Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Katrín leiðir myndun ríkisstjórnar eftir fund með Guðna

Nú verð­ur reynt að mynda rík­is­stjórn Vinstri grænna, Pírata, Bjartr­ar fram­tíð­ar, Sam­fylk­ing­ar og fimmta flokks. „Við átt­um ekki von á þessu,“ sagði Katrín.

Katrín leiðir myndun ríkisstjórnar eftir fund með Guðna

Guðni Th. Jóhannesson forseti hefur veitt Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, stjórnarmyndunarumboð. Fundi þeirra lauk nú fyrir skemmstu á Bessastöðum.

Katrín mun reyna að mynda fimm flokka ríkisstjórn með Pírötum, Bjartri framtíð, Samfylkingunni og annað hvort Viðreisn eða Framsóknarflokki. Hún útilokar ekki að reyna síðar stjórn með Sjálfstæðisflokki, en Vinstri grænir ályktuðu fyrr á árinu að ganga ekki í samstarf með flokknum.

Hvað segir Viðreisn?

Það flækir stöðuna að Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hefur ekki viljað mynda fimm flokka stjórnina sem Katrín reynir nú að mynda. „Ég er ekki alveg viss um að þjóðin sé að kalla eftir fimm flokka stjórn. Þá værum við að ganga inn í Píratabandalagið. Það hugnast mér nú ekki alveg,“ sagði Benedikt daginn eftir kosningar. Ekki hefur náðst í Benedikt í gær eða í dag til að spyrja hann út í afstöðu sína nú.

Ef Viðreisn vill ekki fimm flokka stjórn gæti Katrín þurft að leita til Framsóknarflokksins, sem hefur sama þingmannafjölda og Viðreisn. Gangi það ekki eftir, eða teljist það óæskilegt, er næsti valkostur að endurskoða afstöðu Vinstri grænna til samstarfs með Sjálfstæðisflokknum.

„Hún fékk umboð mitt til þess að leiða stjórnarmyndunarviðræður,“ sagði Guðni á blaðamannafundinum. „Við ræddum um það að þótt ekki mætti rasa um ráð fram þá þyrfti að hafa hraðar hendur. Hún sýndi því sjónarmiði mínu fullan skilning.“

Katrín mun funda með Guðna á ný í síðasta lagi á mánudag eða þriðjudag. „Auðvitað fylgist ég líka með í fjölmiðlum og eftir öðrum leiðum,“ sagði Guðni. 

Katrín bjóst ekki við þessu

„Ég fer núna og hitti minn þingflokk,“ sagði Katrín. „Við áttum svo sem ekki endilega von á þessu. Væntanlega mun ég síðan óska eftir því að fá að ræða við fulltrúa allra flokka. Ég hef talað fyrir því að við skoðum myndun fjölflokkastjórnar frá miðju til vinstri,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Hún endurtók að hún hefði ekki búist við verkefninu. „Þetta er bara risastórt verkefni sem ég átti ekki endilega von á að félli í minn hlut í gær. Er maður ekki bara auðmjúkur gagnvart slíkum verkefnum?“

Aðspurður um mögulega utanþingsstjórn segir Guðni það „alls ekki tímabært“. Slík stjórn hafi aðeins einu sinni verið á Íslandi. „Við skulum láta hugmynd um utanþingsstjórn lifa áfram í heimi sagnfræðinganna.“

Hann segir flokksformennina munu mynda með sér ríkisstjórn. „Það er skylda þeirra að mynda ríkisstjórn.“

„Við erum ekki öll sammála“

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu í gær, eftir að viðræður hans við málefnahópa Viðreisnar og Bjartrar framtíðar slitnuðu í kjölfar kröfu flokkanna tveggja um uppboð á aflaheimildum. 

Aðspurð hvort komi til greina að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokki sagði Katrín: „Það er svo sem hægt að fara í útreikninga á því, þetta eru sjö flokkar og einhvern veginn þurfum við að ná þessu markmiði. Ég mun að sjálfsögðu fá að heyra í öllum.“

Katrín segist leggja áherslu á að tryggja aukinn jöfnuð, uppbyggingu heilbrigðiskerfisins og umhverfismál, til dæmis loftslagsmálin.

Spurð hvort sjávarútvegsmálin og Evrópumálin muni verða erfið í stjórnarmyndunarviðræðum segir hún: „Ég held að við verðum að takast á við það þegar þar að kemur ... það liggur fyrir að við erum ekki öll sammála.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
1
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.
„Á ekki möguleika á að fá réttláta málsmeðferð“
3
Fréttir

„Á ekki mögu­leika á að fá rétt­láta máls­með­ferð“

Nauðg­un­ar­kær­an var felld nið­ur, en um­boðs­mað­ur Al­þing­is tek­ur und­ir að­finnsl­ur við rann­sókn lög­reglu, varð­andi at­riði sem hefðu getað skipt máli við sönn­un­ar­mat. Eft­ir at­hug­un á máli Guðnýj­ar S. Bjarna­dótt­ur sendi um­boðs­mað­ur Al­þing­is einnig rík­is­sak­sókn­ara ábend­ingu varð­andi varð­veislu gagna í saka­mál­um og árétt­aði mik­il­vægi þess að ákær­andi hafi öll gögn und­ir hönd­um þeg­ar hann tek­ur af­stöðu.
Komst loks í átröskunarmeðferð þegar veikindin voru orðin alvarleg
5
Viðtal

Komst loks í átrösk­un­ar­með­ferð þeg­ar veik­ind­in voru orð­in al­var­leg

El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir ákvað 17 ára að fara í „sak­laust átak“ til að létt­ast en missti al­gjör­lega tök­in og veikt­ist al­var­lega af átrösk­un. Hún lýs­ir bar­áttu sinni, ekki ein­ung­is við lífs­hættu­leg­an sjúk­dóm held­ur líka brot­ið heil­brigðis­kerfi þar sem fólk fær ekki hjálp fyrr en sjúk­dóm­ur­inn er orð­inn al­var­leg­ur, en dán­ar­tíðni vegna hans er sú hæsta á með­al geð­sjúk­dóma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
1
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
2
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
1
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
4
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár