Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Mál Jóns Gnarr komið á borð Barnaverndar

Ólaf­ur Sig­urðs­son, fyrr­um kenn­ari við hér­að­skól­ann að Núpi, hef­ur far­ið fram á að Barna­vernd­ar­stofa rann­saki form­lega ásak­an­ir Jóns Gn­arr um kyn­ferð­is­brot ónafn­greinds kenn­ara við skól­ann. Jón seg­ir að bók­in sé skál­dævi­saga og hann geti ekki svar­að fyr­ir hvort ásak­an­ir um kyn­ferð­is­brot séu skáld­að­ar.

Mál Jóns Gnarr komið á borð Barnaverndar

Ólafur Sigurðsson, fyrrum kennari við héraðsskólann að Núpi, hefur farið fram á að Barnaverndarstofa rannsaki formlega ásakanir Jóns Gnarr um kynferðisbrot ónafngreinds kennara við skólann. „Ég bað hann Braga [Guðbrandsson forstjóra Barnaverndarstofu] um að kanna þetta með tilvísun í orð Jóns Gnarr um kennaramisnotkun og Bragi ætlar að gera það,“ segir Ólafur í samtali við Stundina.

Lýsingar Jóns Gnarr, fyrrum borgarstjóri og núverandi framkvæmdastjóri dagskrársviðs 365, á meintri hópnauðgun og barnaníði eins kennara hafa vakið mikla athygli. Í forsíðuviðtali við Fréttablaðið heldur Jón því fram að ein stúlka, „Lena“, hefði verið fórnarlamb hópnauðgunnar og einn nemandi, „Sprelli“, hafi orðið fyrir misnotkun kennara.

Bragi Guðbrandsson segir í samtali við Stundina að hann hafi fengið málið inn á sitt borð en óvíst er hvort málið verið formlega rannsakað þar sem það væri hvort sem er fyrnt. Í samtali við Stundina segir Jón að bókin sé skáldævisaga og hún verði að tala sínu máli. Hann segist ekki geta svarað því hvort frásögn um misnotkun sé skálduð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Núpur

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár