Tveir hagfræðingar sem Stundin hefur rætt við furða sig á ummælum forsætisráðherra um að verðtryggð íslensk króna sé „sterkasti og stöðugasti“ gjaldmiðill í heimi.
Sigmundur lét orðin falla í viðtali á Bylgjunni í morgun þegar rætt var um að margir kenndu íslensku krónunni um háa vexti á Íslandi. „Þá bendi ég á, eins og fleiri hafa nú bent á, að við erum í rauninni með sterkasta og stöðugasta gjaldmiðil heims sem er verðtryggða krónan,“ sagði forsætisráðherra.
Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir ummælin athyglisverð. „Er ekki örugglega búið að birta þetta á Bloomberg?“ spyr hann og bætir við: „Og er forsætisráðherra ekki líka búinn að skrifa Op-ed grein í Financial Times til að vekja athygli umheimsins á ónýttum hagnaðartækifærum?“
Athugasemdir