðargagna í stjórnsýslunni og embættisskyldur innanríkisráðherra, í morgun. Að sögn Ögmundar Jónassonar, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, kynnti hann drög að skýrslu um málið og var hún tekin til umfjöllunar á fundinum. „Það er ljóst að nefndarmenn vilja gefa sér tíma til þess að gaumgæfa málið þannig þetta er ekki á leiðinni út úr nefnd á allra næstu dögum. En við áttum ágæta umræðu um málið,“ segir Ögmundur í samtali við Stundina. 

Skýrsla stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er hugsuð sem eins konar lyktir í lekamálinu. Þar mun birtast samantekt um málið með tilvísanir í álit Umboðsmanns Alþingis og samskipti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, við Alþingi. „Það er ljóst að þessari nefnd ber að ljúka málinu og við erum á þeirri vegferð. En henni er ekki lokið,“ segir Ögmundur en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um efni skýrsludraganna. Þá sagðist hann ekki geta sagt til um hvenær skýrsla nefndarinnar verði gerð opinber. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lekamálið

Umboðsmaður Alþingis: Borgarar verða að geta treyst því að stjórnmálamenn skipti sér ekki af lögreglurannsóknum
Fréttir

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is: Borg­ar­ar verða að geta treyst því að stjórn­mála­menn skipti sér ekki af lög­reglu­rann­sókn­um

„Ég tel nauð­syn­legt sem um­boðs­mað­ur Al­þing­is að vera á varð­bergi um að slík þró­un verði ekki í ís­lenskri stjórn­sýslu,“ seg­ir um­boðs­mað­ur í um­fjöll­un sinni um hátt­semi Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur í árs­skýrslu fyr­ir 2015. Af­skipti ráð­herra af störf­um lög­regl­unn­ar drógu dilk á eft­ir sér.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
3
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu