Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hagfræðingar hissa á Sigmundi

For­sæt­is­ráð­herra full­yrti að verð­tryggð ís­lensk króna væri sterk­asti og stöð­ug­asti gjald­mið­ill í heimi. Stund­in ræddi við Þor­vald Gylfa­son og Þórólf Matth­ías­son um mál­ið.

Hagfræðingar hissa á Sigmundi

Tveir hagfræðingar sem Stundin hefur rætt við furða sig á ummælum forsætisráðherra um að verðtryggð íslensk króna sé „sterkasti og stöðugasti“ gjaldmiðill í heimi. 

Sigmundur lét orðin falla í viðtali á Bylgjunni í morgun þegar rætt var um að margir kenndu íslensku krónunni um háa vexti á Íslandi. „Þá bendi ég á, eins og fleiri hafa nú bent á, að við erum í rauninni með sterkasta og stöðugasta gjaldmiðil heims sem er verðtryggða krónan,“ sagði forsætisráðherra. 

Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir ummælin athyglisverð. „Er ekki örugglega búið að birta þetta á Bloomberg?“ spyr hann og bætir við: „Og er forsætisráðherra ekki líka búinn að skrifa Op-ed grein í Financial Times til að vekja athygli umheimsins á ónýttum hagnaðartækifærum?“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Gjaldeyrishöft

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu