Ísland sendi fulltrúa á alræmda internetráðstefnu kínverska ríkisins síðastliðinn desember. Ráðstefnan, sem er yfirleitt kennd við borgina Wuzhen þar sem hún er haldin, hefur verið gífurlega gagnrýnd, meðal annars af samtökum svo sem Amnesty International og Fréttamönnum án landamæra. Sömuleiðis hafa erlendir fjölmiðlar gagnrýnt ráðstefnuna harðlega. Í grófum dráttum má segja að ráðstefnan snúist um ritskoðun internetsins þó slíkt orð sé ekki notuð heldur fremur hvernig megi stýra internetinu á rétta braut.
Ragnar Baldursson, sendifulltrúi í sendiráðið Íslands í Pekíng, mætti á ráðstefnuna fyrir Íslands hönd. Kínverski ríkisfjölmiðilinn Xinhua skrifaði mikla lofgrein um ráðstefnuna og í þeirri grein er vitnað í Ragnar. Eftir því sem Stundin kemst næst er Ragnar eini fulltrúi Vesturlands sem kínverskir miðlar vitnuðu í. Stundin naut aðstoðar Jichang Lulu, kínverskumælandi bloggar sem fjallar um áhrif Kínverja í Norður-Evrópu, við þýðingu á tilvitnun fjölmiðilsins.
„Ég held að stefnuræða forsetans, Xi Jinping, endurspegli fyrst og fremst mikilvægi rekstrarsamhæfislausna í nútíma samfélagi. Fólk er óaðskiljanlegt frá miðlun rafræna upplýsinga, sem er hluti af vaxandi internetmenningu Kína sem stórveldi [...] Ég held að núverandi stefna í þróun internetsins í Kína muni gera kínverskt internet leiðtoga í iðnaðinum,“ er haft eftir Ragnari í fréttinni.
Athugasemdir