Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ráðherra vill að Landspítalinn hagræði meira - Spítalinn leiðréttir fullyrðingar um „stóraukin útgjöld“

Að sögn Land­spít­al­ans not­að­ist Þor­steinn Víg­lunds­son fé­lags­mála­ráð­herra við rang­ar töl­ur í við­tali við Morg­un­blað­ið, þar sem hann lýsti stór­aukn­um fjár­fram­lög­um til spít­al­ans. Ráð­herr­ann seg­ir að gera verði kröf­ur til stjórn­enda spít­al­ans, eins og stjórn­mála­manna, og seg­ir þá þurfa að hagræða.

Ráðherra vill að Landspítalinn hagræði meira - Spítalinn leiðréttir fullyrðingar um „stóraukin útgjöld“
Þorsteinn Víglundsson Félagsmálaráðherra hefur stigið fram og sakað stjórnendur Landspítalans um „villandi“ umræðu. Hann segir þá þurfa að axla ábyrgð, eins og stjórnmálamenn, og hagræða. Mynd: Heiða Helgadóttir

Landspítalinn hefur sent frá sér yfirlýsingu um að Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra hafi farið með rangt mál í viðtali við Morgunblaðið undir fyrirsögninni „Raunútgjöld til Landspítalans hafi verið stóraukin“. Í viðtalinu segir Þorsteinn meðal annars að stjórnendur spítalans geti ekki talað um að hann hafi verið sveltur og segir að þeir þurfi að hagræða í rekstri. 

Stjórnendur Landspítalans segja í yfirlýsingu á vef spítalans að fjárframlög til hans séu núna svipuð og um aldarmótin síðustu, þrátt fyrir stóraukin verkefni, en ráðherrann fullyrðir að stóraukin framlög hafi runnið til spítalans.

Kannast ekki við tölur ráðherrans

Frétt MorgunblaðsinsFélagsmálaráðherra færði fram fullyrðingar um fjárframlög til Landspítalans í viðtali við Morgunblaðið, sem stjórnendur spítalans segja að séu rangar.

Landspítalinn kannast ekki við tölur sem Þorsteinn notaðist við þegar hann fullyrti í grein Agnesar Bragadóttur blaðamanns að augljóst væri að raunútgjöld Landspítalans væru aukin í ríkisfjármálaáætlun næstu fimm ára og raunar árin á undan. Í yfirlýsingu frá Landspítalanum er því lýst að yfirlýsing ráðherrans sé röng, og graf birt því til sönnunar. 8,5 milljarða króna munur er á framsetningu félagsmálaráðherra og yfirlýsingu Landspítalans þegar kemur að ríkisframlagi til Landspítalans.

„Landspítali kannast ekki við þær tölur sem lagðar eru til grundvallar greiningu ráðherra fyrir árin 2016 og 2017. Hin meinta hækkun ríkisframlags til Landspítala frá árinu 2015 hefur ekki átt sér stað. Ríkisframlag til LSH, samkvæmt endurskoðuðum ársreikningi 2016 var 52,6 milljarðar sem á verðlagi 2017 er nálægt 56 milljörðum. Í greiningu ráðherra er ríkisframlagið til Landspítala sagt 62 milljarðar á árinu 2016 að meðtöldum kostnaði við nýbyggingar NLSH (1,8 milljarðar). Hér skeikar því 4-6 milljörðum. Ríkisframlag til LSH samkvæmt fjárlögum 2017 er 56,9 milljarðar. Í greiningu ráðherra er þessi tala birt sem 67 milljarðar. Fjárveiting til byggingar sjúkrahúss á lóð Landspítala árið 2017 er 1,5 milljarðar samkvæmt fjárlögum. Hér skeikar því um 8,5 milljarða,“ segir í yfirlýsingu spítalans.

Munur á framsetningu talnaTölur stjórnenda Landspítalans eru allt aðrar en þær sem félagsmálaráðherra miðar við í gagnrýni sinni á stjórnendur spítalans.

Munar 15 prósent fjárframlaga

Fjárframlög til Landspítalans, á föstu verðlagi, eru svipuð og um síðustu aldarmót, þrátt fyrir aukin verkefni.

„Í greiningu ráðherra félags- og jafnréttismála [eru] sýnd „raunútgjöld 2006 uppfærð m.v. lýðfræðilega þróun “og ályktað „að búið er að endurreisa fjármögnun spítalans úr þeirri miklu lægð sem varð hér eftir efnahagshrun“. Hækkunin virðist nema allt að 2% á ári sem er í ágætum takti við raunþróun eftirspurnar á Landspítala. Vandinn er að Landspítali hefur ekki fengið allt þetta fjármagn sem ráðherra gerir í sinni greiningu ráð fyrir að hafi verið veitt til spítalans á árunum 2016 og 2017 (sbr. hér að ofan). Þessi fullyrðing ráðherra, sem má segja að sé meginskilaboð hans í viðtalinu, byggir því á gögnum sem eru ekki rétt og skeikar þar allt að 8,5 milljörðum (sem nemur um 15% af raunframlagi ríkis til spítalans árið 2017). Val á tímabili til skoðunar hefur einnig áhrif. Landspítali, sem ein stofnun, hefur verið í rekstri frá árinu 2000 og eðlilegt er að skoða þróun fjárveitinga frá þeim tíma. Ráðherra velur að hefja sína greiningu árið 2006. Fjárframlög til heilbrigðisþjónustu, þar á meðal Landspítala, náðu hápunkti árið 2008, lækkuðu svo hratt næstu ár en viðsnúningur hófst hvað Landspítala varðar, árin 2011-2013 eftir því á hvaða þætti fjárframlaga er litið. Fjárframlög til Landspítala eru nú, árið 2017, sambærileg við það sem var í upphafi aldarinnar (á föstu verðlagi) þrátt fyrir fjölda viðbótarverkefna svo og aukningu eftirspurnar. Ályktun um endureisn fjármögnunar spítalans þarf að skoða í þessu ljósi.“ 

Helmingi lægri kostnaður en í Svíþjóð

Þorsteinn sagði í viðtali við Morgunblaðið að ekki sé hægt að halda því fram að verið sé að „svelta Landspítalann, eins og stjórnendur spítalans hafa haldið fram“. „Með sama hætti og eðli­legt er að gera kröf­ur til stjórn­mála­manna, þá verður auðvitað líka að gera kröf­ur til Land­spít­al­ans og stjórn­enda hans, að sýna ráðdeild í rekstri og leita alltaf leiða til auk­ins hagræðis.“

Stjórnendur spítalans svara fyrir sig í yfirlýsingunni og benda á að kostnaður sé mun lægri á Landspítalanum en sambærilegum sjúkrahúsum í Svíþjóð. „Loks tekur Landspítali undir með ráðherra að stjórnendur spítalans verða að sýna ráðdeild í rekstri. Sú ráðdeild hefur þegar skilað þeim árangri að kostnaður við veitta þjónustu á Landspítala er um það bil helmingi lægri en á sambærilegum sjúkrahúsum í Svíþjóð samkvæmt úttekt fjárlaganefndar og velferðarráðuneytis sem unnin var af McKinsey & Company.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár