Einn af hverjum fjórum íbúum Mið-Afríkulýðveldisins hefur þurft að flýja heimili sitt undanfarin misseri eftir að átök á milli kristinna manna og múslima hörðnuðu í landinu. Samkvæmt fréttaflutningi BBC af borgarastríðinu í Mið-Afríkulýðveldinu eru nú ríflega milljón manns á vergangi. Um 2,2 milljónir manna eiga í erfiðleikum með að hafa í sig og á og meirihluti íbúa höfuðborgarinnar Bangui hafast nú við í flóttamannabúðum við flugvöll borgarinnar. Afríska flóttamannakrísan er í fjölda talið aðeins minni en sú sýrlenska en til samanburðar er um helmingur Sýrlendinga á vergangi, eða um fjórar milljónir manna.
Ástæðuna má líkt og fyrr segir rekja til trúarbragða, en um 80 prósent þjóðarinnar er kristinnar trúar en um 15 prósent múslimar. Uppreisnarsamtökin Séléka, sem eru nær eingöngu skipuð múslimum, gerðu valdarán í mars árið 2013 en valdatíð hópsins varð skammlíf og leiðtoga þeirra, Michel Djotodia, var steypt af stóli í upphafi
Athugasemdir