Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Kvótakerfið er brot á stjórnarskrá“: Frambjóðendur sitja fyrir svörum

Stund­in hef­ur á und­an­förn­um vik­um spurt alla fram­bjóð­end­ur til for­seta tíu spurn­inga er varða nokk­ur af helstu deilu og álita­mál­um líð­andi stund­ar. Hér ber að líta svör þeirra við þriðju spurn­ing­unni: „Finnst þér eign­ar­rétt­ur, eins og yf­ir til dæm­is auð­lind­um og fram­leiðslu­tækj­um, mik­il­væg­ur? “

„Kvótakerfið er brot á stjórnarskrá“: Frambjóðendur sitja fyrir svörum
Frambjóðendurnir. Níu einstaklingar eru í boði sem næsti forseti lýðveldisins.

Stundin hefur spurt alla frambjóðendur* til forseta tíu spurninga er varða nokkur af helstu deilu og álitamálum líðandi stundar. Hér ber að líta svör þeirra við þriðju spurningunni:

Finnst þér eignarréttur, eins og yfir til dæmis auðlindum og framleiðslutækjum, mikilvægur?

 


Andri Snær Magnason:  

Andri Snær.
Andri Snær. Rithöfundur

Ég held að eignarétturinn skipti minna máli heldur en bara reglurnar um hvernig auðlindirnar eru skattlagðar. Krafan er að þjóðin eigi sínar auðlindir, vatnsföllin og fiskinn, en þrátt fyrir að þjóðin eigi þetta þá tryggir eignarhaldið ekki endilega að arfurinn renni til þjóðarinnar. Virðist ekki vera. Þannig að ég myndi segja að það í sjálfu sér ráði ekki úrslitum.

 

 

 


Ástþór Magnússon:

Ástþór Magnússon.
Ástþór Magnússon. Viðskiptamaður.

Eignarréttur auðlinda er ótvírætt þjóðarinnar og sem á að mínu mati aldrei að einkavæða. Þeir sem nýta sameiginlegar auðlindir samfélagsins eiga að greiða eðlilegt gjald fyrir.

 

 

 

 

 


Elísabet Jökulsdóttir:

Elísabet Jökulsdóttir.
Elísabet Jökulsdóttir. Rithöfundur.

Fólkið á að eiga auðlindirnar. Mér finnst algjörlega út í hött að einstaklingar eigi fiskimiðin. Þetta á að vera sameiginleg auðlind. Annars held ég að ég láti hina forsetana um þetta, einn af þessum fjörutíu og þremur.

 

 

 

 


Guðni Th. Jóhannesson:

Guðni Th.
Guðni Th. Sagnfræðingur.

Mér finnst að við eigum að setja í stjórnarskrá ákvæði um það að náttúruauðlindir séu í þjóðareigu svo það fari ekki á milli mála. Þetta er yfirlýsing um vilja landsmanna að svona eigi að fara með náttúruauðlindir. Síðan er það leitt í lög hvernig við svo nýtum þær í framkvæmd. Aftur vil ég samt benda á að forseti er ekki að velta vöngum yfir þessu frá degi til dags, heldur á hann að beita sér fyrir því að öll sjónarmið fái að heyrast og þegar til kastanna kemur að vilji þjóðarinnar ráði.

 


Guðrún Margrét Pálsdóttir:

Guðrún Margrét Pálsdóttir.
Guðrún Margrét Pálsdóttir. Hjúkrunarfræðingur.

Eignarréttur er alltaf mikilvægur og hann ber að virða samkvæmt stjórnarskrá, bæði hvað varðar eignarrétt einstaklinga og ekki síður eignarrétt þjóðarinnar á auðlindum í náttúru Íslands eins og drög stjórnarskrárnefndar að nýjum ákvæðum í stjórnarskránni mælir fyrir um.

 

 

 


Halla Tómasdóttir:

Halla Tómasdóttir.
Halla Tómasdóttir. Fjárfestir.

Ég tel löngu tímabært að kveðið sé á um það í stjórnarskrá að náttúruauðlindir, sem ekki eru þegar í einkaeigu, teljist vera almannaeign. Það leiðir af sér að þeir sem njóta afraksturs auðlindanna greiði  sanngjarnt afnotagjald  til almennings. Framleiðslutæki og nýtingaréttur geta vel verið á hendi einkaaðila ef þeir greiða sanngjarna “leigu” fyrir afnot af auðlindinni til þeirra sem hana eiga, það er til þjóðarinnar. 

 


Hildur Þórðardóttir:

Hildur Þórðardóttir.
Hildur Þórðardóttir. Rithöfundur.

Ég vil hafa allar auðlindir í þjóðareign. Svo er ég fylgjandi því að ríkið eigi verksmiðjur eins og sementsverksmiðjuna og áburðarverksmiðjuna. Ég vil líka hafa kvótann í þjóðareign og það hvernig við gerum það verður útfærsluatriði. Við eigum svo mikið af menntuðu fólki sem getur alveg fundið leiðir þannig að útgerðirnar beri ekki skaða af. Ef við færum til dæmis afskriftarleiðina þá gætum við alveg látið bankana afskrifa lánin sem eru út af kvótanum, og þá þyrftu sjávarútvegsfyrirtækin ekki að tapa á því. Nú er ég bara að varpa upp lausnum sem menn taka ef þeir vilja, þetta er ekkert endilega mín skoðun eða eitthvað sem ég mun berjast fyrir. Vörpum bara upp öllum sjónarmiðum. Þetta er það sem ég stend fyrir, þessi nýi hugsunarháttur, í staðinn fyrir að hafa annaðhvort rétt eða rangt fyrir sér eða sigra eða tapa, að vera með okkur eða á móti þá bara vörpum við upp öllum sjónarmiðum og svo bara velur hver það sem er rétt fyrir sig eða við finnum bara hvað er besta lausnin fyrir samfélagið.

 


Sturla Jónsson:

Sturla Jónsson.
Sturla Jónsson. Athafnamaður.

Kvótinn er í rauninni í þjóðareigu. Í gegnum ákvæðið sem segir að öllum sé frjálst að stunda þá vinnu sem þeir kjósa. Það er fallinn dómur hjá nefnd innan Sameinuðu þjóðanna sem er búin að taka á þessu máli. Það voru menn sem fóru út með þetta. Þar var bent á að það er verið að brjóta rétt okkar á því að geta farið að fiska út af kvótakerfinu, og ég sá bréf hjá frá honum Steingrími J. þar sem hann sagði „við erum búin að gera þetta, koma strandveiðunum á“ og svo stendur í niðurlagi bréfsins að við ætlum ekki að gera meira en þetta. Þannig að hann er að brjóta á stjórnarskránni. Auðlindin er tryggð með atvinnuréttinum, en menn sjá það ekki. Það nefnilega segir í ákvæðinu að öllum sé frjálst að stunda þá vinnu sem þeir kjósa, en þessu má þó setja skorður krefjist almannahagsmunir þess. Það er mjög einkennilegt ef þú færð þér fimm tonna bát og ferð út með eina handfærarúllu, að það sé að skaða almannahagsmuni. Ef við virðum stjórnarskránna, þá er auðlindin tryggð, í gegnum það ákvæði. Málið er að það vantar samtöðu hjá okkur og hjá smábátasjómönnum um að ögra þessu kerfi.


* Frambjóðandinn Davíð Oddson fékk spurningarnar sendar og tækifæri til þess að svara þeim en hefur ekki gert það. Berist svör frá honum mun þeim verða bætt við jafnóðum.

 
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Askur Hrafn Hannesson
9
Aðsent

Askur Hrafn Hannesson

„Bant­ust­an er ekki Palestína”

Bar­áttu­mað­ur fyr­ir mann­rétt­ind­um vitn­ar í rapptexta Erps Ey­vind­ar­son­ar þar sem hann fjall­ar um „að­skiln­að­ar­stefnu að­flutta hvíta manns­ins” í Suð­ur-Afr­íku og bend­ir á að mann­rétt­inda­sam­tök á borð við Am­nesty In­ternati­onal hafi einnig kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu, í kjöl­far­ið á ára­langri rann­sókn­ar­vinnu, að Ísra­el sé að­skiln­að­ar­ríki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár