Stundin leitaði til Indriða Þorlákssonar, hagfræðinga og fyrrverandi, vegna þess að samkvæmt úttekt blaðsins á ársreikningum Norðuráls frá árinu 2005 hefur fyrirtækið greitt tæpa 74 milljarða króna í fjármagnskostnað til móðurfélags síns í Bandaríkjunum en á sama tíma nemur bókfærður hagnaður fyrirtækisins 45 milljörðum. Blaðið fjallaði um ársreikninga Norðuráls, og hinna álfyrirtækjanna tveggja, í síðasta tölublaði sínu.
Indriði setti fram sínar túlkanir á ársreikningunum sem lesa má hér. „Athyglisvert er hve ársreikningarnir eru mikið samandregnir og erfitt eða ómögulegt að finna i þeim mikilvægar upplýsingar sem almennt eru aðgengilegar í ársreikningum félaga. Það má spyrja hvort svona ársreikningar uppfylla ákvæði laga um ársreikninga og hvers vegna Norðurál skilar ekki fullkomnum ársreikningi eins stórfyrirtækjum ber en notar undanþágu um samandreginn ársreikning sem samkvæmt lögum er hugsuð fyrir smáfyrirtæki. Þrátt fyrir þessa óljósu reikninga má lesa ýmislegt úr reikningunum og spyrja spurninga.“
Athugasemdir