Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Lagði til að aðgerðir á konum með krabbamein yrðu einkavæddar

Einka­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in ehf. reyndi að ná til sín að­gerð­um á krabba­meins­sjúk­um kon­um af Land­spít­al­an­um og stofna „sér­hæfða brjóstamið­stöð“. Um 1.200 ís­lensk­ar kon­ur eru arf­ber­ar fyr­ir stökk­breyt­ingu sem get­ur vald­ið brjóstakrabba­meini og ætl­aði Klíník­in að reyna að þjón­usta þess­ar kon­ur sér­stak­lega.

Lagði til að aðgerðir á  konum með krabbamein yrðu einkavæddar
Aukin einkavæðing stöðvuð Klíníkin, sem er meðal annars í eigu Ásdísar Höllu Bragadóttur, Ástu Þórarinsdóttur og lífeyrissjóða í gegnum fjárfestingarfélagið EVU Consortium, reyndi að fá leyfi til að gera umfangsmiklar aðgerðir á konum með brjóstakrabbamein en heilbrigðisráðuneytið hafnaði því.

Hér er því lagt til að heimilað verði að þær sérhæfðu brjóstaskurðaðgerðir sem undirritaður hefur sinnt innan LSH verði framkvæmdar í Brjóstamiðstöðinni,“ segir í bréfi frá Kristjáni Skúla Ásgeirssyni, brjóstaskurðlækni og eins af stofnendum lækningafyrirtækisins Klíníkurinnar, til Kristján Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra þann 22. október í fyrra.

Klíníkin er lækningafyrirtæki sem nýverið opnaði í Ármúla 9 sem er í eigu Ásdísar Höllu Bragadóttur, Ástu Þórarinsdóttur, nokkurra lækna og lífeyrissjóða. Lækningafyrirtækið hefur verið talsvert til umfjöllunar í fjölmiðlum síðustu vikurnar vegna opnunar fyrirtækisins en heimahjúkrunarfyrirtækið Sinnum ehf. er einnig í eigu þeirra Ásdísar Höllu, Ástu og tólf lífeyrissjóða í gegnum fjárfestingarfyrirtækið EVU Consortium.

Í bréfinu ræddi Kristján Skúli um stofnun „sérhæfðrar brjóstamiðstöðvar“ á Íslandi sem reka átti utan Landspítalans og sem þjónusta átti konur með brjóstakrabbamein og konur sem líklegar eru til að fá þann sjúkdóm. Kristján Skúli lagði til tvær mögulegar leiðir til að gera þetta en báðar miðuðu þær að því að Brjóstamistöðin, fyrirtæki hans, fengi fjármuni frá ríkinu til að gera aðgerðirnar. „Tvær leiðir eru helst færar til þess. Annað hvort að samið verði sérstaklega við Brjóstamiðstöðina um tiltekna fyrirfram ákveðna fjárhæð og fjölda aðgerða sem eyrnamerktar eru miðstöðinni eða þá að ofangreindar aðgerðir verði settar á lista yfir þær aðgerðir sem greiddar eru af SÍ í samræmi við rammasamning sérfræðilækna.“

Þrenns konar krabbameinsaðgerðir

Í bréfinu reyndi Kristján Skúli því að sannfæra heilbrigðisráðuneytið um að heimila Brjóstamiðstöðinni, einkafyrirtæki Kristjáns Skúla sem starfa á innan Klíníkurinnar, að flytja brjóstaskurðaðgerðir á konum með brjóstakrabbamein frá Landspítalanum og yfir til hins nýja einkafyrirtækis. 

Um er að ræða þrenns konar aðgerðir á sviði brjóstakrabbameins hjá konum: Aðgerðir á konum sem komnar eru með krabbamein í brjóst sín, skurðaðgerðir þar sem brjóst kvenna eru enduruppbyggð eftir krabbameinsmeðferð og fyrirbyggjandi aðgerðir á konum sem ekki eru komnar með krabbameinið en sem gætu fengið í ljósi þess að þær eru arfberar fyrir stökkbreytingarnar, BRCAI og BRCAII, sem valdið geta brjóstakrabbameini. 

Kristján Skúli hefur hingað til verið eini skurðlæknirinn á Íslandi sem hefur framkvæmt skurðaðgerðir á konum með brjóstakrabbamein og svo enduruppbyggt brjóstin í sömu aðgerðinni. Öllum heimildum ber saman um Kristján Skúli sé einstaklega fær skurðlæknir.

Erfitt að „manna þjónustuna“ eftir að Kristján hætti

Landspítalinn hafði framkvæmt þessar þrjár gerðir af skurðaðgerðum á grundvelli samnings við Krabbameinsfélag Íslands en sá samningur  rann út árið 2014 og ekki var hægt að endurnýja hann vegna erfiðleika við að „manna þjónustuna“ eins og segir í svarbréfi ráðuneytisins til Kristjáns Skúla frá 29. apríl síðastliðinn. Í því svarbréfi frá heilbrigðisráðuneytinu er beiðni Kristjáns Skúla um að fá að gera aðgerðirnar og njóta fjármögnunar frá Sjúktrayggingum Íslands hafnað.

Ein ástæða fyrir því að erfitt var að „manna þjónustuna“ var sú að Kristján Skúli hætti á Landspítalanum til að stofna áðurnefnt einkafyrirtæki en hann hafði verið sá skurðlæknir innan Landspítalans sem hafði framkvæmt flestar fyrirbyggjandi brjóstakrabbameinsaðgerðir og eins þær aðgerðir þar sem krabbamein var skorið úr brjóstum kvenna og þau endurbyggð, á spítalanum á árunum 2010 til 2014. Í svari frá Landspítalanum segir um þetta að 21 fyrirbyggjandi aðgerð hafi verið framkvæmd á Landspítalanum á árunum 2010 til 2014 og á sama tíma voru framkvæmdar 115 brjóstnáms- og brjóstauppbyggingaraðgerðir en Kristján Skúli var þá eini skurðlækirinn sem gat gert síðastnefndu aðgerðina. Í svarinu segir um fyrirbyggjandi aðgerðirnar að Kristján Skúli hafi komið að „flest öllum þessum aðgerðum ásamt öðrum sérfræðingum eins og brjóstaskurðlækni og kvensjúkdómalækni“. Þá var framkvæmd alls 1121 skurðaðgerð á Landspítalanum þar sem krabbamein var fjarlægt úr brjóstum kvenna og hefur Kristján Skúli einnig framkvæmt margar þeirra ásamt öðrum sérfræðingum á spítalanum. 

Kristján Skúli var því augljóslega afar mikilvægur starfsmaður innan Landspítalans þar sem sérhæfing hans er mikil. Á þetta benti Kristján Skúli líka sjálfur í bréfi sínu til Kristjáns Þórs í fyrra: „Á undanförnum árum hafa kröfur kvenna til betri útlitslegrar útkomu vaxið og því hefur sérhæfðum aðgerðum fjölgað mikið, en þær fela í sér að skera burt brjóstakrabbamein og byggja upp brjóst (að hluta eða öllu leyti) í sömu aðgerð. Þessar aðgerðir, líkt og aðrar brjóstaskurðaðgerðir, eru nú framkvæmdar innan almennrar skurðlækningadeildar á LSH þar sem undirritaður hefur starfað frá 2007 en á undanförnum 4-5 árum hefur meirihluti þessara sérhæfðu aðgerða á Íslandi verið framkvæmdar af undirrituðum.“

Kristján Skúli var því í góðri stöðu til að taka sína sérþekkingu með sér út af Landspítalanum og bjóða upp á sömu þjónustu í einkareknu lækningafyrirtæki. Eftir að Kristján Skúli hætti á spítalanum hefur Landspítalinn hins vegar þjálfað aðra skurðlækna upp í þessum aðgerðum en að mati sumra brjóstaskurðlækna er jafnvel talið betra að gera tvær aðgerðir í stað einnar þegar krabbamein er fjarlægt úr brjóstum og þau uppbyggð í kjölfarið. Þessi háttur er hafður á nú innan Landspítalans. 

Horft til kvenna með BRCA stökkbreytingar

Í bréfi Kristjáns Skúla ræðir hann umtalsvert um fyrirbyggjandi aðgerðir á konum sem eru arfberar fyrir BRCAI og BRCAII stökkbreytingarnar sem valdið geta brjóstakrabbameini. Þetta er umræðuefni sem Kristján hefur verið tíðrætt um enda er hægt að koma í veg fyrir krabbamein hjá þessum konum með fyrirbyggjandi skurðaðgerðum. Þekktasta dæmið um konu sem farið hefur í slíka fyrirbyggjandi brottnámsaðgerð er bandaríska leikkonan Angelina Jolie. Í viðtali við Kristján Skúla í Morgunblaðinu fyrir skömmu kom fram að frá árinu 2008 hefðu um fimmtíu konur á Íslandi farið í slíkar fyrirbyggjandi aðgerðir og tólf síðastliðið ár. 

Í fyrirlestri um brjóstakrabbamein hjá Íslenskri erfðagreiningu síðla árs í fyrra undirstrikaði Kristján Skúli umfang vandamálsins varðandi BRCA-stökkbreytingarnar. „Ef við skoðum allar konur hérna í þjóðfélaginu þá er það ein af hverjum níu sem munu fá brjóstakrabbamein einhvern tímann á ævinni, 11 prósent af þessum konum. Æviáhætta þeirra kvenna, sem eru með þessa íslensku stökkbreytingu, BRCAII langoftast, á að fá sjúkdóminn er þá 60 til 80 prósent. Þetta er sjö til áttföld áhætta miðað við venjulega konu.“

Í bréfinu til Kristjáns Þórs sagði Kristján Skúli að hann byggist við að á milli 300 til 400 konur myndu vilja fara í fyrirbyggjandi aðgerð vegna brjóstakrabbameins á næstu árum. „Innan Brjóstamiðstöðvarinnar verður hins vegar lögð áhersla á að sinna forvörnum fyrir konur sem eru í aukinni hættu vegna ættgengis. […] T.d. er ljóst að íslenskar konur vilja vita og munu sækjast eftir því að fá að vita hvort þær séu arfberar stökkbreytinga í BRCAI/BRCA”. Mikilvægt er að skapa faglegan vettvang til að veita þessar upplýsingar auk þess að veita sérhæfða fræðslu, stuðning og ráðgjöf en áætlað er að þetta séu nú um 1.200 konur á Íslandi og þar af eru um 600 heilbrigðar konur á skimunaraldri. Gert er ráð fyrir að um 300 til 400 þessara kvenna muni vilja fyrirbyggjandi aðgerð á næstu árum (brjóstnám og eggjastokkanám) og er ætlunin að þessar aðgerðir verði framkvæmdar af sérhæfðum skurðlæknum Brjóstamiðstöðvarinnar. Ekki liggur nú fyrir með hvaða hætti konum verður veittur aðgangur að þessum upplýsingum en þegar það skýrist mun Brjóstamiðstöðin bjóðast til að starfrækja umrædda móttöku fyrir upplýsingagjöfina og ráðgjöf í framhaldinu.“

Þannig vildi Brjóstamiðstöðin einnig halda utan um viðkvæma upplýsingagjöf um arfgengi brjóstakrabbameins á Íslandi og eftir atvikum miðla þeim til þeirra kvenna sem um ræðir og þá væntanlega einnig ráðleggja þeim varðandi meðferðarúrræði.

„Gert er ráð fyrir að um 300 til 400 þessara kvenna muni vilja fyrirbyggjandi aðgerð á næstu árum.“

Rannsóknir Decode 

Í viðtali í nýjasta hefti Læknablaðsins ræðir Kristján Skúli um þann hóp íslenskra kvenna sem eru arfberar fyrir stökkbreytingarnar BRCAI og BRACAII sem valda brjóstakrabbameini. Íslenska erfðatæknifyrirtækið Decode hefur rannsakað þessar stökkbreytingar og býr því yfir mikilli 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Íslenska útrásin í bresku elliheimilin
Úttekt

Ís­lenska út­rás­in í bresku elli­heim­il­in

Fjár­festa­hóp­ur sem Kvika setti sam­an hef­ur á síð­ustu ár­um ver­ið eig­andi breskra elli­heim­ila. For­svars­menn elli­heim­il­is­ins hafa kom­ið hing­að til lands til að mæla fyr­ir auk­inni einka­væð­ingu í vel­ferð­ar­þjón­ustu á Ís­landi. Kvika sjálf, og þar með ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir, er hlut­hafi í elli­heim­il­un­um sem skil­uðu arð­semi um­fram vænt­ing­ar á síð­asta ári.
Spyr ráðherra um eftirlit Sjúkratrygginga með einkarekstri í heilbrigðiskerfinu
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Spyr ráð­herra um eft­ir­lit Sjúkra­trygg­inga með einka­rekstri í heil­brigðis­kerf­inu

Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur stað­ið fyr­ir stór­auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu frá því að hann tók við starf­inu. Eft­ir­lit með þeim fjár­mun­um sem fara frá rík­inu til einka­að­ila hef­ur sam­hliða því ekki ver­ið auk­ið. Will­um Þór svar­aði spurn­ing­um um með­al ann­ars á Al­þingi um miðj­an mán­uð­inn.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Sjúkratryggingar kanna gagnrýni lækna á útvistun aðgerða
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Sjúkra­trygg­ing­ar kanna gagn­rýni lækna á út­vist­un að­gerða

Rík­is­stofn­un­in Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands seg­ist ætla að kanna þá gagn­rýni sem kom­ið hef­ur fram frá lækn­um á Land­spít­al­an­um á út­vist­un á að­gerð­um gegn legs­límuflakki. Sjúkra­trygg­ing­ar segja að heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið telji að þörf sé á að út­vista að­gerð­un­um jafn­vel þó lækn­ar á Land­spít­al­an­um segi að svo sé ekki.
Aðgerðir einkavæddar til Klíníkurinnar að ástæðulausu
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­gerð­ir einka­vædd­ar til Klíník­ur­inn­ar að ástæðu­lausu

Eng­ir bið­list­ar eru eft­ir að­gerð­um gegn en­dómetríósu á Land­spít­al­an­um en þrátt fyr­ir það ætla Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands að einka­væða slík­ar að­gerð­ir með samn­ingi til fimm ára. Kven­sjúk­dóma­lækn­ar á Land­spít­al­an­um eru ósátt­ir við þetta og segja út­vist­un­ina óþarfa og lýsa yf­ir áhyggj­um af þró­un­inni.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár