Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Tíu einstaklingar fá kvóta í makríl fyrir 35 milljarða

Áætl­að sölu­verð­mæti afla­heim­ilda stærstu út­gerða Ís­lands er æv­in­týra­legt. Til stend­ur að af­henda nokkr­um þeirra stærstu mak­ríl­kvóta sem þær geta fram­selt til við­bót­ar þeim kvóta sem þær ráða yf­ir í dag. Áætl­að sölu­verð­mæti mak­ríl­kvót­ans sem tíu út­gerð­ir fá er rúm­lega 70 millj­arð­ar króna.

Tíu einstaklingar fá kvóta í makríl fyrir 35 milljarða
Veiðigjöldunum mótmælt Útgerðarmenn boðuðu til mótmæla á Austurvelli vegna hækkana á veiðigjöldum og sigldu mörg fyrirtæki skipum sínum til Reykjavíkurhafnar. Makrílfrumvarpið færir stærstu útgerðum landsins tugmilljarða verðmæti án endurgjalds.

Guðmundur Kristjánsson, útgerðarmaður kenndur við Brim, er sá einstaklingur sem ræður óbeint yfir mestum kvóta innan kvótakerfisins á Íslandi þegar eignarhald og aflaheimildir stærstu útgerðanna eru greindar niður. Sá kvóti sem Guðmundur hefur yfir að ráða persónulega í gegnum Brim og eignarhald sitt í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum nemur rétt rúmlega 4,5 prósentum af heildarkvótanum á Íslandi. Verðmæti þessa kvóta Guðmundar, út frá varlega áætluðu söluverðmæti á aflaheimildum út frá þorskígildistonnum, er rúmlega 35 milljarðar króna.

Stundin hefur tekið út umráðaréttinn yfir aflaheimildunum sem Fiskistofa úthlutar og sundurgreint hvaða einstaklingar það eru sem fara með þessar afla­heimildir. Ein af niðurstöðunum er sú að þeir fimm einstaklingar, sem ráða yfir mestum kvóta á Íslandi í gegnum eina eða fleiri af tíu stærstu útgerðunum miðað við kvóta, ráði óbeint, í gegnum eignarhaldsfélög og útgerðir, yfir meira en 15 prósent af úthlutaðri heimild til að nýta stærstu auðlind Íslendinga.

Tíu stærstu útgerðarfyrirtæki landsins hafa ráðstöfunarrétt yfir meirihlutanum af fiskveiðiauðlindinni, eða rúmlega 54 prósentum fiskveiðikvótans, en þessi hlutdeild þeirra hefur aukist um rúmlega 2,5 prósentustig frá því í árslok 2007. Sé litið enn lengra aftur, til ársins 2004, þá hefur hlutdeild tíu stærstu útgerðanna aukist um rúmlega tíu prósentustig á tíu árum. Sú samþjöppun sem orðið hefur í aflaheimildum á Íslandi síðastliðin tíu ár blasir því við.

Úthluta makrílkvóta fyrir 70 milljarða

Við þetta bætist svo makríllinn verðmæti, sem er ekki inni í þessari heildartölu yfir úthlutaðan kvóta, þar sem hann er ekki orðinn hluti af kvótakerfinu. Makríllinn var næst verðmætasta sjávarafurðin sem Ísland flutti út í fyrra þegar útflutningsverðmæti hans nam rúmlega 22,4 milljörðum króna.

Til stendur að úthluta 135 þúsund tonna makrílkvóta af 150 þúsund tonna heildarkvóta til nokkurra stórra útgerða út frá veiðireynslu þeirra á tegundinni á árunum 2011 til 2014 en Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra leggur makrílfrumvarpið fram. Þessar tölur komu fram í úttekt Fiskifrétta um afleiðingar makrílfrumvarpsins í síðasta mánuði. Þegar heildarsöluverðmæti þessara 90 prósenta af makrílkvótanum er reiknað út, miðað við þær forsendur sem gefnar eru í þessari grein, kemur fram að það er rúmir 70 milljarðar króna. Ef frumvarpið verður að veruleika geta þessar útgerðir selt og eða veðsett makrílkvótann líkt og gildir um annan kvóta.

Fær nú 10 milljarða kvóta
Fær nú 10 milljarða kvóta Guðbjörg Matthíasdóttir í Vestmannaeyjum, stærsti eigandi Morgunblaðsins, fær ígildi 10 milljarða króna af auðlindum Íslendinga ef frumvarp Sigurðar Inga Jóhannsonar sjávarútvegsráðherra um makrílkvóta gengur eftir.

Í makrílveiðunum hefur samþjöppunin verið enn meiri en nefnt er í tilviki annarra aflaheimilda hér að ofan því fimm stærstu útgerðirnar hafa umráðarétt yfir samtals 57 prósentum af þeim 135 þúsund tonnum sem um ræðir.

HB Grandi fær úthlutað mest allra útgerðarfélaga af þessum aflaheimildum í makríl ef frumvarpið verður samþykkt á Alþingi. Útgerðin fær nærri 20 þúsund tonn af makríl og er áætlað söluverðmæti þess fisks rúmlega 13,5 milljarðar króna.  

Sá einstaki útgerðarmaður sem er langefstur á listanum yfir óbeinan umráðarétt yfir aflaheimildum í makríl er Guðbjörg Matthíasdóttir, eigandi Ísfélagsins í Vestmannaeyjum. Makrílkvótinn sem hún mun hafa óbeinan umráðarétt yfir í gegnum Ísfélagið er rúmlega 10 milljarða króna virði. Áætlað heildarsöluverðmæti kvótans sem Guðbjörg, og níu aðrir óbeinir eigendur íslenskra stórútgerða, fá úthlutað á grundvelli veiðireynslu ef makrílfrumvarpið verður að lögum nemur rúmum 35 milljörðum króna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Makrílmálið

Íslenska ríkið gefur stór­útgerðum og lax­eldis­fyrirtækjum kvóta fyrir 250 milljarða
ÚttektMakrílmálið

Ís­lenska rík­ið gef­ur stór­út­gerð­um og lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um kvóta fyr­ir 250 millj­arða

Ís­lensk­ir út­gerð­ar­menn eins og Þor­steinn Már Bald­vins­son, Guð­mund­ur Kristjáns­son og Guð­björg Matth­ías­dótt­ir hafa feng­ið mak­ríl­kvóta upp á millj­arða króna frá ís­lenska rík­inu. Eig­end­um ís­lenskra lax­ed­is­fyr­ir­tækja er sömu­leið­is út­hlut­að lax­eldisk­vót­um sem greiða þarf tugi millj­arða fyr­ir í Nor­egi.
Stjórnarflokkarnir fengu milljónir frá útgerðarfélögum sem þeir ætluðu að gefa makrílkvóta
Fréttir

Stjórn­ar­flokk­arn­ir fengu millj­ón­ir frá út­gerð­ar­fé­lög­um sem þeir ætl­uðu að gefa mak­ríl­kvóta

HB Grandi, Sam­herji, Ís­fé­lag Vest­manna­eyja, Vinnslu­stöð­in og Síld­ar­vinnsl­an styrktu Sjálf­stæð­is­flokk­inn og Fram­sókn­ar­flokk­inn um 3,4 millj­ón­ir sama ár og Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son lagði fram hið um­deilda mak­ríl­frum­varp sem gerði ráð fyr­ir að um­rædd fyr­ir­tæki fengju helm­ing kvót­ans út­hlut­að­an til 6 ára.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár