Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Birgitta segir að Jón Gnarr eigi að leiðrétta ásakanir um hópnauðgun í bók sinni

Þing­mað­ur Pírata seg­ir að Jón Gn­arr þurfi að leið­rétta ásök­un um hópnauðg­un. Jón seg­ist ekki geta svar­að því hvort ásak­an­ir um hópnauðg­un og barn­aníð séu skáld­skap­ur.

Birgitta segir að Jón Gnarr eigi að leiðrétta ásakanir um hópnauðgun í bók sinni
Þingmaður Birgitta Jónsdóttir var kærasta Jóns Gnarr um tíma.

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata og fyrrverandi nemandi í Héraðsskólanum að Núpi, segir Jón Gnarr, fyrrum borgarstjóra, fara yfir ákveðna línu þegar hann vænir skólafélaga sína um hópnauðgun sem hún segir að hafi ekki átt sér stað.

„Jón fer yfir ákveðna línu sem mér finnst að hann ætti að leiðrétta þar sem hann vænir skólafélaga sína um hópnauðgun sem aldrei átti sér stað,“ skrifar Birgitta á Facebook og deilir hún gagnrýni Stundarinnar á bók Jóns, Útlagann.

Birgitta var um tíma á umræddu tímabili, 1981 til 1983, kærasta Jóns. Nútíminn vakti fyrst athygli á ummælum Birgittu.

Í forsíðuviðtali við Fréttablaðið heldur Jón því fram að ein stúlka, „Lena“, hefði verið fórnarlamb hópnauðgunnar og einn nemandi, „Sprelli“, hafi orðið fyrir misnotkun kennara. Lýsingar Jóns, sem er núverandi framkvæmdastjóri dagskrársviðs 365, á meintri hópnauðgun og barnaníði eins kennara hafa vakið mikla athygli. Kennarar á Núpi eru ósáttir við að  ónafngreindur kennari hafi verð sakaður um kynferðislega misnotkun í viðtalinu við Jón.

Nemandi á Núpi
Nemandi á Núpi Jón Gnarr var á Núpi árin 1981-83 og lýsir kynferðislegu ofbeldi og einelti í skólanum. Hér er síða úr nemendabókinni um Jón.

Grandskoðuðu minningar

Birgitta er spurð í athugasemd hvort það kunni að vera að Jón sé einungis að lýsa sinni upplifun á skólanum. „Nei, ekki í þessu tilfelli. Ég var á Núpi á sama tíma og við hittumst töluvert mörg okkar sem vorum skólafélagar Jóns á þessum tíma nýverið og enginn, ekki nokkur maður kannaðist við það sem er meginþráður bókarinnar. Þó fórum við öll í nákvæmlega sama ferlið, merkilegt nokk, grandskoðuðum minningar okkar til að kanna hvort að einhver fótur væri fyrir því að á Núpi hafi verið eintómir níðingar. Flest okkar fórum þarna sjálfviljuð vegna þess að við heyrðum svo góðar sögur af staðnum frá vinum, ættingjum eða úti í samfélaginu,“ svarar Birgitta.

Getur ekki svarað um sannleiksgildi

Á dögunum ræddi Stundin við Jón og spurði hann um hvort alvarlegustu ásakanir hans séu skáldskapur. Hann sagðist ekki geta svarað því. „Ég er náttúrlega bara rithöfundur og bókin er gefin út með þeim formerkjum þannig að það þarf ekki stjörnuvísindamann til þess að meta það. Þannig að ég hef ekkert um það að segja, bókin verður að tala fyrir sig sjálf,“ sagði Jón.

Spurður um hvort alvarlegustu ásakanirnar séu þá skáldskapur svarar Jón: „Ég get ekki svarað fyrir það. Eins og ég segi ég hef engu við þetta að bæta.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Núpur

Mest lesið

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn
2
Fréttir

Seg­ist not­uð sem lepp­ur í Vor­stjörn­unni, sem lúti sjó­ræn­ingja­stjórn

Sigrún E. Unn­steins­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur í Vor­stjörn­unni, seg­ir fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins fara með raun­veru­lega stjórn fé­lags­ins. Sjálf viti hún ekk­ert hvað fari fram inn­an þess. „Þetta er sjó­ræn­ingja­stjórn,“ seg­ir hún. Vara­formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins seg­ir ekk­ert ann­ar­legt í gangi.
Konur til valda: „Allar hömlur eru að bresta“
4
ÚttektKonur til valda

Kon­ur til valda: „All­ar höml­ur eru að bresta“

For­seti, for­sæt­is­ráð­herra, ut­an­rík­is­ráð­herra, dóms­mála­ráð­herra, fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, at­vinnu­vega­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra, for­seti Al­þing­is, um­boðs­mað­ur Al­þing­is, borg­ar­stjóri, bisk­up, rektor, rík­is­lög­mað­ur, rík­is­sak­sókn­ari, rík­is­lög­reglu­stjóri, lög­reglu­stjór­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, land­lækn­ir og um­boðs­mað­ur barna: Kvenna­ár­ið 2025 urðu þau sögu­legu tíð­indi að all­ar þess­ar stöð­ur eru skip­að­ar kon­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár