Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hríseyingur grunaður um að hafa ráðist grímuklæddur inn í tjald sautján ára stúlku og reynt að nauðga henni

Hrís­ey­ing­ur hef­ur ver­ið hand­tek­inn af lög­regl­unni á Ak­ur­eyri grun­að­ur um að hafa ráð­ist grímu­klædd­ur inn í tjald franskr­ar stúlku og reynt að brjóta á henni kyn­ferð­is­lega. Mál­ið kom upp í sum­ar.

Hríseyingur grunaður um að hafa ráðist grímuklæddur inn í tjald sautján ára stúlku og reynt að nauðga henni

Hríseyingur hefur verið handtekinn af lögreglunni á Akureyri grunaður um hafa brotið kynferðislega á frönskum ferðamanni. Málið kom upp seint í júlí. Um er að ræða franska stúlku, sautján ára gamla, sem leitaði til lögreglu að morgni sunnudags og lagði fram kæru gegn umræddum manni. Hún tjáði lögreglu að hann hefði brotið á henni kynferðislega og enn fremur lagt á hana hendur. Maðurinn var á sínum tíma handtekinn og yfirheyrður. Honum var þó sleppt en hefur nú verið færður í gæsluvarðhald til 10. desember, eftir niðurstöðu lífssýnaprófs.

Gunnar Jóhannsson, lögreglufulltrúi í rannsóknarlögreglunni á Akureyri, segir að fréttatilkynningar sé að vænta á næstu mínútum vegna málsins. „Þetta er framhald á þessu máli síðan í sumar. Þetta er ung kona, franskur ferðamaður, sem var í tjaldi og það var ráðist inn til hennar og á þeim tíma var maður grunaður um verknaðinn. Hann var látinn laus vegna þess að það var ekki hægt að halda honum lengur. Hann var handtekinn aftur í gær eftir að niðurstöður úr DNA prófi lágu fyrir,“ segir Gunnar.

Í fyrstu fréttum af málinu var talað um líkamsárás en ekki kynferðisbrot. Í frétt RÚV um málið í sumar var sagt að ókunnur karlmaður hefði ráðist á hana slegið hana í andlitið.

Tilkynning lögreglu í heild sinni:

Þann 25. júlí s.l. var ráðist inn í tjald hjá erlendum ferðamanni á tjaldstæðinu í Hrísey. Um var að ræða 17 ára stúlku og bar hún að maður hefði veist að henni kynferðislega og einnig beitt hana líkamlegu ofbeldi. Sagði hún árásarmanninn hafa verið grímuklæddan. Konan hlaut nokkra áverka. Á sínum tíma var  maður á þrítugsaldri handtekinn  grunaður um verknaðinn og úrskurðaður í fjögurra daga gæsluvarðhald vegna rannsóknar málsins en látinn laus eftir að rannsóknarhagsmunir gáfu ekki tilefni til frekari gæsluvarðahalds á þeim tíma.

Í gærdag þann 11. nóvember var sami aðili handtekinn á ný grunaður um verknaðinn eftir að niðurstöður úr DNA rannsóknum lágu fyrir. Var hann nú í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Norðurlands eystra til 10. desember n.k. Var það gert á grundvelli alvarleika málsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynferðisbrot

Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
„Strákar sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru að stunda þetta“
Viðtal

„Strák­ar sem mér hefði aldrei dott­ið í hug að væru að stunda þetta“

Krist­björg Mekkín Helga­dótt­ir varð fyr­ir sta­f­rænu kyn­ferð­isof­beldi ný­byrj­uð í mennta­skóla. Hún fékk ábend­ingu frá vini sín­um að mynd sem hún hafði að­eins ætl­að kær­asta sín­um væri kom­in í dreif­ingu. Frá þeirri stundu hef­ur Krist­björg fylgst með síð­um þar sem slík­ar mynd­ir fara í dreif­ingu, lát­ið þo­lend­ur vita og hvatt þá til að hafa sam­band við lög­regl­una, en þeir sem dreifi þeim séu bara „strák­ar úti í bæ“.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
4
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár