Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Guðni veit meira - sér nýja ríkisstjórn

Guðni Th. Jó­hann­es­son for­seti ræddi við alla for­menn flokk­anna og sér nýja rík­is­stjórn í mynd­un á næstu dög­um. Katrín Jak­obs­dótt­ir ræð­ir við flokk sinn í dag og úti­lok­ar ekki sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um.

Guðni veit meira - sér nýja ríkisstjórn
Guðni á Bessastöðum Forsetinn var glaðbeittur á Bessastöðum þar sem hann lýsti því að hann væri vongóður um nýja ríkisstjórn eftir samtöl við formenn allra flokka. Mynd: RÚV

Svo virðist sem formenn flokks eða flokka hafi lýst því yfir við Guðna Th. Jóhannesson forseta að þeir myndu endurskoða þá afstöðu sína að útiloka samstarf við tiltekna flokka.

Nú eru aðeins eftir ríkisstjórnarmöguleikar sem flokkar hafa útilokað. Til dæmis hafa Vinstri grænir því sem næst útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokknum, Píratar úilokuðu Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk og Viðreisn útilokaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki saman. 

Guðni sagðist á blaðamannafundi á Bessastöðum í dag hafa ástæðu til að ætla að ný ríkisstjórn geti verið í gerjun.

Hann var spurður af fréttamanni RÚV hvort hann væri vongóður:

Ertu bjartsýnn á að þessar óformlegu viðræður skili árangri, og það strax í næstu viku? „Já.“

Hefurðu eitthvað fyrir þér í því? „Já.“

Guðni byggir afstöðu sína á samtali við formenn flokkanna.„Ég er nýbúinn að tala við formenn eða fulltrúa allra flokka og allir sannfærðu mig um það, sem ég lagði brýna áherslu á, að það mætti ekki útiloka leiðir fyrirfram. Ég vildi ekki segja að nú væru þeir tímar liðnir, en ég bað alla um að átta sig á þeirri ábyrgð sem á þeim hvílir og það tóku allir undir að það væri í þeirra verkahring að sjá til þess að hér væri starfhæf ríkisstjórn og allir kváðust að vilja gerðir að leita allra mögulegra lausna.“

Katrín virðist opin fyrir Sjálfstæðisflokknum

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segist í samtali við Stundina ekki hafa útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokknum. 

Ertu búin að biðja þingflokkinn að endurskoða hug sinn til samstarfs við sjálfstæðisflokkinn? 

„Nei, ég hef ekki beðið um það en ég vænti þess að við förum yfir þessi mál í dag.“

Svo það gæti farið svo að þið endurskoðið ykkar afstöðu til Sjálfstæðisflokksins? 

„Ég hef aldrei útilokað samstarf Sjálfstæðisflokkinn en alltaf bent á það að það er málefnalega langt á milli.“

Það hefur ekkert breyst?

„Nei, það breytist ekki, nema allir fari að horfa á þetta með nýjum hætti.“

Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir hafa samtals 31 þingmann og gætu myndað ríkisstjórn með þriðja flokki, hvort sem það væri 34 þingmanna stjórn með Samfylkingu, 35 þingmanna stjórn með Bjartri framtíð, eða sterkari stjórnir með öðrum flokkum.

Ríkisstjórnarmyndanir Viðreisnar og Bjartrar framtíðar með Sjálfstæðisflokknum, annars vegar, og Vinstri grænum, Pírötum og Samfylkingu, hins vegar, hafa ekki gengið upp.

Katrín sagði á fundi á Bessastöðum í dag „kannski of snemmt að segja til um“ mögulega ríkisstjórn VG og Sjálfstæðisflokks. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Aðalsteinn Kjartansson
2
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Ísland vaknar
5
GreiningÓgnir Íslands

Ís­land vakn­ar

Ís­land stend­ur frammi fyr­ir breyttu lands­lagi í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um. Ut­an­rík­is­ráð­herra kynnti í vik­unni til­lögu að mót­un varn­ar­stefnu sem mið­ar að því að greina ógn­ir og varn­ar­bún­að. Gagn­rýn­end­ur telja stjórn­völd hafa van­rækt varn­ar­mál­in og ekki lag­að stefn­una að breytt­um veru­leika. Pró­fess­or sagði fyr­ir þrem­ur ár­um: „Þyrnirós svaf í heila öld: Hversu lengi ætl­um við að sofa á verð­in­um?“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
4
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
5
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár