Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Heilsumeistarar kvarta undan „nornaveiðum“

Heilsu­meist­ara­skól­inn var­ar við um­fjöll­un fjöl­miðla um heild­ræn­ar með­ferð­ir og kall­ar þær „norna­veið­ar“.

Heilsumeistarar kvarta undan „nornaveiðum“
Barn með mislinga Heilsumeistaraskólinn lýsir efasemdum um áhrif bólusetninga.

Heilsumeistaraskólinn kennir meðferðir við ýmsum kvillum sem hafa ýmist enga vísindalega staðfestingu, raunverulega virkni, eða hafa verið afsannaðar. Í kynningu á náminu er vísað til menntamálaráðuneytisins. „Námið er viðurkennt sem 107 eininga nám frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.“

Áhrif sem vísindin geta ekki skýrt

Meðal fræða sem kennd eru í Heilsumeistaraskólanum eru tvær námslotur sem kallast Kjarnaolíur 1 og 2 og er þar kennt um ilmkjarna­olíur, samsetningu þeirra og efnafræði. Læknirinn Björn Geir Leifsson hefur gagnrýnt fullyrðingar um heilsuáhrif ilmkjarnaolíu á vefnum upplyst.org. 

Samkvæmt Birni Geir snýst þetta um „að ilmandi olíur sem soðnar eru úr alls konar plöntum eigi að hafa einhver dásamleg, læknandi áhrif gegnum húð eða við innöndun, sem vísindin geta ekki skýrt,“ og segir í grein hans. 

Stundin birti dæmi þess að heilsumeistari bauð einstaklingi með sykursýki, vanvirkan skjaldkirtil og lungnaveikindi, lækningameðferð sem myndi „vinna á orkukerfin“; styrkja lifur, meltingu og lungu.

Auk hvítu- og lithimnugreiningarinnar, eru einnig kennd fræði ilmkjarnaolía og blómadropa, en ekkert af þessu hefur neina sannaða virkni. Heilsumeistaraskólinn innheimtir því hundruð þúsunda króna fyrir kennslu í fræðum sem hafa ekki neina staðfesta eða raunverulega virkni fyrir utan lyfleysuáhrif. 

Gríðarleg hækkun í ársgjöldum

Námið tekur í heildina þrjú ár og er innritunargjaldið við skólann 287.500 kr. en þar að auki þarf að greiða 33.500 kr. fyrir hvern mánuð sem námið tekur, sem eru 36 mánuðir í heildina. Heildarkostnaður fyrir eitt ár í skólanum er 402.000 kr. 
Árleg skólagjöld við Heilsumeistaraskólann voru 27.900 kr. árið 2011, svo þau hafa hækkað um um það bil 1.240% miðað við verðbólgu og vísitölu síðastliðin fjögur ár. Í útskýringum á skólagjöldunum kemur einnig fram að þau séu ætluð fyrir námsgögn sem fylgja kennslulotum, kjarnaolíur, blómadropar, lífrænt grænmetisfæði í námslotum eftir því sem við á, lifandi fæði og fleira. Haft var samband við Lilju Oddsdóttur, skólameistara Heilsumeistaraskólans en engin svör fengust um hvað orsakaði hækkun á skólagjöldum til skólans.

„Það er kannski bara ekki rétt að segja að bólusetningar hafi bjargað málunum.“

Ósátt við umfjallanir fjölmiðla

Á póstlista Heilsumeistaraskólans var nýlega sendur út póstur þar sem sagt var frá umfjöllun fjölmiðla um heildrænar lækningar og er talað um umfjöllunina sem „nornaveiðar nútímans“. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sala á ósönnuðum meðferðum

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár