Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Stjórnarflokkarnir fengu 10 milljónir frá fimm útgerðarfélögum sem þeir ætluðu að gefa helming makrílkvótans

HB Grandi, Sam­herji, Ís­fé­lag Vest­manna­eyja, Vinnslu­stöð­in og Síld­ar­vinnsl­an styrktu Sjálf­stæð­is­flokk­inn og Fram­sókn­ar­flokk­inn um 3,4 millj­ón­ir sama ár og Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son lagði fram hið um­deilda mak­ríl­frum­varp sem gerði ráð fyr­ir að um­rædd fyr­ir­tæki fengju helm­ing kvót­ans út­hlut­að­an til 6 ára.

Stjórnarflokkarnir fengu 10 milljónir frá fimm útgerðarfélögum sem þeir ætluðu að gefa helming makrílkvótans

Þau fimm útgerðarfyrirtæki sem áttu að fá helming alls makrílkvóta úthlutaðan til sex ára samkvæmt makrílfrumvarpi ríkisstjórnarinnar styrktu Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn um samtals 3,4 milljónir króna sama ár og frumvarpið var lagt fram. Þetta sýna ársreikningar stjórnarflokkanna.

Áætlað söluverðmæti makrílkvótans sem flokkarnir vildu úthluta fyrirtækjunum nema um 53 milljörðum króna, en um er að ræða fyrirtækin HB Granda, Samherja, Ísfélag Vestmannaeyja, Vinnslustöðina og Síldarvinnsluna. Á yfirstandandi kjörtímabili, þ.e. árin 2013, 2014 og 2015, hafa þessi fimm fyrirtæki styrkt núverandi stjórnarflokka um samtals 10,1 milljón króna. 

Uppi varð fótur og fit þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og núverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lagði fram frumvarp þann 1. apríl 2015 um að aflaheimildum í makríl yrði úthlutað til sex ára á grundvelli veiðireynslu. Um leið var lagt til að ekki yrði hægt að breyta úthlutuninni nema með sex ára fyrirvara og að hendur næstu ríkisstjórna yrðu þannig bundnar. 

Stundin greindi frá því í forsíðuúttekt að ef frumvarpið yrði að lögum fengju í raun tíu einstaklingar úthlutaðan makrílkvóta að verðmæti um 35 milljarða króna. Þá var áætlað söluverðmæti makrílkvóta sem átti að renna í skaut tíu stórra útgerðarfyrirtækja rúmlega 70 milljarðar, eða 90 prósent af söluverðmæti alls makrílkvótans sem til stóð að afhenda án endurgjalds. 

Frumvarpið féll í grýttan jarðveg og 51 þúsund manns skrifuðu undir áskorun til for­seta Ís­lands um að vísa því í þjóðaratkvæðagreiðslu ef það yrði samþykkt. Á endanum dagaði frumvarpið uppi í atvinnuveganefnd. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fiskveiðar

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár