Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Heilsumeistarar kvarta undan „nornaveiðum“

Heilsu­meist­ara­skól­inn var­ar við um­fjöll­un fjöl­miðla um heild­ræn­ar með­ferð­ir og kall­ar þær „norna­veið­ar“.

Heilsumeistarar kvarta undan „nornaveiðum“
Barn með mislinga Heilsumeistaraskólinn lýsir efasemdum um áhrif bólusetninga.

Heilsumeistaraskólinn kennir meðferðir við ýmsum kvillum sem hafa ýmist enga vísindalega staðfestingu, raunverulega virkni, eða hafa verið afsannaðar. Í kynningu á náminu er vísað til menntamálaráðuneytisins. „Námið er viðurkennt sem 107 eininga nám frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.“

Áhrif sem vísindin geta ekki skýrt

Meðal fræða sem kennd eru í Heilsumeistaraskólanum eru tvær námslotur sem kallast Kjarnaolíur 1 og 2 og er þar kennt um ilmkjarna­olíur, samsetningu þeirra og efnafræði. Læknirinn Björn Geir Leifsson hefur gagnrýnt fullyrðingar um heilsuáhrif ilmkjarnaolíu á vefnum upplyst.org. 

Samkvæmt Birni Geir snýst þetta um „að ilmandi olíur sem soðnar eru úr alls konar plöntum eigi að hafa einhver dásamleg, læknandi áhrif gegnum húð eða við innöndun, sem vísindin geta ekki skýrt,“ og segir í grein hans. 

Stundin birti dæmi þess að heilsumeistari bauð einstaklingi með sykursýki, vanvirkan skjaldkirtil og lungnaveikindi, lækningameðferð sem myndi „vinna á orkukerfin“; styrkja lifur, meltingu og lungu.

Auk hvítu- og lithimnugreiningarinnar, eru einnig kennd fræði ilmkjarnaolía og blómadropa, en ekkert af þessu hefur neina sannaða virkni. Heilsumeistaraskólinn innheimtir því hundruð þúsunda króna fyrir kennslu í fræðum sem hafa ekki neina staðfesta eða raunverulega virkni fyrir utan lyfleysuáhrif. 

Gríðarleg hækkun í ársgjöldum

Námið tekur í heildina þrjú ár og er innritunargjaldið við skólann 287.500 kr. en þar að auki þarf að greiða 33.500 kr. fyrir hvern mánuð sem námið tekur, sem eru 36 mánuðir í heildina. Heildarkostnaður fyrir eitt ár í skólanum er 402.000 kr. 
Árleg skólagjöld við Heilsumeistaraskólann voru 27.900 kr. árið 2011, svo þau hafa hækkað um um það bil 1.240% miðað við verðbólgu og vísitölu síðastliðin fjögur ár. Í útskýringum á skólagjöldunum kemur einnig fram að þau séu ætluð fyrir námsgögn sem fylgja kennslulotum, kjarnaolíur, blómadropar, lífrænt grænmetisfæði í námslotum eftir því sem við á, lifandi fæði og fleira. Haft var samband við Lilju Oddsdóttur, skólameistara Heilsumeistaraskólans en engin svör fengust um hvað orsakaði hækkun á skólagjöldum til skólans.

„Það er kannski bara ekki rétt að segja að bólusetningar hafi bjargað málunum.“

Ósátt við umfjallanir fjölmiðla

Á póstlista Heilsumeistaraskólans var nýlega sendur út póstur þar sem sagt var frá umfjöllun fjölmiðla um heildrænar lækningar og er talað um umfjöllunina sem „nornaveiðar nútímans“. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sala á ósönnuðum meðferðum

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár