Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Íslenskur fulltrúi á alræmdri netráðstefnu Kínverja

Ragn­ar Bald­urs­son sendi­full­trúi var send­ur á Wuzhen-in­ter­net­ráð­stefn­una sem var harð­lega gagn­rýnd af sam­tök­um á borð við Am­nesty In­ternati­onal og Frétta­menn án landa­mæra. Kín­versk­ur rík­is­mið­ill vitn­aði í Ragn­ar sem sagði Kín­verja geta orð­ið leið­andi í net­iðn­aði. Kín­verj­ar rit­skoða in­ter­net­ið grimmt.

Íslenskur fulltrúi á alræmdri netráðstefnu Kínverja
Sendifulltrúi Ragnar Baldursson mætti á ráðstefnuna fyrir Íslands hönd. Myndin er frá umhverfisráðstefnu í Kína árið 2013.

Ísland sendi fulltrúa á alræmda internetráðstefnu kínverska ríkisins síðastliðinn desember. Ráðstefnan, sem er yfirleitt kennd við borgina Wuzhen þar sem hún er haldin, hefur verið gífurlega gagnrýnd, meðal annars af samtökum svo sem Amnesty International og Fréttamönnum án landamæra. Sömuleiðis hafa erlendir fjölmiðlar gagnrýnt ráðstefnuna harðlega. Í grófum dráttum má segja að ráðstefnan snúist um ritskoðun internetsins þó slíkt orð sé ekki notuð heldur fremur hvernig megi stýra internetinu á rétta braut.

Ragnar Baldursson, sendifulltrúi í sendiráðið Íslands í Pekíng, mætti á ráðstefnuna fyrir Íslands hönd. Kínverski ríkisfjölmiðilinn Xinhua skrifaði mikla lofgrein um ráðstefnuna og í þeirri grein er vitnað í Ragnar. Eftir því sem Stundin kemst næst er Ragnar eini fulltrúi Vesturlands sem kínverskir miðlar vitnuðu í. Stundin naut aðstoðar Jichang Lulu, kínverskumælandi bloggar sem fjallar um áhrif Kínverja í Norður-Evrópu, við þýðingu á tilvitnun fjölmiðilsins. 

„Ég held að stefnuræða forsetans, Xi Jinping, endurspegli fyrst og fremst mikilvægi rekstrarsamhæfislausna í nútíma samfélagi. Fólk er óaðskiljanlegt frá miðlun rafræna upplýsinga, sem er hluti af vaxandi internetmenningu Kína sem stórveldi [...] Ég held að núverandi stefna í þróun internetsins í Kína muni gera kínverskt internet leiðtoga í iðnaðinum,“ er haft eftir Ragnari í fréttinni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár