Í umsögn sem Landssamband Fiskeldisstöðva sendi atvinnuveganefnd Alþingis þann 10. mars síðastliðinn vegna ívilnunarsamnings til félagsins Matorku var kallað eftir niðurstöðum úr könnun á hagkvæmni verkefnisins. „Það sem við gerðum var að við kölluðum eftir niðurstöðum úr þessu, en við höfum ekkert frétt af þessu. Okkur var ekki svarað,“ svarar Guðberg Rúnarsson, framkvæmdastjóri samtakanna, spurður um hvort niðurstöðurnar hafi verið afhentar samtökunum.
Umdeildur samningur
Samningurinn hefur verið gífurlega umdeildur bæði vegna tengsla eigenda við Bjarna Benediktsson og fyrir að skekkja samkeppni í fiskeldi á bleikju. Ragnheiður Elín hefur ítrekað verið boðuð á fund atvinnuveganefndar Alþingis og mætti hún loks í gær. Í samtali við Stundina sagði Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, að ráðherra hafi farið undan í flæmingi þegar hún kom fyrir nefndina. Sérstök umræða verður á Alþingi næstkomandi mánudag vegna málsins.
Óháður leggi mat á verkefnið
Í umsögn samtakanna er samningurinn við Matorku harðlega gagnrýndur, einna helst vegna samkeppnisraskandi …
Athugasemdir