Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Íslensk matorka í uppnámi vegna taps

Fé­lag í eigu rík­is og sveit­ar­fé­laga keypti 5 pró­sent hlut í Ís­lenskri matorku á 20 millj­ón­ir. Ári síð­ar var 88 pró­sent hlut­ur í eign­ar­halds­fé­lagi seld­ur fyr­ir 440 þús­und krón­ur.

Íslensk matorka  í uppnámi vegna taps
Fékk háa ríkisstyrki Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og Árni Páll Einarsson, framkvæmdastjóri Matorku, innsigla samning við ríkið. Matorka fékk þjálfunarstyrk upp á um 300 milljónir króna og skattaívilnanir og afslætti af opinberum gjöldum upp á 400 milljónir króna.

Þrátt fyrir að stunda fremur afmarkaða og einfalda framleiðslu á bleikju er fyrirtækjanet fiskeldisfélagsins Matorku stórt og flókið. Frá því að félagið Íslensk matorka ehf. var stofnað árið 2010 hefur það félag og eignarhaldsfélag þess, sem síðar var stofnað, bæði skipt um nafn og verið margfært milli eignarhaldsfélaga. Af ársreikningum félagsins má sjá að síðastliðin ár hefur félagið verið í tugmilljóna tapi þrátt fyrir háa styrki frá sjóðum svo sem Rannís, Nordic Innovation, Nora og AVS.

Árið 2011 var 5 prósenta hlutur í Íslenskri matorku seldur til Eignarhaldsfélags Suðurlands, félags í eigu Byggðastofnunar,­ sveitarfélaga á Suðurlandi og fjárfesta, fyrir 20 milljónir króna. Nafnverð þessa hlutabréfa var 648.875 krónur. Samkvæmt ársreikningum var ári síðar 88 prósent hlutur í eignarhaldsfélagi sama félags, seldur á 440 þúsund krónur. Nafnverð þeirra hlutabréfa var 13.666.667 krónur.
Því má gróflega segja að eitt prósent hlutur í félaginu hafi verið seldur til fjárfestingasjóðs fyrst og fremst í eigu ríkisins á fjórar milljónir meðan eigendur mátu eitt prósent hlut ári síðar á fimm þúsund krónur.

Líkt og hefur komið fram fékk Matorka nýverið óvenju góðan ívilnasamning þrátt fyrir ýmsa vankanta á rekstri félagsins.

Samkvæmt skýrslu stjórnar Íslenskrar matorku 22. apríl síðastliðinn hefur eldi á fiski til markaðsstærðar gengið mjög illa.

Byrjuðu á Hekluborra

Eignarhaldssaga þessa fimm ára félags er flókin. Líkt og fyrr segir var félagið Íslensk Matorka ehf. stofnað árið 2010 í þeim tilgangi að stunda fiskeldi á svokallaðri tilapia eða Hekluborra. Stofnhluthafar voru þrír; Landás ehf., Nova Investment ehf. og Svinna-verkfræði ehf. Það ár keypti félagið þrotabú á Suðurlandi sem innihélt fiskeldis­stöðvar í Galtalæk og Fellsmúla upp í Landsveit. Ári síðar fékk félagið lán frá Byggðastofnun og Eignarhaldsfélag Suðurlands, sem líkt og fyrr segir er að hluta í eigu Byggðastofnunar, kaupir 5 prósent hlut fyrir 20 milljónir. 

„Án þessarar sölu stefnir félagið hraðbyri í gjaldþrot“

Skipti um nafn

Árið 2011 er félagið Matorka stofnað og stofnendur Íslenskrar Matorku selja sína hluti í síðarnefnda félaginu inn í Matorku. Ári síðar er svo IceAq ehf. stofnað og er 88 prósent hlutur í Matorku seldur til IceAq fyrir alls 444 þúsund krónur. Stuttu síðar er svo Matorka Holdings stofnað í Sviss og IceAq selt inn í það félag. Það var svo fremur nýlega sem félögin skiptu um nafn, IceAq varð Matorka og það sem áður hét Matorka heitir nú Rannsóknir og Þróun ehf. Í dag er staðan sú að Matorka, áður Iceaq, á 88,17 prósent í Rannsóknir og þróun, áður Matorku, sem á svo aftur um 82,95 prósent í Íslenskri Matorku.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár