„Íslensk fyrirtæki nota gjarnan tækifærið, þegar íslenskir ráðamenn eru í heimsókn erlendis, til að styðja við starfsemi sína á erlendri grundu,“ segir Stefán Skjaldarson, sendiherra Íslands í Kína, aðspurður um heimsókn Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra til Kína í síðasta mánuði.
Starfsmenn jarðvarmafyrirtækisins Orku Energy og Marels voru í viðskiptasendinefnd Íslands vegna heimsóknar Illuga til Kína. Heimsóknin til Kína hefur vakið athygli síðustu vikurnar í ljósi þess að Illugi starfaði fyrir Orku Energy sem ráðgjafi á meðan hann var í leyfi frá þingstörfum árið 2011.
Athugasemdir