Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Kim Jong-un þyngist hratt: Ótti, ofát og ofdrykkja

Yf­ir­menn Suð­ur-Kór­esku leyni­þjón­ust­unn­ar full­yrtu í síð­ustu viku að leið­togi Norð­ur-Kór­eu, Kim Jong-un, hefði þyngst um 45 kíló und­an­far­in 4 ár. Hann ótt­ist um líf sitt, sofi lít­ið og leiti óhóf­lega í mat og áfengi af þeim sök­um.

Kim Jong-un þyngist hratt: Ótti, ofát og ofdrykkja
Leiðtoginn. Kim er mikill áhugamaður um körfubolta og eru þeir Dennis Rodman nánir vinir.

Fréttir af Norður-Kóreu tengjast yfirleitt áformum þeirra um kjarnorkuvopn, mannréttindabrotum eða ástæðulausum aftökum. Yfirmenn í suður-kóresku leyniþjónustunni færðu hins vegar nýverið fréttir af öðrum toga – um líkamlegt ástand leiðtoga landsins, Kim Jong-un.

Eftir því sem leyniþjónusta Suður-Kóreu kemst næst hefur hinn háheilagi leiðtogi landsins einangraða í norðri bætt töluvert við þyngd sína undanfarin fjögur ár. Sögðu yfirmenn stofnunarinnar leyniþjónustunefnd þingsins frá því síðasta föstudag að Kim hefði bætt við sig nærri 45 kílóum síðustu fjögur árin, og telja nú að hann sé nærri 150 kílóum á þyngd.

Ástæða þess að njósnarar og aðrir fylgjast svo mikið með holdafari leiðtogans er vegna þess að versni heilsa hann verulega getur það haft mikil áhrif á stjórnarfar landsins, stöðugleika á svæðinu og þá jafnvægið milli þjóðanna tveggja.

Kálað fyrir kríu

Yfirmaður nefndarinnar segir Kim þjást af svefnleysi, sem og ógreindum sjúkdóm sem tengist gríðarlegri þyngdaraukningu hans. Hann bætti því við að norður-kóreski leiðtoginn sé undir gríðarlegu álagi, hann óttist mikið um öryggi sitt og hafi þetta leitt til þess að hann sé orðin hömlulaus ofæta, auk þess sem hann drekki í óhófi.

Fyrr í síðustu viku sýndi norður-kóreska ríkissjónvarpið óvænt stutt brot af Kim Jong sofandi á fundi Kommúnistaflokks landsins. Svefn á samkomum á vegum ríkisstjórnar Norður-Kóreu getur reynst stórhættulegur gjörningur, nema viðkomandi beri titil eins og Elskulegur og Virtur Félagi og Algjör Yfirráður Hers Kóresku Alþýðunnar. Heimildir leyniþjónustu Suður-Kóreu halda því fram að yfirmaður innan norður-kóreska hersins sem dottaði á hersýningu nálægt Pyongyang í fyrra hafi í kjölfarið verið dæmdur til dauða, af Kim Jong-un.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþjóðamál

Þunna línan á milli þjóðernisstolts og oflátungsháttar
GreiningUppgjörið við uppgjörið

Þunna lín­an á milli þjóð­ern­is­stolts og of­látungs­hátt­ar

InD­efence-hóp­ur­inn svo­kall­aði beitti þjóð­ern­is­legri orð­ræðu í áróð­urs­stríði við Breta, að mati Markús­ar Þór­halls­son­ar sagn­fræð­ings. Sótt var í 20. ald­ar sögu­skoð­un um gull­öld og nið­ur­læg­ing­ar­tíma­bil Ís­lend­inga­sög­unn­ar. 83 þús­und manns skrif­uðu und­ir „Iceland­ers are not terr­orists“-und­ir­skriftal­ist­ann og hóp­ur­inn or­sak­aði fyrstu þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu lýð­veld­is­tím­ans.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár