Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Kim Jong-un þyngist hratt: Ótti, ofát og ofdrykkja

Yf­ir­menn Suð­ur-Kór­esku leyni­þjón­ust­unn­ar full­yrtu í síð­ustu viku að leið­togi Norð­ur-Kór­eu, Kim Jong-un, hefði þyngst um 45 kíló und­an­far­in 4 ár. Hann ótt­ist um líf sitt, sofi lít­ið og leiti óhóf­lega í mat og áfengi af þeim sök­um.

Kim Jong-un þyngist hratt: Ótti, ofát og ofdrykkja
Leiðtoginn. Kim er mikill áhugamaður um körfubolta og eru þeir Dennis Rodman nánir vinir.

Fréttir af Norður-Kóreu tengjast yfirleitt áformum þeirra um kjarnorkuvopn, mannréttindabrotum eða ástæðulausum aftökum. Yfirmenn í suður-kóresku leyniþjónustunni færðu hins vegar nýverið fréttir af öðrum toga – um líkamlegt ástand leiðtoga landsins, Kim Jong-un.

Eftir því sem leyniþjónusta Suður-Kóreu kemst næst hefur hinn háheilagi leiðtogi landsins einangraða í norðri bætt töluvert við þyngd sína undanfarin fjögur ár. Sögðu yfirmenn stofnunarinnar leyniþjónustunefnd þingsins frá því síðasta föstudag að Kim hefði bætt við sig nærri 45 kílóum síðustu fjögur árin, og telja nú að hann sé nærri 150 kílóum á þyngd.

Ástæða þess að njósnarar og aðrir fylgjast svo mikið með holdafari leiðtogans er vegna þess að versni heilsa hann verulega getur það haft mikil áhrif á stjórnarfar landsins, stöðugleika á svæðinu og þá jafnvægið milli þjóðanna tveggja.

Kálað fyrir kríu

Yfirmaður nefndarinnar segir Kim þjást af svefnleysi, sem og ógreindum sjúkdóm sem tengist gríðarlegri þyngdaraukningu hans. Hann bætti því við að norður-kóreski leiðtoginn sé undir gríðarlegu álagi, hann óttist mikið um öryggi sitt og hafi þetta leitt til þess að hann sé orðin hömlulaus ofæta, auk þess sem hann drekki í óhófi.

Fyrr í síðustu viku sýndi norður-kóreska ríkissjónvarpið óvænt stutt brot af Kim Jong sofandi á fundi Kommúnistaflokks landsins. Svefn á samkomum á vegum ríkisstjórnar Norður-Kóreu getur reynst stórhættulegur gjörningur, nema viðkomandi beri titil eins og Elskulegur og Virtur Félagi og Algjör Yfirráður Hers Kóresku Alþýðunnar. Heimildir leyniþjónustu Suður-Kóreu halda því fram að yfirmaður innan norður-kóreska hersins sem dottaði á hersýningu nálægt Pyongyang í fyrra hafi í kjölfarið verið dæmdur til dauða, af Kim Jong-un.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþjóðamál

Þunna línan á milli þjóðernisstolts og oflátungsháttar
GreiningUppgjörið við uppgjörið

Þunna lín­an á milli þjóð­ern­is­stolts og of­látungs­hátt­ar

InD­efence-hóp­ur­inn svo­kall­aði beitti þjóð­ern­is­legri orð­ræðu í áróð­urs­stríði við Breta, að mati Markús­ar Þór­halls­son­ar sagn­fræð­ings. Sótt var í 20. ald­ar sögu­skoð­un um gull­öld og nið­ur­læg­ing­ar­tíma­bil Ís­lend­inga­sög­unn­ar. 83 þús­und manns skrif­uðu und­ir „Iceland­ers are not terr­orists“-und­ir­skriftal­ist­ann og hóp­ur­inn or­sak­aði fyrstu þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu lýð­veld­is­tím­ans.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár