Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Ísland orðið að fyrirmynd í samfélagi þjóðanna“

Of mik­il áhersla er lögð á hið nei­kvæða að sögn for­sæt­is­ráð­herra. Hann hvet­ur Ís­lend­inga til að nota fán­ann í aukn­um mæli og seg­ir að Dön­um finn­ist eðli­legt að kalla Dan­mörku besta land í heimi.

„Ísland orðið að fyrirmynd í samfélagi þjóðanna“

Hrópað var og púað á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, meðan hann hélt hátíðarræðu sína á Austurvelli á tólfta tímanum. Þótt prúðbúnir þjóðhátíðargestir, á afgirtu svæði Austurvallar milli þinghússins og styttunnar af Jóni Sigurðssyni, ættu erfitt með að heyra orðaskil fyrir hávaðanum hélt Sigmundur sínu striki. Hann hvatti þjóðina til dáða og brýndi fyrir Íslendingum að standa saman og gleðjast yfir framförum. Að sögn forsætisráðherra finnst Dönum eðlilegt að kalla Danmörku besta land í heimi. Íslendingar ættu að sama skapi að vera jákvæðir og nota fánann sinn í auknum mæli.  

„Flestir geta líklega sammælst um að 17. júní sé dagur til að gleðjast. Við höldum hátíð og gleðjumst yfir því að vera hluti af þeirri margbreytilegu stórfjölskyldu sem kallar sig Íslendinga. Þannig snýst dagurinn líka um samheldni, hann minnir okkur á að við séum öll einn hópur, hópur með sameiginlega sögu og menningu og hópur sem tekst í sameiningu á við raunir og tækifæri,“ sagði Sigmundur og bætti því við að dagurinn snerist einnig um sjálfstraust.

Hann snýst um að við minnumst þess að við höfum ástæðu til að hafa trú á okkur sjálfum sem þjóð, hafa trú á því að í sameiningu getum við náð miklum árangri. Við lýðveldisstofnun árið 1944 skorti Íslendinga ekki sjálfstraust og samheldni, ekki frekar en þegar þeir ákváðu að verða fullvalda þjóð, um aldarfjórðungi fyrr. En þrátt fyrir áræði og trú á landinu þorðu líklega fáir að vona, að fáeinum áratugum seinna yrði Ísland orðið að fyrirmynd í samfélagi þjóðanna. Að velferðarmælikvarðar sýndu framúrskarandi árangur á flestum sviðum; að almennt heilbrigði hefði aukist stórkostlega, að hér væru lífslíkur einar þær bestu í veröldinni, atvinnuleysi minna en annars staðar og kynjajafnrétti hvergi meira.

Forsætisráðherra fullyrti að trúin á framtíðina hefði skilað Íslendingum langt. Þjóðin hefði í áranna rás horft til framfara og byggt samfélagið skynsamlega upp á grunni þess sem gengnar kynslóðir veittu í arf. „Það er hlutverk okkar sem nú byggjum landið að skrifa næstu kafla þeirrar framfarasögu,“ sagði hann. Þá taldi hann upp aðgerðir ríkisstjórnarinnar og sagði bjarta tíma framundan. 

„Þjóðhátíðardagurinn 17. júní skipar margs konar sess í hugum okkar. Hann er dagur til að gleðjast yfir því sem vel hefur tekist við uppbyggingu samfélagsins, dagur til að minnast þeirra brautryðjenda sem fyrr á tíð skópu framtíð þjóðarinnar með baráttu sinni og dagur til að virkja samtakamátt okkar og setja markiðin enn hærra en áður til heilla fyrir framtíðarkynslóðir landsins. Íslendingar hafa þegar náð árangri sem hlýtur að teljast merkilegur. Það er nánast sama um hvaða svið er að ræða, hvort sem það er keppni í íþróttum, listir eða vísindi, okkar litla samfélag á fjölda fulltrúa sem skara fram úr á heimsvísu. Og það er mikilvægt að muna að við getum nýtt sama drifkraft til framfara innanlands.“

„Við eigum líka að leyfa okkur að gleðjast yfir því góða á hátíðlegri stund eins og þessari og láta gleðina veita okkur hvatningu til áframhaldandi framfara“

Næst gerði hann afmæli kosningaréttar kvenna að umtalsefni og minnti á að árið 1915 fengu ekki aðeins konur kosningarétt í Alþingiskosningum heldur einnig verkamenn og verr stæðir karlmenn sem ekki höfðu haft kosningarétt fram að því.

Sigmundur sagði að samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna teldust Íslendingar hafa fleiri tilefni til að vera hamingjusamir en flestar aðrar þjóðir heims. „Raunar er bara eitt land annað sem telst búa við jafn mikil lífsgæði og Íslendingar. En hvað finnst okkur sjálfum?“ spurði hann og svaraði: „Stundum virðist sem fremur sé lögð áhersla á hið neikvæða en að meta það sem vel hefur reynst og nýta þann árangur til að gera enn betur. Við getum vissulega gert betur á mörgum sviðum en besta leiðin til þess er sú að meta það sem vel hefur reynst og gera enn meira af því en minna af hinu. Við eigum líka að leyfa okkur að gleðjast yfir því góða á hátíðlegri stund eins og þessari og láta gleðina veita okkur hvatningu til áframhaldandi framfara.“

Sigmundur benti á að á morgun fara fram þingkosningar í Danmörku. „Þegar forsætisráðherra landsins boðaði til kosninga hafði hann á orði að Danmörk væri besta land í heimi. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar gerði engan ágreining um það. Danmörk væri svo sannarlega besta land í heimi …en það gæti orðið enn betra,“ sagði Sigmundur. „Í heildarsamhengi hlutanna hljótum við Íslendingar að geta verið sammála um að Ísland sé að minnsta kosti nokkuð gott land og líklega bara mjög gott land, þótt það geti vissulega orðið enn betra.“

Sigmundur sagði að allir þjóðhátíðargestir ættu það sameiginlegt að vilja „bæta landið okkar, bæta samfélagið og búa framtíðarkynslóðum örugga framtíð í góðu landi“. 17. júní minnti Íslendinga á að standa vörð um árangur fyrri kynslóða og skila komandi kynslóðum enn betra samfélagi.

Þá gerði hann íslenska fánann að umtalsefni: „Daginn sem íslenskar konur og verkamenn fengu kosningarétt árið 1915 gerðist fleira sögulegt. Þann sama dag fengum við Íslendingar eigin þjóðfána.  Fánann sem við flöggum stolt á þessum degi um land allt. Það er vel við hæfi að þetta hafi gerst sama dag. Fáninn táknar náttúru landsins og trúna og menningararfinn en hann er líka merki frelsis, lýðræðis og jafnræðis.“

Ræðunni lauk Sigmundur á þessum orðum: „Á hundrað ára afmælisári þjóðfánans taka gildi ný lög um notkun fánans. Við skulum temja okkur að nota þennan fallega fána meira en um leið vinna áfram að meira jafnrétti, meira lýðræði og meiri framförum. Meira af því sem á að gera okkur stolt á þessum degi og alla aðra daga, meira af því sem gerir okkur stolt af Íslandi.“

Viðbót kl. 15:10:  

Í stöðuuppfærslu sem forsætisráðherra birti á Facebook kl. 15 óskar hann landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og færir sérstakar þakkir til „þeirra sem komu að því að gera hátíðar- og minningarstund á Austurvelli í dag sem best úr garði.“ Þá bætir hann við: „Það var ákaflega ánægjulegt að sjá allt þetta unga hæfileikafólk, ungmennakór, skátana, lögregluna, lúðrasveit, Mótettukór Hallgrímskirkju og fjallkonuna standa sig frábærlega, þrátt fyrir hróp, köll og bumbuslátt undir tónlistar- og ljóðaflutningi. Fyrir það og framlag allra annarra sem lögðu sitt af mörkum til að gera þessa hátíðarstund sem best úr garð færi ég kærar þakkir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórnin

Kristján Þór og Þorsteinn Már „nánir  vinir“ í skilningi stjórnsýslulaga
FréttirRíkisstjórnin

Kristján Þór og Þor­steinn Már „nán­ir vin­ir“ í skiln­ingi stjórn­sýslu­laga

Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra og Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, hafa ekki vilj­að svara spurn­ing­um um eðli vináttu sinn­ar. Sam­kvæmt hæfis­regl­um stjórn­sýslu­laga get­ur „ná­in vinátta“ haft áhrif á hæfi ráð­herra og annarra op­in­berra starfs­manna en í slíkri vináttu felst með­al ann­ars að menn um­gang­ist í frí­tíma sín­um.
Af hverju er spilling frekar umborin á Íslandi en í Svíþjóð?
Úttekt

Af hverju er spill­ing frek­ar um­bor­in á Ís­landi en í Sví­þjóð?

Mun­ur á um­ræðu og að­gerð­um stjórn­valda gegn spill­ingu í Sví­þjóð og á Ís­landi er hróp­lega mik­ill. Ákæru­vald­ið í Sví­þjóð hef­ur á síð­ustu tveim­ur ár­um haf­ið rann­sókn á tveim­ur ráð­herr­um vegna spill­ing­ar. Þess­ar rann­sókn­ir byggj­ast samt á veik­ari for­send­um en mörg mál sem kom­ið hafa upp um ís­lenska ráð­herra á liðn­um ár­um. Þá eru óform­leg­ar regl­ur um spill­ingu og þol­in­mæði al­menn­ings gagn­vart spill­ingu allt ann­ars kon­ar á Ís­landi en í Sví­þjóð.
Er gagnrýnin á pólitíska hræsni Vinstri grænna innihaldslítil?
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillRíkisstjórnin

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Er gagn­rýn­in á póli­tíska hræsni Vinstri grænna inni­halds­lít­il?

Þeir sem stíga fram og tala fyr­ir hræsni­laus­um stjórn­mál­um eru blind­að­ir af tál­sýn um út­ópíska póli­tík sem ekki fyr­ir­finnst í raun­veru­leik­an­um. Þetta er einn af þráð­un­um í bók bresks fræði­manns um hræsni í stjórn­mál­um. Hér er ákvörð­un Vinstri grænna um mögu­legt stjórn­ar­sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn skoð­uð út frá þess­ari bók.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár