Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Helgi Hrafn: Vanhæfni, óheiðarleiki, afneitun og valdablinda

Formað­ur Pírata er harð­orð­ur í garð Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur: „Hún gerði lít­ið úr mál­inu, sagði Al­þingi ósatt, mis­not­aði rekstr­ar­fé­lag ráðu­neyt­anna til hvít­þvott­ar og hafði í hót­un­um við lög­reglu­stjór­ann sem rann­sak­aði mál­ið“.

Helgi Hrafn: Vanhæfni, óheiðarleiki, afneitun og valdablinda

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður og formaður Pírata, gerir athugasemd við skrif Gísla Freys Valdórssonar, fyrrverandi aðstoðarmanns innanríkisráðherra, sem dæmdur var fyrir að leka trúnaðarupplýsingum um hælisleitendur í fyrra. Eins og ýmsir fjölmiðlar greindu frá í gær finnst Gísla Frey óbærilegt að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, skuli „enn og aftur þurfa að líða og hörfa vegna þeirra mistaka“ sem hann segist hafa gert sem aðstoðarmaður hennar. Fullyrðir Gísli að Hanna Birna hafi ekki vitað af athæfi sínu á sínum tíma. 

Helgi Hrafn bregst við ummælum Gísla Freys á Facebook í dag. Hann segir lekamálið vera skólabókardæmi um slæma stjórnsýslu og í meginatriðum snúist það um hvernig Hanna Birna Kristjánsdóttir hagaði sínum gjörðum sem ráðherra. „Hvort hún vissi af lekanum eða ekki er fullkomið aukaatriði eftir það sem á undan er gengið. - Það reyndar trúir því varla nokkur maður í alvörunni að hún hafi ekki vitað af lekanum, en segjum bara samt, að gamni, að hún hafi ekkert vitað af honum. Það breytir því ekki að hún gerði lítið úr málinu, sagði Alþingi ósatt, misnotaði rekstrarfélag ráðuneytanna til hvítþvottar og hafði í hótunum við lögreglustjórann sem rannsakaði málið,“ skrifar Helgi.

Hér má lesa færslu Helga Hrafns í heild:

„Andskotinn hafi það, hvað það fer í taugarnar á mér þegar fólk lætur eins og að þetta snúist um hvort Hanna Birna hafi vitað af gjörðum Gísla Freys eða ekki. Segjum bara að hún hafi ekkert vitað af honum. Fráleitt miðað við það sem á undan er gengið, en gott og vel, trúum því bara upp á djókið! Það breytir nákvæmlega engu um það hvernig hún tókst á við málið, en það einkenndist af nákvæmlega hárröngum viðbrögðum við hvert einasta fótmál, viðbrögðum sem einkennast af vanhæfni, óheiðarleika, afneitun og valdablindu. Hanna Birna mun þurfa að sitja undir blammeringum þar til hún viðurkennir að þetta "svokallaða lekamál" séu ekki bara einhver mistök sem við gerðum öll, heldur fyrst og fremst samansafn af hennar eigin mistökum sem hún gerði við hvert einasta fótmál við gang málsins. Hanna Birna er ekkert fórnarlamb í þessu máli.
HÚN FÉKK MINNISBLAÐIÐ Í TÖLVUPÓSTI klukkan 17:17 þann 19. nóvember 2013. Hún ásamt báðum aðstoðarmönnum og ráðuneytisstjóra, en minnisblaðið var sent af skrifstofustjóra.
Í fréttinni "Margt óljóst í máli hælisleitanda" sem birtist á Mbl.is daginn eftir segir mjög ítarlega frá minnisblaðinu, sem aftur, Hanna Birna sjálf fékk sent til sín í tölvupósti daginn áður. Fréttin finnst hér og það sést vel hversu ítarlegar upplýsingar Mbl.is hafði fengið, en einnig fullyrti vefurinn einfaldlega blákalt sjálfur, að uppruni upplýsinganna væri óformlegt minnisblað frá innanríkisráðuneytinu: http://www.mbl.is/…/…/20/margt_oljost_i_mali_haelisleitanda/
27. janúar 2014 segir Hanna Birna í pontu á Alþingi, aðspurð: "vegna þess að minnisblaðið sem hefur verið í gangi á ýmsum fjölmiðlum og hér og þar er ekki sambærilegt við nein gögn í ráðuneytinu."
Í sömu ræðu fullyrðir Hanna Birna. "ráðuneytið er búið að gera það sem það getur til þess að skoða málið með því að kanna það hjá starfsmönnum, með því að fara í gegnum tölvupósta o.s.frv."
Þetta er ósatt. Hún hafði ekki bara fengið sambærileg gögn, heldur næstum því nákvæmlega sömu gögn daginn fyrir lekann í óformlegu minnisblaði (eða samantekt, sem hún reyndi að láta eins og væri eitthvað allt annað). Einni eða tveimur setningum var bætt við af Gísla Frey, restin var í upprunalega minnisblaðinu sem Hanna Birna OG báðir aðstoðarmenn OG ráðuneytisstjóri fengu í tölvupósti til sín daginn fyrir umfjöllun Fréttablaðsins og Mbl.is. Sömuleiðis var ráðuneytið mjög langt frá því að vera búið að gera það sem það gat. Það gerði það allra minnsta sem það gat en reyndi að gera rekstrarfélag ráðuneytanna ábyrgt fyrir sínum eigin hvítþvotti í leiðinni.
Skjalið var einnig vistað á opnu drifi ráðuneytisins, sem þessi svokallaða innri rannsókn fann ekki. Þessi rannsókn var hvítþvottur og mig grunar að starfsfólk rekstrarfélags ráðuneytanna sé orðið mjög þreytt á því að þetta sé kallað nokkurs konar rannsókn. Þeir voru að leita að tölvupósti SEM HANNA BIRNA FÉKK KLUKKAN 17:17 ÞANN 19. NÓVEMBER 2013, DAGINN FYRIR LEKANN! Það er nákvæmlega ekkert óskýrt við þessa staðreynd, enda kemur þetta fram í skjölum hæstaréttar.
Þá er maður ekki einu sinni byrjaður á hótunum hennar við lögreglustjórann, Stefán Eiríksson, stanslausum afskiptum hennar af rannsókninni og athugun Umboðsmanns Alþingis á þeim samskiptum.
Nú hreinlega nenni ég ekki að skrifa enn einn pistilinn um allt lekamálið, enda helvíti margt í því sem fór gjörsamlega úr skorðum við allt sem kallast getur eðlileg stjórnsýsla. En það sem eftir stendur, eftir allt saman, er að Hanna Birna og hennar örfáu stuðningsmenn láta ennþá eins og hún sé eitthvað fórnarlamb, eða að þetta hafi einhvern veginn ekki verið henni að kenna - velta því upp hvort hún hafi vitað af gjörðum Gísla Freys eða ekki.
Lekamálið snýst í meginatriðum um það hvernig hún hagaði sínum eigin gjörðum sem ráðherra. Hvort hún vissi af lekanum eða ekki er fullkomið aukaatriði eftir það sem á undan er gengið. - Það reyndar trúir því varla nokkur maður í alvörunni að hún hafi ekki vitað af lekanum, en segjum bara samt, að gamni, að hún hafi ekkert vitað af honum. Það breytir því ekki að hún gerði lítið úr málinu, sagði Alþingi ósátt, misnotaði rekstrarfélag ráðuneytanna til hvítþvottar og hafði í hótunum við lögreglustjórann sem rannsakaði málið. Enn þann dag í dag gerir hún lítið úr málinu og lætur eins og að hún geti látið alla ábyrgðina í hendur Gísla Freys.
Það er það versta við þetta allt saman. Skítur skeður og lífið heldur áfram... en það allra versta er að hún lætur ennþá eins og eitthvað fórnarlamb. Eins og að málið snúist í grundvallaratriðum um það hvort hún hafi vitað af gjörðum Gísla Freys eða ekki. Hvort sem hún vissi það eða ekki, þá gerði hún allt sem í sínu valdi stóð til þess að koma í veg fyrir að sannleikurinn yrði á endanum ljós.
Lekamálið er skólabókardæmi um hvernig nákvæmlega ekkert í stjórnsýslunni á að virka.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lekamálið

Umboðsmaður Alþingis: Borgarar verða að geta treyst því að stjórnmálamenn skipti sér ekki af lögreglurannsóknum
Fréttir

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is: Borg­ar­ar verða að geta treyst því að stjórn­mála­menn skipti sér ekki af lög­reglu­rann­sókn­um

„Ég tel nauð­syn­legt sem um­boðs­mað­ur Al­þing­is að vera á varð­bergi um að slík þró­un verði ekki í ís­lenskri stjórn­sýslu,“ seg­ir um­boðs­mað­ur í um­fjöll­un sinni um hátt­semi Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur í árs­skýrslu fyr­ir 2015. Af­skipti ráð­herra af störf­um lög­regl­unn­ar drógu dilk á eft­ir sér.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
3
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár