Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Einkareknir skólar fá eignir ríkisins í sína umsjá sér að kostnaðarlausu

Eign­ir skóla í op­in­berri eigu hafa ít­rek­að ver­ið færð­ar í rekst­ur einka­að­ila án þess að nokk­uð fá­ist fyr­ir þær.

Einkareknir skólar fá eignir ríkisins í sína umsjá sér að kostnaðarlausu
Ríkið á ennþá eignirnar Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra segir ríkið ennþá eiganda þessara eigna þrátt fyrir að aðilar í einkarekstri hafi nú umsjón með þeim. Mynd: Pressphotos

Íslenska ríkið fékk ekki krónu fyrir Vélskóla Íslands, Stýrimannaskólann og Iðnskólann í Reykjavík þegar skólarnir voru lagðir niður og eignir þeirra færðar í hendur Menntafélagsins/Fjöltækniskólans og Tækniskólans. Þetta kemur fram í svörum Kristjáns Þórs Júlíussonar, mennta- og menningarmálaráðherra, við skriflegum fyrirspurnum Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna. Svandís spurði Kristján Þór meðal annars hvert hefði verið virði þeirra eigna sem runnu yfir til einkaaðila með þessum hætti. Þá spurði hún hvað umræddir aðilar, svo sem Tækniskólinn, hefðu greitt íslenska ríkinu fyrir skólana.

Í svörum menntamálaráðherra kemur fram að ekkert hafi verið greitt skólana eða eignir þeirra þar sem þær væru tæknilega séð ennþá í eigu ríkisins. Menntafélaginu/Fjöltækniskólanum og síðar Tækniskólanum hafi einfaldlega verið falin rekstur þeirra eigna sem þeir fengu við sameiningu við umrædda skóla. Ráðherra segir jafnframt að engar greiðslur hafi átt sér stað fyrir skólana eða þær eignir sem þeim fylgdu. Ríkið sé ennþá eigandi allra þessara eigna þrátt fyrir að aðilar í einkarekstri hafi nú umsjón með þeim og afnot af þeim. Stundin greindi nýlega frá því að Iðnskólinn í Reykjavík hefði runnið með þessum sama hætti inn í Tækniskólann án þess þó að ríkið hefði fengið nokkuð greitt fyrir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Einkarekstur í skólakerfinu

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
3
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár