Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Íslenskum ríkisborgara vísað úr vél WOW air vegna tilskipunar Trumps

Íþrótta­mað­ur með ís­lenskt rík­is­fang á leið á mót í Banda­ríkj­un­um var beð­inn að yf­ir­gefa vél WOW air vegna þess að hann fædd­ist í Ír­an. „Ég átt­aði mig ekki á því að þetta myndi ger­ast fyr­ir mig,“ seg­ir hann.

Íslenskum ríkisborgara vísað úr vél WOW air vegna tilskipunar Trumps

Fyrr í dag var íslenskum ríkisborgara snúið við á flugvellinum í Keflavík á leið til Bandaríkjanna þar sem hann ætlaði að keppa fyrir hönd íslenska landsliðsins í taekwando. Ástæðan er að maðurinn, Meisam Rafiei, fæddist í Íran. Hann hafði tekið sér sæti í flugvél WOW air þegar starfsmaður bað hann að yfirgefa sæti sitt.

Brottvísun Meisams úr flugvél WOW air byggir á forsetatilskipun Donalds Trump sem bannar ferðir fólks frá sjö löndum til Bandaríkjanna vegna meintrar hryðjuverkaógnar sem Trump telur stafa af borgurum þessara landa, þótt enginn frá löndunum sjö hafi framið hryðjuverkaárás í Bandaríkjunum.

Meisam keypti miða til Bandaríkjanna í janúar, áður en Donald Trump, gaf út tilskipun um að banna ætti fólki frá sjö þjóðum, þar á meðal Íran, að koma til Bandaríkjanna. Meisam kom til Íslands árið 2010 sem landsliðsþjálfari í taekwando. Árið 2012 fékk hann síðan ríkisborgararétt svo hann gæti keppt fyrir hönd landsliðsins, en hann er þrefaldur heimsmeistari í íþróttinni. 

Nú var hann á leið til Bandaríkjanna með félögum sínum þar sem hann ætlaði að keppa í taekwando á US Open í Las Vegas. „Allir vinir mínir fóru en ég gat ekki farið. Við erum lið sem ætlaði að keppa á US Open mótinu, það var fullt af fólki frá Íslandi að fara þangað og ég vildi fara líka. Ég vissi ekki að ég gæti ekki farið þangað. Ég vissi ekki að það væri búið að setja þessar reglur. Þessar reglur voru settar fyrir viku og ég varð stressaður því ég var búinn að kaupa miða og skrá mig. Ég áttaði mig ekki á því að þetta myndi gerast fyrir mig.“

Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir flugfélagið hafa fengið bréf um að manninum yrði ekki hleypt inn í Bandaríkin eftir að farþegalistarnir voru sendir á landamæraeftirlit og heimavarnarráð Bandaríkjanna, Homeland Security. „Þetta er bara alveg ömurlegt mál. Fyrst var gefið leyfi fyrir því að þessi farþegi mætti fljúga, og var kominn um borð. Svo bara rétt fyrir brottför fáum við bréf þess eðlis að þessum farþega myndi ekki verða hleypt inn í landið. Hann mætti ekki fljúga til landsins. Við verðum náttúrulega bara að fara eftir því. Okkur finnst þetta mjög miður,“ segir hún.

Að hennar sögn hafa sjö tilvonandi farþegar haft samband við WOW air frá ríkjunum sjö, sem falla undir bannið í forsetatilskipun Donalds Trump.

Ráðlagt að fara ekki af stað

Trump undirritaði tilskipunina þann 27. janúar, með þeim orðum að fólk frá Íran, Írak, Sýrlandi, Sómalíu, Líbýu, Jemen og Súdan væri ekki velkomið til Bandaríkjanna. 

Fréttaflutningur af ringulreiðinni sem myndaðist á flugvöllum ytra þegar fólki var ekki hleypt inn í landið vegna tilskipunar forsetans gerði Meisam taugaóstyrkan. Hann ákvað að fara engu að síður út á flugvöll og sjá hvað myndi gerast. Áður hafði forseti taekwondo-samtakanna á Íslandi hringt í bandaríska sendiráðið, segir hann. „Hann sagði að ég gæti farið en það væri ekki öruggt. Ég yrði kannski handtekinn eða stoppaður af og mér snúið við á landamærunum. Hann sagði að það væri kannski best að ég færi ekki, en ég vildi fá úr því skorið hvort ég gæti farið til Bandaríkjanna eða ekki. Af því að vinur minn, sem er líka fæddur í Íran en er með breskt vegabréf í dag, komst inn í landið. Þess vegna fór ég á flugvöllinn til að láta á það reyna.“

Til stóð að fljúga með WOW-air til San Fransisco, og fara þaðan áfram til Las Vegas þar sem mótið er haldið. Meisam segir að þegar hann mætti á flugvöllinn hafi starfólkið ekki vitað hvernig það ætti að bregðast við. Ákveðið hafi verið að hleypa honum inn en síðan hafi hann strax verið stoppaður og beðinn um að sýna vegabréfið aftur, því þar kemur fram að hann sé fæddur í Íran. „Þeir sögðust ætla að fullvissa sig um að ég kæmist inn í landið og til þess þyrftu þeir að hringja í heimavarnarráð Bandaríkjanna. Þeir hringdu þangað og fengu þau svör að það væri ekkert mál fyrir mig að komast til Bandaríkjanna því ég væri íslenskur ríkisborgari. Ég gæti komið.“

Reyndi að bera sig vel þegar hann var rekinn út 

Meisam tékkaði sig inn, fór í gegnum öryggisgæsluna, upp landganginn og alla leið inn í flugvélina þar sem hann kom sér fyrir í sínu sæti og beið brottfarar. Tíu mínútum áður en vélin tókst á flug var hins vegar komið aftur að honum og hann beðinn um að sýna vegabréfið enn einu sinni. „Síðan var mér vísað út á þeim forsendum að mér yrði ekki hleypt inn í landið. Þeir hefðu talað við heimavarnarráðið og fengið þau svör að ég myndi ekki komast inn.“ 

„Það voru allir að horfa á mig þegar mér var vísað út.“

Með í för voru tveir íslenskir liðsfélagar hans, en aðrir úr liðinu höfðu farið fyrr út. „Liðsfélagar mínir sögðu að ég ætti ekki að fara því það væri ekki öruggt. Það væri ekki þess virði ef ég myndi lenda í vandræðum. En ég vildi láta á það reyna.

Síðan var ég allt í einu rekinn út, þar sem ég sat í sætinu mínu. Mér leið mjög illa. Þetta var mjög stór flugvél og það voru allir að horfa á mig þegar mér var vísað út. Ég reyndi að virðast sjálfsöruggur, vera kurteis og ganga rólega út, en auðvitað leið mér mjög illa.

Þeir sögðu að þeir hefðu fengið fyrirmæli frá Bandaríkjunum um að mér yrði ekki hleypt inn en ég benti á að þeir hefðu þegar sagt að mér yrði hleypt inn, því ég væri með íslenskt vegabréf. Þeir sögðu að seinna hefðu þeir fengið annað símtal, að þetta væri svona og þeim þætti það miður. Ég gæti fengið töskurnar mínar og farið heim.“

Hann segir að starfsmenn flugfélagsins hafi ítrekað við hann að þeim þætti þetta leitt og boðist til þess að endurgreiða miðana. En það breytir því ekki að flugið fór núna seinni partinn, án hans. „Ég sá flugvélina takast á loft,“ sagði hann í samtali við Stundina.

Á meðan samtalinu stóð mátti heyra að hann var í uppnámi, hann hló mikið og var augljóslega illa brugðið.

Rétt áður en hann var sendur burt hafði hann fengið skilaboð frá þjálfaranum sínum, með upplýsingum um hótelið og herbergisnúmerið. Meisam átti að hafa samband þegar hann væri kominn. „Hann hringdi síðan í mig og sagði að fleiri væru í vanda vegna þessa tilskipunar, en sumum væri samt hleypt inn. Mér skilst að Bandaríkin hleypi breskum ríkisborgurum af írönskum uppruna inn í landið. Af hverju ekki íslenskum?“

 Vonar að stjórnvöld bregðist við

Aðspurður hvernig hann ætli að bregðast við þessu sagðist hann ætla að hafa samband við bandaríska sendiráðið og íslenska utanríkisráðuneytið. Hjá WOW-air hafi hann reyndar fengið þau svör að þegar hafi verið rætt við ráðuneytið og gert grein fyrir stöðu hans. „Ég bað um að fá allar upplýsingar skriflegar, því ég vildi mótmæla því að komast ekki á mótið, en þeir sögðust ekki geta gefið mér neinar sannanir.“

„Ég vil ekki vera annars flokks ríkisborgari.“

Hann segist vonast til þess að íslensk stjórnvöld bregðist við þessu og bendir á að fyrst breskir ríkisborgarar af sama uppruna fái inngöngu í landið hljóti að vera hægt að semja um það.  „Fyrir utan að ég er íslenskur ríkisborgari. Ef íslenskir ríkisborgarar komast inn, af hverju kemst ég ekki inn? Ef aðrir komast inn vil ég komast inn. Ég vil ekki vera annars flokks ríkisborgari. En af því að ég er fæddur í Íran þá er ég stöðvaður á flugvellinum.“

Hann segir að þetta sé mjög undarleg staða. „Ég bý á Íslandi, er íslenskur ríkisborgari og nota íslenskt vegabréf. Ég á íslenska konu og þriggja ára son. Núna geta þau farið til Bandaríkjanna en ekki ég. Það er undarleg tilfinning. Helmingur fjölskyldunnar er velkominn þangað en ekki ég.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
3
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár