Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Greiningardeild Arion banka: Bankaskatturinn ein af ástæðum þess hve vextir eru háir

Sér­staki skatt­ur­inn á fjár­mála­fyr­ir­tæki var lög­fest­ur ár­ið 2010 en víkk­að­ur út og hækk­að­ur um­tals­vert í tíð síð­ustu rík­is­stjórn­ar til að standa und­ir 80 millj­arða rík­is­út­gjöld­um vegna höf­uð­stóls­lækk­un­ar verð­tryggðra hús­næð­is­lána. Grein­ing­ar­deild Ari­on banka full­yrð­ir að skatt­ur­inn hafi þrýst upp út­lána­vöxt­um bank­anna.

Greiningardeild Arion banka: Bankaskatturinn ein af ástæðum þess hve vextir eru háir

Greiningardeild Arion banka fullyrðir að bankaskatturinn hafi þrýst upp útlánavöxtum íslenskra banka og grafið undan samkeppnishæfni þeirra.

Sérstaki skatturinn á fjármálafyrirtæki var lögfestur árið 2010 en víkkaður út og hækkaður umtalsvert í tíð síðustu ríkisstjórnar til að standa undir 80 milljarða ríkisútgjöldum vegna höfuðstólslækkunar verðtryggðra húsnæðislána. Að mati greiningardeildarinnar er skatturinn einn þeirra þátta sem valda því að vaxtastigið á Íslandi er hátt. Seðlabankanum sé reglulega kennt um hátt vaxtastig en í raun hafi löggjafarvaldið, Alþingi, meiri áhrif á vaxtaþróunina.

„Eins og við lesum stefnu ríkisstjórnarflokkanna, ummæli ýmissa þingmanna, áherslur fjármálaráðherra og umræðuna í samfélaginu virðist að sem mikill vilji sé til að ná að lækka vaxtastig á Íslandi. Það ætti því að vera ánægjulegt fyrir ráðamenn að valdið er að miklu leyti í þeirra höndum,“ segir í fréttabréfi greiningardeildarinnarfrá því í morgun. Yfirskrift þess er „Alþingi hefur meiri áhrif á vaxtastig en Seðlabankinn“. 

Bent er á að stjórnvöld hafi ýmis spil á hendi ef vilji sé til þess að lækka fjármagnskostnað og vaxtastig á Íslandi. „Þar má nefna endurskoðun á 3,5% raunvaxtaviðmiði lífeyrissjóða, lækkun sérstaks skatts á skuldir fjármálafyrirtækja og að leggja fjármagnstekjuskatt á raunvexti en ekki nafnvexti. Mikilvægast er samt að gæta skynsamlegs aðhalds í rekstri og fjárfestingum þannig að hið opinbera sé ekki í stöðugri samkeppni við fyrirtækin og heimilin um lánsfjármagn.“

Eins og Stundin hefur áður fjallað um nema sérstakir skattar á fjármálafyrirtæki nú um 20 prósentum af rekstrarkostnaði þeirra. Í greiningu sem Capacent birti í fyrra er bent á að þetta geti vart annað en þrýst upp vöxtum. „Reikna má með að vextir séu að einhverju leyti hærri vegna þessara gjalda. Þetta er sérstaklega áhugavert í ljósi umræðu um vanda ungs fólks að koma sér upp húsnæði. Hár vaxtakostnaður bitnar fyrst og fremst á ungu fólki og barnafjölskyldum eða þeim þjóðfélagshópum sem skulda mest,“ segir í greiningu fyrirtækisins. 

Greiningardeild Arion banka virðist sama sinnis og bendir á að sérstaki skatturinn á skuldir fjármálafyrirtækja nemur 0,376% af árlegum heildarskuldum fyrirtækja sem hafa heimild til að taka við innlánum. Skatturinn skilaði 9 milljörðum frá stóru bönkunum þremur í fyrra eða rúmum 9% af hreinum vaxtatekjum þeirra. „Þessi kostnaðarauki leggst beint ofan á fjármögnunarkostnað er því til þess fallinn að hækka útlánavexti,“ segir í fréttabréfi greiningardeildarinnar sem bendir jafnframt á að skatturinn skerði samkeppni.

„Erlendir bankar, sem keppa við þá íslensku um að veita útflutningsfyrirtækjum lán, þurfa ekki að greiða bankaskatt og standa að því leyti til betur að vígi. Einnig dregur þetta úr samkeppni á íbúðalánamarkaði, þar sem lífeyrissjóðir, sem greiða hvorki bankaskatt né tekjuskatt, geta oft boðið hagstæðari kjör. Afnám bankaskatts er því til þess fallið að lækka vaxtastig í landinu og auka samkeppni á fjármálamarkaði.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár