Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Krefjast aðgangs að gögnum sem ráðherra telur „spilla fyrir hugmyndafræðinni“

Jón Þór Ólafs­son og Björn Leví Gunn­ars­son, þing­menn Pírata, kalla eft­ir upp­lýs­ing­um frá öll­um ráðu­neyt­um um tekj­ur og gjöld mál­efna­sviða og áætl­aða þró­un út­gjalda sam­kvæmt fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Krefjast aðgangs að gögnum sem ráðherra telur „spilla fyrir hugmyndafræðinni“

Jón Þór Ólafsson og Björn Leví Gunnarsson, þingmenn Pírata, hafa kallað eftir upplýsingum frá öllum ráðuneytum um tekjur og gjöld málefnasviða og áætlaða þróun útgjalda samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hefur Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrt að með því að byggja á gögnunum í umræðum um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar væri í raun verið að „skemma ferlið með fjármálaáætlun“ og „spilla fyrir hugmyndafræðinni.“

Jón Þór fjallaði um mikilvægi þess að fá upplýsingarnar í óundirbúnum fyrirspurnartíma þann 9. maí síðastliðinn og furðaði sig á að hvorki þingmenn né fastanefndir hefðu fengið aðgang að gögnunum. „Án þessara upplýsinga er ómögulegt að taka upplýsta ákvörðun um hvort fjármálaáætlun sé farsæl fyrir landsmenn og hvort vel sé farið með skattfé. Tölurnar liggja fyrir en við fáum ekki aðgang að þeim við þessa ákvarðanatöku,“ sagði hann. 

Benedikt svaraði því til að ráðuneytin legðu fram tillögur um ramma útgjaldasviða í fjármálaáætlun. Haft væri í huga hver fjárframlögin hefðu verið í fortíðinni þegar gerðar væru tillögur um einstaka liði. Hann sagðist hins vegar sjálfur ekki hafa „aðgang að þessum gögnum, sundurliðuðum úr einstökum ráðuneytið“ og bætti við: „Ég hef ekki þessi gögn og í sjálfu sér ef við förum að skipa fyrir um það þá erum við svolítið að skemma ferlið með fjármálaáætlun af því að þar erum við að tala um hinn breiða ramma. En við vitum auðvitað hvernig fénu hefur verið varið til þessa. Það vita allir nokkurn veginn í hvað fjárlög fara.“ Loks varaði Benedikt við því að hugmyndafræðinni á bak við fjármálaáætlun yrði kastað fyrir róða. „Ég tel að það sé í raun og veru verið að spilla fyrir hugmyndafræðinni bak við þetta ef við förum að hugsa þetta sem einstakar fjárveitingar á þessu stigi málsins, svo ég svari spurningu háttvirts þingmanns.“

Samkvæmt heimildum Stundarinnar hafa þingmenn minnihlutans reynt að fá aðgang að upplýsingunum án árangurs, bæði með formlegum og óformlegum hætti. Fyrirspurnir Jóns Þórs og Björns Levís eru 12 talsins, en spurt er um tekjur og gjöld ráðuneyta og undirstofnana þeirra, tekjur og gjöld ráðuneyta og stofnana á málefnasviði einstakra ráðherra og tekjur og gjöld Alþingis og undirstofnana þess.

„Óskað er eftir sundurliðun eftir málefnasviðum og hagrænni flokkun, sundurliðað í launakostnað og rekstrarkostnað, skipt eftir lögbundnum verkefnum, þ.m.t. tímabundnum verkefnum, yfirstandandi og fyrirhuguðum, og öðrum kostnaðarliðum,“ segir í fyrirspurnunum. 

Björn Leví bendir á það í samtali við Stundina að samkvæmt lögum um opinber fjármál eigi upplýsingar um þróun gjalda og sundurliðun þeirra eftir málefnasviðum og hagrænni flokkun að fylgja fjármálaáætluninni sjálfri.

„Við erum bara að biðja um það sem lögum samkvæmt á að vera í fjármálaáætluninni,“ segir Björn sem gerir athugasemd við þennan skort á upplýsingum í minnihlutaáliti sínu um fjármálaáætlunina sem fulltrúi Pírata í fjárlaganefnd. 

„Eins og hver sér sem skoðar fjármálaáætlunina eru gjöldin vissulega flokkuð eftir málefnasviðum og árum til þess að sýna þróun gjalda. Það sem vantar hins vegar algjörlega í fjármálaáætlunina er hagræna flokkunin. Í lögum um opinber fjármál er hagræn flokkun gjalda skilgreind á eftirfarandi hátt: „Greining gjalda í rekstur, tilfærslur og fjárfestingu samkvæmt alþjóðlegum hagskýrslustaðli um opinber fjármál.“ Ekkert er að finna um þessa greiningu gjalda eða fjárfestingu í fjármálaáætlun,“ skrifar Björn sem telur mikillar greiningarvinnu þörf vegna skorts á gagnsæi í fjármálaáætlun „Eins og fram kom í umsögn fjármálaráðs um fjármálaáætlunina er lítið aðgengi að þeim upplýsingum sem þarf til að greina hvað liggur að baki þeim tölum sem settar eru fram í áætluninni, ef þær eru tiltækar á annað borð.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár