Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

„Í dag er komið eitt ár frá því elskulegi drengurinn okkar tók þá ákvörðun að kveðja okkur“

Vil­hjálm­ur Birg­is­son minn­ir á mik­il­vægi þess fyr­ir all­ar fjöl­skyld­ur að huga vel að sín­um nán­ustu. Með því að ræða op­in­skátt um son­ar­missinn hef­ur hann opn­að á um­ræðu um sjálfs­víg, sem er al­var­legt sam­fé­lags­mein.

„Í dag er komið eitt ár frá því elskulegi drengurinn okkar tók þá ákvörðun að kveðja okkur“

„Í dag 11. apríl er komið eitt ár frá því elskulegi drengurinn okkar tók þá ákvörðun að kveðja okkur,“ skrifar Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, „og það skal alveg viðurkennast að þetta ár hefur verið erfitt og tekið á . Því verður t.d. ekki lýst í fáum orðum hversu sárt við söknum hans og það er t.d. svo sorglegt fyrir börnin hans tvö að hafa ekki pabba sinn hjá sér, því þau elskuðu hann og dáðu.

Því miður er lífið svona og það getur verið miskunnarlaust, en höfum hugfast að engin fjölskylda mun komast í gegnum lífið án þess að sorgin banki ekki einhvern tímann uppá. Munum að lífið er ekki sjálfgefið.

Það er því mikilvægt fyrir allar fjölskyldur að huga vel að sínum nánustu, því enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur og einnig veit enginn hvað morgundagurinn ber í skauti sér.“

Pabbar geta grátið

Færsluna birti Vilhjálmur á Facebook. Vilhjálmur hefur rætt opinskátt um sonarmissinn, en aðeins tveimur dögum eftir fráfall sonarins skrifaði hann hjartnæmt bréf til hans og birti á vefnum. Þar sagðist hann sitja á skrifstofunni og hugsa um lagið sem Helgi Björnsson söng, Geta pabbar ekki grátið? „Jú, pabbar geta svo sannarlega grátið því tárin streyma niður í hvert sinn sem ég slæ á lyklaborðið, en þetta hjálpar mér og það er gott.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár