Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra fór hörðum orðum um þingmenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi í dag þegar rætt var um lagasetningu á kjaradeilur undir liðnum um fundarstjórn forseta. Gagnrýndi stjórnarandstaðan ríkisstjórnina harðlega vegna áforma um að setja lög á verkföll BHM og Félags hjúkrunarfræðinga.
„Það er gaman að sjá hvað stjórnarandstaðan nýtur þess núna að vera í sviðsljósinu. Ekki naut stjórnarandstaðan núverandi því [sic] að vera í sviðsljósinu þegar hún var hér á síðasta kjörtímabili þegar hún var að leiða stjórn landsins. Hvernig var það, hvernig var það þá?“ spurði utanríkisráðherra og nefndi að á síðasta kjörtímabili hefðu verið sett lög á flugvirkja. „Hvernig var umræðan hérna þá? Var þar hroki og hræsni sem þá var um að ræða?“ spurði hann og ávítti Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, þingkonu Samfylkingarinnar fyrir að hafa kosið með lögum á það verkfall.
Athugasemdir