Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

„Grafalvarlegt“ hjá ritstjóra Fréttablaðsins segir Ögmundur

Þing­mað­ur­inn gagn­rýn­ir að­al­rit­stjóra Frétta­blaðs­ins. Seg­ir að fjöl­miðl­ar megi ekki mis­fara með vald sitt.

„Grafalvarlegt“ hjá ritstjóra Fréttablaðsins segir Ögmundur
Gagnrýnir leiðara Ögmundur Jónasson gagnrýnir leiðara Kristínar Þorsteinssonar í grein í Fréttablaðinu í dag og beinir þeim tilmælum til fjölmiðla að þeir misfari ekki með vald sitt. Mynd: Pressphotos

„Í mínum huga er niðurlagssetningin í tilvitnuðum leiðara grafalvarleg í ljósi þess að ritstjórinn sem skrifar þessa herhvöt er jafnframt æðsti stjórnandi allrar 365 fjölmiðlasamsteypunnar sem er í eigu málsaðila dómsmála sem undirbúin hafa verið hjá því embætti sem spjótum skal nú beint að,“ segir Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag um leiðara sem Kristín Þorsteinsdóttir, aðalritstjóri 365, hefur skrifað í Fréttablaðið um dómstóla og dómsmál vegna meintra efnahagsbrota í aðdraganda efnahagshrunsins.  

„Í mínum huga er niðurlagssetningin í tilvitnuðum leiðara grafalvarleg“

Grein Ögmundar ber yfirskriftina „Ákall til fjölmiðla“ en í henni vísar hann sérstaklega til niðurlags leiðara Kristínar og beinir þeim tilmælum til fjölmiðla að þeir misfari ekki með vald sitt. Niðurlag leiðara Kristínar var: „Sérstakur saksóknari gegnir mikilvægu embætti. Hann hefur örlög fjölda manna í höndum sér. Hvaða skoðun sem fólk hefur á persónum og leikendum getum við vonandi öll sammælst um að tilgangurinn helgar ekki alltaf meðalið þegar örlög fólks eru í húfi. Það er nauðsynlegt að upplýsa hvort sérstakur saksóknari laug þegar hann sagðist ekki hafa vitað um tengsl Sverris og Ólafs Ólafssonar. Niðurstaða Hæstaréttar er óboðleg, og má ekki verða endahnútur þessa máls. Nú taka fjölmiðlar við.“

Jón Ásgeir Jóhannesson
Jón Ásgeir Jóhannesson Eiginmaður aðaleiganda 365, og fyrrverandi aðaleigandi félagsins, er fyrir dómi vegna meintra efnahagsbrota. Á sama tíma skrifar aðalritstjóri blaðsins leiðara um að fjölmiðlar eigi að taka á málefnum Hæstaréttar. Hér sést Jón Ásgeir með verjanda sínum, Gesti Jónssyni. Gestur er mágur aðalritstjóra Fréttablaðsins.

Hagsmunatengsl eigenda 365

Í leiðara sínum 4. apríl síðastliðinn gerði Kristín vinnubrögð Hæstaréttar og Sérstaks saksóknara að umtalsefni. Hún endaði leiðarann á ákalli til fjölmiðla um að taka á málefnum dómsvaldsins: „Niðurstaða Hæstaréttar er óboðleg, og má ekki verða endahnútur þessa máls. Nú taka fjölmiðlar við.“

„Niðurstaða Hæstaréttar er óboðleg, og má ekki verða endahnútur þessa máls.“

Um þetta textabrot segir Ögmundur: „Í mínum huga er niðurlagssetningin í tilvitnuðum leiðara grafalvarleg í ljósi þess að ritstjórinn sem skrifar þessa herhvöt er jafnframt æðsti stjórnandi allrar 365 fjölmiðlasamsteypunnar sem er í eigu málsaðila dómsmála sem undirbúin hafa verið hjá því embætti sem spjótum skal nú beint að.“ 

Síðasti hlutinn í þessu textabroti Ögmundar vekur athygli í ljósi þess að málflutningur hófst í Aurum-málinu í Hæstarétti Íslands í gær en þar er Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður aðaleiganda fjölmiðlasamsteypunnar 365, fyrir dómi. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði sakborningana í málinu en embætti sérstaks saksóknara áfrýjaði þeirri niðurstöðu til Hæstaréttar Íslands. 

Grein Ögmundar má lesa hér í heild sinni.

Greip inn í fréttaflutning

Kristín Þorsteinsdóttir var ráðin útgefandi 365 síðastliðið sumar. Síðasta haust tók hún einnig við stöðu aðalritstjóra 365. Ritstjórar Fréttablaðsins, Mikael Torfason og Ólafur Stephensen, létu af störfum eftir gagnrýni á vinnubrögð Kristínar. Fram kom að Kristín hefði gripið inn í fréttaflutning um samkeppnisaðila 365, með því að fjarlægja frétt af Vísi.is sem tengdist sjónvarpsstöðinni iSTV til að koma í veg fyrir að hún hlyti kynningu.

Ólafur Stephensen skrifaði sinn síðasta leiðara í Fréttablaðið um hættuna af áhrifavaldi eigenda á fjölmiðlaumfjallanir: „Siðareglur fjölmiðla skipta litlu sem engu máli ef vilji eigenda stendur ekki til þess í raun að starfrækja sjálfstæða miðla, þar sem ritstjórnin lýtur ekki eigendavaldi.“

„Siðareglur fjölmiðla skipta litlu sem engu máli“

Kristín Þorsteinsdóttir
Kristín Þorsteinsdóttir Áður en Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi upplýsingafulltrúi Baugs, var ráðin útgefandi og aðalritstjóri 365, hafði hún skrifað harðar greinar gegn rannsóknum á meintum efnahagsbrotum í aðdraganda hrunsins. Eitt viðfangsefni slíkra rannsókna er fyrrverandi aðaleigandi og eiginmaður núverandi aðaleiganda 365.

Áður en Kristín var ráðin ritstjóri og útgefandi hafði hún vakið athygli fyrir gagnrýni sína á rannsóknir á meintum brotum bankamanna og auðmanna í aðdraganda efnahagshrunsins. Þar sakaði hún Sérstakan saksóknara og dómstóla um fúsk og varaði við yfirvofandi „réttarmorðum“ í dómsmálunum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dómsmál

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
FréttirDómsmál

Ógn­aði heim­il­is­fólki með heima­gerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár