Íslenskur fulltrúi á alræmdri netráðstefnu Kínverja

Ragn­ar Bald­urs­son sendi­full­trúi var send­ur á Wuzhen-in­ter­net­ráð­stefn­una sem var harð­lega gagn­rýnd af sam­tök­um á borð við Am­nesty In­ternati­onal og Frétta­menn án landa­mæra. Kín­versk­ur rík­is­mið­ill vitn­aði í Ragn­ar sem sagði Kín­verja geta orð­ið leið­andi í net­iðn­aði. Kín­verj­ar rit­skoða in­ter­net­ið grimmt.

Íslenskur fulltrúi á alræmdri netráðstefnu Kínverja
Sendifulltrúi Ragnar Baldursson mætti á ráðstefnuna fyrir Íslands hönd. Myndin er frá umhverfisráðstefnu í Kína árið 2013.

Ísland sendi fulltrúa á alræmda internetráðstefnu kínverska ríkisins síðastliðinn desember. Ráðstefnan, sem er yfirleitt kennd við borgina Wuzhen þar sem hún er haldin, hefur verið gífurlega gagnrýnd, meðal annars af samtökum svo sem Amnesty International og Fréttamönnum án landamæra. Sömuleiðis hafa erlendir fjölmiðlar gagnrýnt ráðstefnuna harðlega. Í grófum dráttum má segja að ráðstefnan snúist um ritskoðun internetsins þó slíkt orð sé ekki notuð heldur fremur hvernig megi stýra internetinu á rétta braut.

Ragnar Baldursson, sendifulltrúi í sendiráðið Íslands í Pekíng, mætti á ráðstefnuna fyrir Íslands hönd. Kínverski ríkisfjölmiðilinn Xinhua skrifaði mikla lofgrein um ráðstefnuna og í þeirri grein er vitnað í Ragnar. Eftir því sem Stundin kemst næst er Ragnar eini fulltrúi Vesturlands sem kínverskir miðlar vitnuðu í. Stundin naut aðstoðar Jichang Lulu, kínverskumælandi bloggar sem fjallar um áhrif Kínverja í Norður-Evrópu, við þýðingu á tilvitnun fjölmiðilsins. 

„Ég held að stefnuræða forsetans, Xi Jinping, endurspegli fyrst og fremst mikilvægi rekstrarsamhæfislausna í nútíma samfélagi. Fólk er óaðskiljanlegt frá miðlun rafræna upplýsinga, sem er hluti af vaxandi internetmenningu Kína sem stórveldi [...] Ég held að núverandi stefna í þróun internetsins í Kína muni gera kínverskt internet leiðtoga í iðnaðinum,“ er haft eftir Ragnari í fréttinni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár