Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hvað gerði Illugi fyrir Orku Energy?

Fyr­ir­tæk­ið sem Ill­ugi Gunn­ars­son vann hjá var stofn­að í ág­úst 2011. Ill­ugi sett­ist aft­ur á þing í októ­ber 2011. Í ág­úst 2011 var Orka Energy að ganga frá kaup­um á eign­um Orku­veitu Reyka­vík­ur og Geys­is Green Energy í Kína. Ill­ugi hef­ur sagt að hann hafi ekki feng­ið meira greitt frá Orku Energy.

Hvað gerði Illugi fyrir Orku Energy?

Fyrirtækið sem Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra starfaði hjá árið 2011 á meðan hann var í leyfi frá störfum á Alþingi frá því í apríl 2010 og þar til í október 2011 var stofnað þann 8. ágúst 2011 á lögmannsstofunni Logos og hét þá ELL 237 ehf. 

Haukur Harðarson,og viðskiptafélagar hans, tóku svo við félaginu í lok ágúst 2011 og skírðu það Orka Energy Holding ehf.  Rúmum mánuði síðar settist Illugi Gunnarsson aftur á Alþingi þegar það var sett þann 1. október. Vinna Illuga Gunnarssonar fyrir fyrirtækið hlýtur því að hafa átt sér á milli loka ágústmánaðar 2011 og þar til í byrjun október 2011. Nema þá að Illugi hafi starfað hjá og fyrir fyrirtækið áður en það var stofnað formlega.

Störf Illuga Gunnarssonar fyrir Orku Energy hafa talsvert verið til umræðu í fjölmiðlum á síðustu mánuðum og dögum. Eins og komið hefur fram var fyrirtækið hluti af viðskiptasendinefnd Illuga Gunnarssonar í opinberri heimsókn menntamálaráðherrans til Kína í mars síðastliðnum og var Haukur Harðarson með í þeirri heimsókn. Í kjölfar frétta af þeirri þátttöku Orku Energy í Kínaheimsókninni kom í ljós að Illugi hafði selt Hauki Harðarsyni stjórnarformanni Orku Energy íbúð sína á Ránargötu. Í síðustu viku greindi Illugi svo frá því í fyrsta skipti, í viðtali við Fréttablaðið, að Haukur Harðarson væri einn af hans „nánustu vinum“. Illugi hafði þá ekki viljað svara því svo mánuðum skipti hvaða tengsl hann hafði við Hauk Harðarson.

„Verðmæti eignarhlutarins umreiknað í íslenskar krónur á gengi í árslok er 4.194.805 þús kr.“

Var með 500 þúsund í hlutafé þegar Enex var keypt

Í ágúst 2011, sama mánuði og fyrirtækið var stofnað, keypti Orka Energy Holding ehf. 49 prósenta hlut Geysis Green Energy og Orkuveitu Reykjavíkur í fyrirtækinu Enex-Kína, sem átti hlut í kínverska orkufyrirtækinu Shaanxi Green Energy Geothermal Development, fyrir 15,5 milljónir dollara, rúmlega 1,6 milljarða króna. Enex-Kína var hluti af eignum REI, Reykjavík Energy Invest, sem svo mikið var í umræðunni á árunum 2007 og 2008 vegna fyrirhugaðrar sölu til þekktra fjárfesta. Hitt 51 prósentið í Shaanxi Green er í eigu kínverska orkufyrirtækisins Sinopec sem kínverska ríkið á.

Þessi viðskipti með hluti Geysis Green og Orkuveitu Reykjavíkur í Enex-Kína voru ástæðan fyrir stofnun Orku Energy Holding á þessum tíma og voru langstærstu viðskipti félagsins á árinu. Orka Energy Holding ehf. var svo, og er, í eigu fyrirtækis í Singapúr sem heitir Orka Energy PTE ltd. Athygli vekur að Orka Energy Holding var einungis með 500 þúsund krónur í hlutafé þegar viðskiptin við Geysi Green og Orkuveitu Reykjavíkur áttu sér stað og voru viðskiptin með Enex-Kína að öllu leyti fjármögnuð með lánum.

Fyrirtækið greiddi Geysi Green og Orkuveitu Reykjavíkur svo tæplega 700 milljónir króna af kaupverði Enex á árinu 2012 samkvæmt ársreikningum Orku Energy Holding ehf.

Samkvæmt ársreikningi Orku Energy Holding árið 2012 var eignharhluturinn í kínverska fyrirtækinu metinn á rúmlega fjóra milljarða króna í árslok 2012. Tekið skal fram að þá var búið auka við hlutafé fyrirtækisins um rúma þrjá milljarða króna. Í ársreikningi Orku Energy sagði um þetta: „Orka Energy China ehf. á 49% hlut í SGEG. Verðmæti eignarhlutarins umreiknað í íslenskar krónur á gengi í árslok er 4.194.805 þús kr.“ 

Samkvæmt síðasta ársreikningi Orku Energy Holding ehf., sem nú heitir Arctic Green Energy Corporation var verðmæti hlutarins í kínverska fyrirtækinu tæplega 4,8 milljarðar króna í árslok 2014.

„Síðan færir fyrirtæki einhvern veginn bókhaldið og gengur síðan frá laununum til mín, skattgreiðslum og lífeyrissjóðsgreiðslum og öðru slíku, strax eftir áramótin.“

Breytti vitnisburði sínum

Á síðustu dögum hefur Illugi svarað fyrir greiðslurnar sem hann fékk frá Orku Energy vegna ársins 2011 en Stundin greindi meðal annars frá því að hann hefði fengið þriggja milljóna lán frá fyrirtækinu á árinu 2011 sem útistandandi var árið 2012. 

Illugi svaraði fyrir þetta lán í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudaginn og staðfesti þá að það hefði verið veitt í formi fyrirgramgreiddra launa. Illugi vildi hins vegar ekki kalla fyrirgramgreiddu launin lán jafnvel þó upphæðin hafi verið stór hluti árstekna hans allt árið 2011 samkvæmt skattaupplýsingum en hann var með 362 þúsund krónur í mánaðarlaun. Í viðtalinu við Stöð 2 framvísaði Illugi launaseðli sínum fyrir árið 2011 þessu til staðfestingar. Sá sem fær fyrirframgreidd laun er hins vegar í skuld við þann sem veitir launin og þarf þá annað hvort að vinna upp í launin eða greiða upphæðina til baka ef hann getur ekki greitt skuld sín til baka með vinnu.

Í viðtali við RÚV á sunnudaginn breytti Illugi svo þessum vitnisburði sínum og sagði að ekki hefði verið um fyrirframgreidd laun að ræða þar sem hann hefði fengið greiðsluna í desember 2011, eftir að hafa látið af störfum hjá Orku Energy, og því hefði hann verið búinn að vinna vinnuna sem launin voru greidd fyrir. Svo hefði verið gengið frá launagreiðslunni með formlegum hætti eftir á, í febrúar 2012 líkt og launaseðill Illuga sýndi fram á. Í viðtali við RÚV sagði hann, aðspurður um af hverju greiðslan hefði verið bókfærð sem fyrirframgreiðsla: „Vegna þess að ég fæ útborgað í desember 2011. Síðan færir fyrirtæki einhvern veginn bókhaldið og gengur síðan frá laununum til mín, skattgreiðslum og lífeyrissjóðsgreiðslum og öðru slíku, strax eftir áramótin.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Illugi Gunnarsson og Orka Energy

Samstarfsmaður íslenska ríkisins notaði þrjú félög í skattaskjólum
Fréttir

Sam­starfs­mað­ur ís­lenska rík­is­ins not­aði þrjú fé­lög í skatta­skjól­um

Hauk­ur Harð­ar­son, fjár­fest­ir og stjórn­ar­formað­ur Orku Energy, átti að minnsta kosti þrjú fé­lög í skatta­skjól­um sem hann not­aði í við­skipt­um sín­um fyr­ir og eft­ir hrun. Stýr­ir fyr­ir­tæki sem á í sam­starfi við ís­lenska rík­ið í orku­mál­um í Kína og hef­ur Hauk­ur nokkr­um sinn­um fund­að með Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, for­seta Ís­lands, vegna orku­mála. Eins­dæmi er að einka­fyr­ir­tæki kom­ist í þá stöðu sem Orka Energy er í í Kína.
Tvö hliðstæð spillingarmál en bara ein athugun á mútubroti
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Tvö hlið­stæð spill­ing­ar­mál en bara ein at­hug­un á mútu­broti

Mál ut­an­rík­is­ráð­herra Sví­þjóð­ar, Margot Wallström, og mál Ill­uga Gunn­ars­son­ar eru hlið­stæð að ýmsu leyti. Bæði leigðu íbúð­ir af einkað­il­um af óljós­um ástæð­um. Ákæru­vald­ið í Sví­þjóð hef­ur brugð­ist við í til­felli Wallström en eng­inn eft­ir­lits­að­ili hef­ur skoð­að mál Ill­uga svo vit­að sé. Af hverju staf­ar þessi mun­ur á milli land­anna?
Illugi gerir undirmenn sína samábyrga
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Ill­ugi ger­ir und­ir­menn sína samá­byrga

Ill­ugi Gunn­ars­son mennta­mála­ráð­herra gerði und­ir­menn sína í mennta­mála­ráðu­neyt­inu samá­byrga við skipu­lagn­ingu á op­in­berri heim­sókn til Kína þar sem Orka Energy var í við­skipta­sendi­nefnd hans. Starfs­menn ráðu­neyt­is­ins vissu ekki um við­skipti Ill­uga og stjórn­ar­for­manns Orku Energy. Einn af und­ir­mönn­um Ill­uga í ráðu­neyti er Ásta Magnús­dótt­ir sem kom að skipu­lagn­ingu ferð­ar­inn­ar til Kína en ómögu­legt hef­ur ver­ið að ná í hana til að spyrja hana spurn­inga um ferð­ina.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár