Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Jón Gnarr: „Spennandi tilbreyting að borða kattamat“

Jón Gn­arr lýs­ir því í ævi­sögu sinni þeg­ar hann og kær­asta hans borð­uðu ýms­ar teg­und­ir af dýra­fóðri þeg­ar manna­mat­inn þraut.

Jón Gnarr: „Spennandi tilbreyting að borða kattamat“
Dýrafóðrið Jóin Gnarr hefur margt reynt á lífsleiðinni. Hann borðaði meðal annars ýmsar tegundir af hunda- og kattamat. Mynd: Vera Pálsdóttir

„Og þegar allur mannamatur var búinn, snerum við okkur að hunda- og kattamatnum. Ég opnaði nokkrar dósir og setti á pönnu. Með góðu kryddi varð þetta hinn ágætasti matur. Það var líka spennandi tilbreyting að borða kattamat,” segir Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, í ævisögu sinni, Útlaganum, um það þegar hann og þáverandi kærasta hans, sem hann kallar Kikku, um það þegar þau lifðu um tíma á hundamat og kattamat. Þetta gerðist helst eftir hassneyslu sem Jón útskýrir í bók sinni að auki á svengd.

Bók Jóns gerist að mestu leyti á Núpi í Dýrafirði þar sem hann lýsir atvikum svo sem nauðgun og einelti. Í viðtali um bókina gaf hann til kynna að kennari hefði misnotað nemanda.

Þegar þarna kom sögu bjó hann með kærustu sinni í Norðurmýrinni. Hann nefnir kærustuna Kikku, sem er dulnefni. Hann hafði kynnst henni á Núpi og þau áttu í platónsku sambandi. Móðir kærustunnar átti íbúð þar sem parið fékk að búa.  

„Hún var tónlistarmaður en rak líka litla heildsölu sem flutti meðal annars inn dýrafóður,“ skrifar Jón Gnarr.

Hann lýsir því að þau hafi búið til hina ýmsu rétti úr dýrafóðrinu. Þetta spurðist út og gestagangur var nokkur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Núpur

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár