Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hér geturðu horft á kappræður forsetaframbjóðenda í heild

Kapp­ræð­ur Stund­ar­inn­ar og Reykja­vik Media með for­setafram­bjóð­end­um fóru fram í Gafl­ara­leik­hús­inu í Hafnar­firði.

Hér geturðu horft á kappræður forsetaframbjóðenda í heild

Kappræður Stundarinnar og Reykjavik Media með forsetaframbjóðendum standa nú yfir í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. 

Sýnt er frá umræðunum í beinni útsendingu á Facebook en tekið er við spurningum áhorfenda í gegnum Facebook og Twitter. Þeir sem fylgjast með eru hvattir til að taka þátt í gegnum myllumerkið #kosningastundin.

Greint verður frá helstu tíðindum kvöldsins í beinu fréttastreymi hér að neðan. 

Kl. 21:28 – Kappræðunum er lokið. Stundin og Reykjavik Media þakka þeim sem hlýddu og sendu inn spurningar.

Kl. 21:27 – Lokaspurning: Ef þú værir ekki í framboði, hvern myndurðu kjósa? Sturla og Ástþór vilja ekki annan forseta en sjálfan sig en hinir eru jákvæðari í garð mótframbjóðenda sinna. Elísabet myndi kjósa Andra Snæ.

Kl. 21:20 – Nú er rætt um hitt og þetta. Hildur Þórðardóttir segir fjölmiðla slíta orð sín ítrekað úr samhengi, alhæfa og snúa út úr. Ástþór segist hafa bílainnflutning og ljósmyndun að atvinnu. Elísabet segir að kominn sé tími til að forsetinn geri ekki neitt. 

Kl. 21:10 – Í hraðaspurningum kom í ljós að allir forsetaframbjóðendur telja óréttlætanlegt að nota skattaskjól. Halla vill vera málsvari íslenskra fyrirtækja á erlendum vettvangi svo lengi sem það er gert á grundvelli góðra siðareglna. Hinir frambjóðendurnir eru á öðru máli, fyrir utan Sturlu Jónsson sem er sammála Höllu.

Kl. 21:04 – Forsetaframbjóðendurnir eru sammála um að hlúa verði betur að flóttamönnum sem leita hér hælis. Guðni vill almennt liðka fyrir komu útlendinga utan Evrópska efnahagssvæðisins til landsins. Ástþór varar hins vegar við því að Ísland taki á móti mörgum flóttamönnum og Guðrún vill leitast við að hjálpa þeim sem þegar eru komnir til Íslands. Elísabet segir framgöngu Íslendinga gagnvart flóttamönnum til háborinnar skammar.

Kl. 20:54 – Fimm hraðaspurningum er lokið og frambjóðendur hafa gert grein fyrir svörum sínum. Guðni Th. var aftur spurður hve mikið hann teldi kosningabaráttu sína hafa kostað. Hann sagði kostnaðinn hlaupa á milljónum en kosningabaráttuna varla hafa kostað meira en 20 milljónir.

Kl. 20:45 – Sturla Jónsson segist ekki aðeins ætla að leggja fram frumvarp um bann við verðtryggingunni heldur hafi hann líka áhuga á að breyta umferðarlögum.

Kl. 20:40 – Guðni Th. Jóhannesson segist vilja að forseti Íslands standi utan átakalína til hægri og vinstri og standi utan fylkinga og flokka. Aðspurður hvernig hægt sé að vera bæði félagshyggjumaður og frjálshyggjumaður segir Guðni að taka þurfi það besta úr öllu. Bæði eigi að reka gott velferðarkerfi sem haldi utan um alla og gefa fólki frelsi til að spreyta sig í lífinu. Þetta sé í samræmi við stefnu Sjálfstæðisflokksins og vinstriflokka og Pírata.

Kl. 20:26 – Fyrsta spurningin er frá Vigdísi Grímsdóttur rithöfundi. Spurt er hve miklu fé frambjóðendur hafi varið til kosningabaráttu sinnar. Elísabet Jökulsdóttir segir að líklega hafi hún fengið um 200 þúsund krónur frá vinum sínum á Facebook. Andri Snær Magnason segist vera með tvo starfsmenn í vinnu. Edda Heiðrún Backman hafi haldið uppboð til styrktar framboðinu auk þess sem tónlistarmenn hafi gefið vinnu sína. Guðrún Margrét segist telja að kostnaðurinn við framboð sitt sé innan við milljón. Hluti kostnaðarins sé vegna Dale Carnegie-námskeiðs sem hún sótti. Ástþór Magnússon segist ekki hafa þegið nein fjárframlög og ekki tekið saman hve mikið kosningabarátta sín hafi kostað. Guðni segir framboð sitt fjármagnað með frjálsum framlögum einstaklinga og fyrirtækja í samræmi við lög og reglur þar um. Reynt sé að halda kostnaði í lágmarki. Hildur Þórðardóttir fjármagnar sína kosningabaráttu með bókasjóði sem hún heldur utan um. Sturla Jónsson segir kosningabaráttu sína hafa kostað um 250 þúsund krónur, þar af hafi jakkafötin kostað 100 þúsund krónur. Halla segir kosningabaráttu sína hafa kostað einhverjar milljónir og hún hafi gengið á sparifé sitt frá því fyrir hrun. 

Kl. 20:18 – Umræðurnar eru hafnar og allir forsetaframbjóðendur hafa kynnt sig og sínar áherslur. Nú taka spurningar við.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár