Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Helgi Hrafn: Vanhæfni, óheiðarleiki, afneitun og valdablinda

Formað­ur Pírata er harð­orð­ur í garð Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur: „Hún gerði lít­ið úr mál­inu, sagði Al­þingi ósatt, mis­not­aði rekstr­ar­fé­lag ráðu­neyt­anna til hvít­þvott­ar og hafði í hót­un­um við lög­reglu­stjór­ann sem rann­sak­aði mál­ið“.

Helgi Hrafn: Vanhæfni, óheiðarleiki, afneitun og valdablinda

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður og formaður Pírata, gerir athugasemd við skrif Gísla Freys Valdórssonar, fyrrverandi aðstoðarmanns innanríkisráðherra, sem dæmdur var fyrir að leka trúnaðarupplýsingum um hælisleitendur í fyrra. Eins og ýmsir fjölmiðlar greindu frá í gær finnst Gísla Frey óbærilegt að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, skuli „enn og aftur þurfa að líða og hörfa vegna þeirra mistaka“ sem hann segist hafa gert sem aðstoðarmaður hennar. Fullyrðir Gísli að Hanna Birna hafi ekki vitað af athæfi sínu á sínum tíma. 

Helgi Hrafn bregst við ummælum Gísla Freys á Facebook í dag. Hann segir lekamálið vera skólabókardæmi um slæma stjórnsýslu og í meginatriðum snúist það um hvernig Hanna Birna Kristjánsdóttir hagaði sínum gjörðum sem ráðherra. „Hvort hún vissi af lekanum eða ekki er fullkomið aukaatriði eftir það sem á undan er gengið. - Það reyndar trúir því varla nokkur maður í alvörunni að hún hafi ekki vitað af lekanum, en segjum bara samt, að gamni, að hún hafi ekkert vitað af honum. Það breytir því ekki að hún gerði lítið úr málinu, sagði Alþingi ósatt, misnotaði rekstrarfélag ráðuneytanna til hvítþvottar og hafði í hótunum við lögreglustjórann sem rannsakaði málið,“ skrifar Helgi.

Hér má lesa færslu Helga Hrafns í heild:

„Andskotinn hafi það, hvað það fer í taugarnar á mér þegar fólk lætur eins og að þetta snúist um hvort Hanna Birna hafi vitað af gjörðum Gísla Freys eða ekki. Segjum bara að hún hafi ekkert vitað af honum. Fráleitt miðað við það sem á undan er gengið, en gott og vel, trúum því bara upp á djókið! Það breytir nákvæmlega engu um það hvernig hún tókst á við málið, en það einkenndist af nákvæmlega hárröngum viðbrögðum við hvert einasta fótmál, viðbrögðum sem einkennast af vanhæfni, óheiðarleika, afneitun og valdablindu. Hanna Birna mun þurfa að sitja undir blammeringum þar til hún viðurkennir að þetta "svokallaða lekamál" séu ekki bara einhver mistök sem við gerðum öll, heldur fyrst og fremst samansafn af hennar eigin mistökum sem hún gerði við hvert einasta fótmál við gang málsins. Hanna Birna er ekkert fórnarlamb í þessu máli.
HÚN FÉKK MINNISBLAÐIÐ Í TÖLVUPÓSTI klukkan 17:17 þann 19. nóvember 2013. Hún ásamt báðum aðstoðarmönnum og ráðuneytisstjóra, en minnisblaðið var sent af skrifstofustjóra.
Í fréttinni "Margt óljóst í máli hælisleitanda" sem birtist á Mbl.is daginn eftir segir mjög ítarlega frá minnisblaðinu, sem aftur, Hanna Birna sjálf fékk sent til sín í tölvupósti daginn áður. Fréttin finnst hér og það sést vel hversu ítarlegar upplýsingar Mbl.is hafði fengið, en einnig fullyrti vefurinn einfaldlega blákalt sjálfur, að uppruni upplýsinganna væri óformlegt minnisblað frá innanríkisráðuneytinu: http://www.mbl.is/…/…/20/margt_oljost_i_mali_haelisleitanda/
27. janúar 2014 segir Hanna Birna í pontu á Alþingi, aðspurð: "vegna þess að minnisblaðið sem hefur verið í gangi á ýmsum fjölmiðlum og hér og þar er ekki sambærilegt við nein gögn í ráðuneytinu."
Í sömu ræðu fullyrðir Hanna Birna. "ráðuneytið er búið að gera það sem það getur til þess að skoða málið með því að kanna það hjá starfsmönnum, með því að fara í gegnum tölvupósta o.s.frv."
Þetta er ósatt. Hún hafði ekki bara fengið sambærileg gögn, heldur næstum því nákvæmlega sömu gögn daginn fyrir lekann í óformlegu minnisblaði (eða samantekt, sem hún reyndi að láta eins og væri eitthvað allt annað). Einni eða tveimur setningum var bætt við af Gísla Frey, restin var í upprunalega minnisblaðinu sem Hanna Birna OG báðir aðstoðarmenn OG ráðuneytisstjóri fengu í tölvupósti til sín daginn fyrir umfjöllun Fréttablaðsins og Mbl.is. Sömuleiðis var ráðuneytið mjög langt frá því að vera búið að gera það sem það gat. Það gerði það allra minnsta sem það gat en reyndi að gera rekstrarfélag ráðuneytanna ábyrgt fyrir sínum eigin hvítþvotti í leiðinni.
Skjalið var einnig vistað á opnu drifi ráðuneytisins, sem þessi svokallaða innri rannsókn fann ekki. Þessi rannsókn var hvítþvottur og mig grunar að starfsfólk rekstrarfélags ráðuneytanna sé orðið mjög þreytt á því að þetta sé kallað nokkurs konar rannsókn. Þeir voru að leita að tölvupósti SEM HANNA BIRNA FÉKK KLUKKAN 17:17 ÞANN 19. NÓVEMBER 2013, DAGINN FYRIR LEKANN! Það er nákvæmlega ekkert óskýrt við þessa staðreynd, enda kemur þetta fram í skjölum hæstaréttar.
Þá er maður ekki einu sinni byrjaður á hótunum hennar við lögreglustjórann, Stefán Eiríksson, stanslausum afskiptum hennar af rannsókninni og athugun Umboðsmanns Alþingis á þeim samskiptum.
Nú hreinlega nenni ég ekki að skrifa enn einn pistilinn um allt lekamálið, enda helvíti margt í því sem fór gjörsamlega úr skorðum við allt sem kallast getur eðlileg stjórnsýsla. En það sem eftir stendur, eftir allt saman, er að Hanna Birna og hennar örfáu stuðningsmenn láta ennþá eins og hún sé eitthvað fórnarlamb, eða að þetta hafi einhvern veginn ekki verið henni að kenna - velta því upp hvort hún hafi vitað af gjörðum Gísla Freys eða ekki.
Lekamálið snýst í meginatriðum um það hvernig hún hagaði sínum eigin gjörðum sem ráðherra. Hvort hún vissi af lekanum eða ekki er fullkomið aukaatriði eftir það sem á undan er gengið. - Það reyndar trúir því varla nokkur maður í alvörunni að hún hafi ekki vitað af lekanum, en segjum bara samt, að gamni, að hún hafi ekkert vitað af honum. Það breytir því ekki að hún gerði lítið úr málinu, sagði Alþingi ósátt, misnotaði rekstrarfélag ráðuneytanna til hvítþvottar og hafði í hótunum við lögreglustjórann sem rannsakaði málið. Enn þann dag í dag gerir hún lítið úr málinu og lætur eins og að hún geti látið alla ábyrgðina í hendur Gísla Freys.
Það er það versta við þetta allt saman. Skítur skeður og lífið heldur áfram... en það allra versta er að hún lætur ennþá eins og eitthvað fórnarlamb. Eins og að málið snúist í grundvallaratriðum um það hvort hún hafi vitað af gjörðum Gísla Freys eða ekki. Hvort sem hún vissi það eða ekki, þá gerði hún allt sem í sínu valdi stóð til þess að koma í veg fyrir að sannleikurinn yrði á endanum ljós.
Lekamálið er skólabókardæmi um hvernig nákvæmlega ekkert í stjórnsýslunni á að virka.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lekamálið

Umboðsmaður Alþingis: Borgarar verða að geta treyst því að stjórnmálamenn skipti sér ekki af lögreglurannsóknum
Fréttir

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is: Borg­ar­ar verða að geta treyst því að stjórn­mála­menn skipti sér ekki af lög­reglu­rann­sókn­um

„Ég tel nauð­syn­legt sem um­boðs­mað­ur Al­þing­is að vera á varð­bergi um að slík þró­un verði ekki í ís­lenskri stjórn­sýslu,“ seg­ir um­boðs­mað­ur í um­fjöll­un sinni um hátt­semi Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur í árs­skýrslu fyr­ir 2015. Af­skipti ráð­herra af störf­um lög­regl­unn­ar drógu dilk á eft­ir sér.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár