Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Íslenskur fulltrúi á alræmdri netráðstefnu Kínverja

Ragn­ar Bald­urs­son sendi­full­trúi var send­ur á Wuzhen-in­ter­net­ráð­stefn­una sem var harð­lega gagn­rýnd af sam­tök­um á borð við Am­nesty In­ternati­onal og Frétta­menn án landa­mæra. Kín­versk­ur rík­is­mið­ill vitn­aði í Ragn­ar sem sagði Kín­verja geta orð­ið leið­andi í net­iðn­aði. Kín­verj­ar rit­skoða in­ter­net­ið grimmt.

Íslenskur fulltrúi á alræmdri netráðstefnu Kínverja
Sendifulltrúi Ragnar Baldursson mætti á ráðstefnuna fyrir Íslands hönd. Myndin er frá umhverfisráðstefnu í Kína árið 2013.

Ísland sendi fulltrúa á alræmda internetráðstefnu kínverska ríkisins síðastliðinn desember. Ráðstefnan, sem er yfirleitt kennd við borgina Wuzhen þar sem hún er haldin, hefur verið gífurlega gagnrýnd, meðal annars af samtökum svo sem Amnesty International og Fréttamönnum án landamæra. Sömuleiðis hafa erlendir fjölmiðlar gagnrýnt ráðstefnuna harðlega. Í grófum dráttum má segja að ráðstefnan snúist um ritskoðun internetsins þó slíkt orð sé ekki notuð heldur fremur hvernig megi stýra internetinu á rétta braut.

Ragnar Baldursson, sendifulltrúi í sendiráðið Íslands í Pekíng, mætti á ráðstefnuna fyrir Íslands hönd. Kínverski ríkisfjölmiðilinn Xinhua skrifaði mikla lofgrein um ráðstefnuna og í þeirri grein er vitnað í Ragnar. Eftir því sem Stundin kemst næst er Ragnar eini fulltrúi Vesturlands sem kínverskir miðlar vitnuðu í. Stundin naut aðstoðar Jichang Lulu, kínverskumælandi bloggar sem fjallar um áhrif Kínverja í Norður-Evrópu, við þýðingu á tilvitnun fjölmiðilsins. 

„Ég held að stefnuræða forsetans, Xi Jinping, endurspegli fyrst og fremst mikilvægi rekstrarsamhæfislausna í nútíma samfélagi. Fólk er óaðskiljanlegt frá miðlun rafræna upplýsinga, sem er hluti af vaxandi internetmenningu Kína sem stórveldi [...] Ég held að núverandi stefna í þróun internetsins í Kína muni gera kínverskt internet leiðtoga í iðnaðinum,“ er haft eftir Ragnari í fréttinni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár