Guðmundur Kristjánsson, útgerðarmaður kenndur við Brim, er sá einstaklingur sem ræður óbeint yfir mestum kvóta innan kvótakerfisins á Íslandi þegar eignarhald og aflaheimildir stærstu útgerðanna er greindur niður. Sá kvóti sem Guðmundur hefur yfir að ráða persónulega í gegnum Brim og eignarhald sitt í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum nemur rétt rúmlega 4,5 prósentum af heildarkvótanum á Íslandi. Verðmæti þessa kvóta Guðmundar, út frá varlega áætluðu söluverðmæti á aflaheimildum út frá þorskígildistonnum, er rúmlega 35 milljarðar króna.
Þá er Guðmundur í þriðja sætinu yfir kvótahæstu útgerðarmennina í makríl með áætluð 5.3 prósent af þeim 135 þúsund tonnum sem úthluta á, eða rúm 7600 þúsund tonn.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í úttekt Stundarinnar á helstu kvótahöfum Íslands og hvers virði veiðiheimildir þeirra eru.
Athugasemdir