Thelma Berglind Guðnadóttir flúði erfiðan tíma í sínu lífi í grasneyslu. Hún var 19 ára og foreldrar hennar nýfráskildir svo hún stóð eftir heimilislaus og öryggislaus, einstæð móðir með ungt barn. Niðurbrotin leitaði hún sér aðstoðar á Vogi árið 2010, þar sem hún kynntist manni um fertugt sem seldi henni þá hugmynd að hann væri ástfanginn af henni og þau ættu að vera saman. Í dagsleyfinu veittist hann svo að henni með ofbeldi.
Áreitt af nauðgara
Á hverju ári eru um 2.000 innlagnir á Vogi, þar sem afeitrun áfengis- og vímuefnasjúklinga sem leita aðstoðar SÁÁ fer fram. Konur og karlar eru saman í afeitrun, á sama tíma og Thelma var í afeitrun var þar dæmdur nauðgari.
Thelma segir að hún og aðrar stelpur sem voru með henni í afeitrun á Vogi hafi kvartað undan framgöngu hans. „Hann var að áreita okkur allar,“ segir hún, „elta okkur á göngnunum, ráfandi um á næturnar og reyna að ná okkur einum til að perrast í okkur. Við vorum kornungar stelpur í meðferð og þessi maður var þar með okkur. Þrátt fyrir vitneskju um að hann hafði hlotið dóm fyrir kynferðisbrot var ekkert sérstakt eftirlit með honum. Við vorum allar búnar að kvarta undan honum en það var ekkert gert í því, eins og við værum að fíflast með það. Í þessu umhverfi kynntist ég svo þessum strák sem ég féll fyrir, þegar hann sá þetta og greip inn í.“
„Við vorum allar búnar að kvarta undan honum en það var ekkert gert í því.“
Hún segist ekki hafa verið lengi að falla fyrir honum, hann hafi heillað hana alveg upp úr skónum. Bæði vegna þess að hann kom vel fram við hana og lofaði öllu fögru, um leið og hann sagðist hafa átt mjög erfiða ævi svo hún vorkenndi honum. „Hann var mjög krúttlegur við
Athugasemdir