Ríkið fékk ekki krónu fyrir Iðnskólann í Reykjavík þegar hann var sameinaður Tækniskólanum. Þetta kemur fram í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar, mennta- og menningarmálaráðherra, við skriflegri fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna. Svandís spurði Kristján Þór meðal annars hvert hefði verið virði þeirra eigna Iðnskólans í Hafnarfirði sem runnu inn í Tækniskólann við sameininguna. Þá spurði hún hvað Tækniskólinn hefði greitt íslenska ríkinu fyrir Iðnskólann í Reykjavík.
Í svari menntamálaráðherra kemur fram að Tækniskólanum hafi verið falinn rekstur þeirra eigna sem hann fékk með Iðnskólanum í Hafnarfirði. Ráðherra segir jafnframt að engar greiðslur hafi átt sér stað frá Tækniskólanum fyrir Iðnskólann í Hafnarfirði eða þær eignir sem honum fylgdu. Ríkið sé ennþá eigandi allra þessara eigna þrátt fyrir að Tækniskólinn hafi afnot af þeim.
Athugasemdir