Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Birgitta segir að Jón Gnarr eigi að leiðrétta ásakanir um hópnauðgun í bók sinni

Þing­mað­ur Pírata seg­ir að Jón Gn­arr þurfi að leið­rétta ásök­un um hópnauðg­un. Jón seg­ist ekki geta svar­að því hvort ásak­an­ir um hópnauðg­un og barn­aníð séu skáld­skap­ur.

Birgitta segir að Jón Gnarr eigi að leiðrétta ásakanir um hópnauðgun í bók sinni
Þingmaður Birgitta Jónsdóttir var kærasta Jóns Gnarr um tíma.

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata og fyrrverandi nemandi í Héraðsskólanum að Núpi, segir Jón Gnarr, fyrrum borgarstjóra, fara yfir ákveðna línu þegar hann vænir skólafélaga sína um hópnauðgun sem hún segir að hafi ekki átt sér stað.

„Jón fer yfir ákveðna línu sem mér finnst að hann ætti að leiðrétta þar sem hann vænir skólafélaga sína um hópnauðgun sem aldrei átti sér stað,“ skrifar Birgitta á Facebook og deilir hún gagnrýni Stundarinnar á bók Jóns, Útlagann.

Birgitta var um tíma á umræddu tímabili, 1981 til 1983, kærasta Jóns. Nútíminn vakti fyrst athygli á ummælum Birgittu.

Í forsíðuviðtali við Fréttablaðið heldur Jón því fram að ein stúlka, „Lena“, hefði verið fórnarlamb hópnauðgunnar og einn nemandi, „Sprelli“, hafi orðið fyrir misnotkun kennara. Lýsingar Jóns, sem er núverandi framkvæmdastjóri dagskrársviðs 365, á meintri hópnauðgun og barnaníði eins kennara hafa vakið mikla athygli. Kennarar á Núpi eru ósáttir við að  ónafngreindur kennari hafi verð sakaður um kynferðislega misnotkun í viðtalinu við Jón.

Nemandi á Núpi
Nemandi á Núpi Jón Gnarr var á Núpi árin 1981-83 og lýsir kynferðislegu ofbeldi og einelti í skólanum. Hér er síða úr nemendabókinni um Jón.

Grandskoðuðu minningar

Birgitta er spurð í athugasemd hvort það kunni að vera að Jón sé einungis að lýsa sinni upplifun á skólanum. „Nei, ekki í þessu tilfelli. Ég var á Núpi á sama tíma og við hittumst töluvert mörg okkar sem vorum skólafélagar Jóns á þessum tíma nýverið og enginn, ekki nokkur maður kannaðist við það sem er meginþráður bókarinnar. Þó fórum við öll í nákvæmlega sama ferlið, merkilegt nokk, grandskoðuðum minningar okkar til að kanna hvort að einhver fótur væri fyrir því að á Núpi hafi verið eintómir níðingar. Flest okkar fórum þarna sjálfviljuð vegna þess að við heyrðum svo góðar sögur af staðnum frá vinum, ættingjum eða úti í samfélaginu,“ svarar Birgitta.

Getur ekki svarað um sannleiksgildi

Á dögunum ræddi Stundin við Jón og spurði hann um hvort alvarlegustu ásakanir hans séu skáldskapur. Hann sagðist ekki geta svarað því. „Ég er náttúrlega bara rithöfundur og bókin er gefin út með þeim formerkjum þannig að það þarf ekki stjörnuvísindamann til þess að meta það. Þannig að ég hef ekkert um það að segja, bókin verður að tala fyrir sig sjálf,“ sagði Jón.

Spurður um hvort alvarlegustu ásakanirnar séu þá skáldskapur svarar Jón: „Ég get ekki svarað fyrir það. Eins og ég segi ég hef engu við þetta að bæta.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Núpur

Mest lesið

Menntaðar ungar konur í Reykjavík líklegastar til að vilja banna hvalveiðar
5
Fréttir

Mennt­að­ar ung­ar kon­ur í Reykja­vík lík­leg­ast­ar til að vilja banna hval­veið­ar

Reyk­vík­ing­ar, há­skóla­borg­ar­ar, kon­ur, ungt fólk og stuðn­ings­menn flokka sem eru ekki á þingi og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar eru þeir hóp­ar í sam­fé­lag­inu sem helst vilja banna hval­veið­ar með lög­um. Ný könn­un um veið­arn­ar sýn­ir að meiri­hluti lands­manna var óánægð­ur með að Bjarni Bene­dikts­son veitti Hval hf. leyfi til lang­reyða­veiða á síð­ustu dög­um valda­tíð­ar sinn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár