Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Einkareknir skólar fá eignir ríkisins í sína umsjá sér að kostnaðarlausu

Eign­ir skóla í op­in­berri eigu hafa ít­rek­að ver­ið færð­ar í rekst­ur einka­að­ila án þess að nokk­uð fá­ist fyr­ir þær.

Einkareknir skólar fá eignir ríkisins í sína umsjá sér að kostnaðarlausu
Ríkið á ennþá eignirnar Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra segir ríkið ennþá eiganda þessara eigna þrátt fyrir að aðilar í einkarekstri hafi nú umsjón með þeim. Mynd: Pressphotos

Íslenska ríkið fékk ekki krónu fyrir Vélskóla Íslands, Stýrimannaskólann og Iðnskólann í Reykjavík þegar skólarnir voru lagðir niður og eignir þeirra færðar í hendur Menntafélagsins/Fjöltækniskólans og Tækniskólans. Þetta kemur fram í svörum Kristjáns Þórs Júlíussonar, mennta- og menningarmálaráðherra, við skriflegum fyrirspurnum Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna. Svandís spurði Kristján Þór meðal annars hvert hefði verið virði þeirra eigna sem runnu yfir til einkaaðila með þessum hætti. Þá spurði hún hvað umræddir aðilar, svo sem Tækniskólinn, hefðu greitt íslenska ríkinu fyrir skólana.

Í svörum menntamálaráðherra kemur fram að ekkert hafi verið greitt skólana eða eignir þeirra þar sem þær væru tæknilega séð ennþá í eigu ríkisins. Menntafélaginu/Fjöltækniskólanum og síðar Tækniskólanum hafi einfaldlega verið falin rekstur þeirra eigna sem þeir fengu við sameiningu við umrædda skóla. Ráðherra segir jafnframt að engar greiðslur hafi átt sér stað fyrir skólana eða þær eignir sem þeim fylgdu. Ríkið sé ennþá eigandi allra þessara eigna þrátt fyrir að aðilar í einkarekstri hafi nú umsjón með þeim og afnot af þeim. Stundin greindi nýlega frá því að Iðnskólinn í Reykjavík hefði runnið með þessum sama hætti inn í Tækniskólann án þess þó að ríkið hefði fengið nokkuð greitt fyrir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Einkarekstur í skólakerfinu

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár