Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Íslenskur fulltrúi á alræmdri netráðstefnu Kínverja

Ragn­ar Bald­urs­son sendi­full­trúi var send­ur á Wuzhen-in­ter­net­ráð­stefn­una sem var harð­lega gagn­rýnd af sam­tök­um á borð við Am­nesty In­ternati­onal og Frétta­menn án landa­mæra. Kín­versk­ur rík­is­mið­ill vitn­aði í Ragn­ar sem sagði Kín­verja geta orð­ið leið­andi í net­iðn­aði. Kín­verj­ar rit­skoða in­ter­net­ið grimmt.

Íslenskur fulltrúi á alræmdri netráðstefnu Kínverja
Sendifulltrúi Ragnar Baldursson mætti á ráðstefnuna fyrir Íslands hönd. Myndin er frá umhverfisráðstefnu í Kína árið 2013.

Ísland sendi fulltrúa á alræmda internetráðstefnu kínverska ríkisins síðastliðinn desember. Ráðstefnan, sem er yfirleitt kennd við borgina Wuzhen þar sem hún er haldin, hefur verið gífurlega gagnrýnd, meðal annars af samtökum svo sem Amnesty International og Fréttamönnum án landamæra. Sömuleiðis hafa erlendir fjölmiðlar gagnrýnt ráðstefnuna harðlega. Í grófum dráttum má segja að ráðstefnan snúist um ritskoðun internetsins þó slíkt orð sé ekki notuð heldur fremur hvernig megi stýra internetinu á rétta braut.

Ragnar Baldursson, sendifulltrúi í sendiráðið Íslands í Pekíng, mætti á ráðstefnuna fyrir Íslands hönd. Kínverski ríkisfjölmiðilinn Xinhua skrifaði mikla lofgrein um ráðstefnuna og í þeirri grein er vitnað í Ragnar. Eftir því sem Stundin kemst næst er Ragnar eini fulltrúi Vesturlands sem kínverskir miðlar vitnuðu í. Stundin naut aðstoðar Jichang Lulu, kínverskumælandi bloggar sem fjallar um áhrif Kínverja í Norður-Evrópu, við þýðingu á tilvitnun fjölmiðilsins. 

„Ég held að stefnuræða forsetans, Xi Jinping, endurspegli fyrst og fremst mikilvægi rekstrarsamhæfislausna í nútíma samfélagi. Fólk er óaðskiljanlegt frá miðlun rafræna upplýsinga, sem er hluti af vaxandi internetmenningu Kína sem stórveldi [...] Ég held að núverandi stefna í þróun internetsins í Kína muni gera kínverskt internet leiðtoga í iðnaðinum,“ er haft eftir Ragnari í fréttinni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár