„Og þegar allur mannamatur var búinn, snerum við okkur að hunda- og kattamatnum. Ég opnaði nokkrar dósir og setti á pönnu. Með góðu kryddi varð þetta hinn ágætasti matur. Það var líka spennandi tilbreyting að borða kattamat,” segir Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, í ævisögu sinni, Útlaganum, um það þegar hann og þáverandi kærasta hans, sem hann kallar Kikku, um það þegar þau lifðu um tíma á hundamat og kattamat. Þetta gerðist helst eftir hassneyslu sem Jón útskýrir í bók sinni að auki á svengd.
Bók Jóns gerist að mestu leyti á Núpi í Dýrafirði þar sem hann lýsir atvikum svo sem nauðgun og einelti. Í viðtali um bókina gaf hann til kynna að kennari hefði misnotað nemanda.
Þegar þarna kom sögu bjó hann með kærustu sinni í Norðurmýrinni. Hann nefnir kærustuna Kikku, sem er dulnefni. Hann hafði kynnst henni á Núpi og þau áttu í platónsku sambandi. Móðir kærustunnar átti íbúð þar sem parið fékk að búa.
„Hún var tónlistarmaður en rak líka litla heildsölu sem flutti meðal annars inn dýrafóður,“ skrifar Jón Gnarr.
Hann lýsir því að þau hafi búið til hina ýmsu rétti úr dýrafóðrinu. Þetta spurðist út og gestagangur var nokkur.
Athugasemdir