Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Grafalvarlegt“ hjá ritstjóra Fréttablaðsins segir Ögmundur

Þing­mað­ur­inn gagn­rýn­ir að­al­rit­stjóra Frétta­blaðs­ins. Seg­ir að fjöl­miðl­ar megi ekki mis­fara með vald sitt.

„Grafalvarlegt“ hjá ritstjóra Fréttablaðsins segir Ögmundur
Gagnrýnir leiðara Ögmundur Jónasson gagnrýnir leiðara Kristínar Þorsteinssonar í grein í Fréttablaðinu í dag og beinir þeim tilmælum til fjölmiðla að þeir misfari ekki með vald sitt. Mynd: Pressphotos

„Í mínum huga er niðurlagssetningin í tilvitnuðum leiðara grafalvarleg í ljósi þess að ritstjórinn sem skrifar þessa herhvöt er jafnframt æðsti stjórnandi allrar 365 fjölmiðlasamsteypunnar sem er í eigu málsaðila dómsmála sem undirbúin hafa verið hjá því embætti sem spjótum skal nú beint að,“ segir Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag um leiðara sem Kristín Þorsteinsdóttir, aðalritstjóri 365, hefur skrifað í Fréttablaðið um dómstóla og dómsmál vegna meintra efnahagsbrota í aðdraganda efnahagshrunsins.  

„Í mínum huga er niðurlagssetningin í tilvitnuðum leiðara grafalvarleg“

Grein Ögmundar ber yfirskriftina „Ákall til fjölmiðla“ en í henni vísar hann sérstaklega til niðurlags leiðara Kristínar og beinir þeim tilmælum til fjölmiðla að þeir misfari ekki með vald sitt. Niðurlag leiðara Kristínar var: „Sérstakur saksóknari gegnir mikilvægu embætti. Hann hefur örlög fjölda manna í höndum sér. Hvaða skoðun sem fólk hefur á persónum og leikendum getum við vonandi öll sammælst um að tilgangurinn helgar ekki alltaf meðalið þegar örlög fólks eru í húfi. Það er nauðsynlegt að upplýsa hvort sérstakur saksóknari laug þegar hann sagðist ekki hafa vitað um tengsl Sverris og Ólafs Ólafssonar. Niðurstaða Hæstaréttar er óboðleg, og má ekki verða endahnútur þessa máls. Nú taka fjölmiðlar við.“

Jón Ásgeir Jóhannesson
Jón Ásgeir Jóhannesson Eiginmaður aðaleiganda 365, og fyrrverandi aðaleigandi félagsins, er fyrir dómi vegna meintra efnahagsbrota. Á sama tíma skrifar aðalritstjóri blaðsins leiðara um að fjölmiðlar eigi að taka á málefnum Hæstaréttar. Hér sést Jón Ásgeir með verjanda sínum, Gesti Jónssyni. Gestur er mágur aðalritstjóra Fréttablaðsins.

Hagsmunatengsl eigenda 365

Í leiðara sínum 4. apríl síðastliðinn gerði Kristín vinnubrögð Hæstaréttar og Sérstaks saksóknara að umtalsefni. Hún endaði leiðarann á ákalli til fjölmiðla um að taka á málefnum dómsvaldsins: „Niðurstaða Hæstaréttar er óboðleg, og má ekki verða endahnútur þessa máls. Nú taka fjölmiðlar við.“

„Niðurstaða Hæstaréttar er óboðleg, og má ekki verða endahnútur þessa máls.“

Um þetta textabrot segir Ögmundur: „Í mínum huga er niðurlagssetningin í tilvitnuðum leiðara grafalvarleg í ljósi þess að ritstjórinn sem skrifar þessa herhvöt er jafnframt æðsti stjórnandi allrar 365 fjölmiðlasamsteypunnar sem er í eigu málsaðila dómsmála sem undirbúin hafa verið hjá því embætti sem spjótum skal nú beint að.“ 

Síðasti hlutinn í þessu textabroti Ögmundar vekur athygli í ljósi þess að málflutningur hófst í Aurum-málinu í Hæstarétti Íslands í gær en þar er Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður aðaleiganda fjölmiðlasamsteypunnar 365, fyrir dómi. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði sakborningana í málinu en embætti sérstaks saksóknara áfrýjaði þeirri niðurstöðu til Hæstaréttar Íslands. 

Grein Ögmundar má lesa hér í heild sinni.

Greip inn í fréttaflutning

Kristín Þorsteinsdóttir var ráðin útgefandi 365 síðastliðið sumar. Síðasta haust tók hún einnig við stöðu aðalritstjóra 365. Ritstjórar Fréttablaðsins, Mikael Torfason og Ólafur Stephensen, létu af störfum eftir gagnrýni á vinnubrögð Kristínar. Fram kom að Kristín hefði gripið inn í fréttaflutning um samkeppnisaðila 365, með því að fjarlægja frétt af Vísi.is sem tengdist sjónvarpsstöðinni iSTV til að koma í veg fyrir að hún hlyti kynningu.

Ólafur Stephensen skrifaði sinn síðasta leiðara í Fréttablaðið um hættuna af áhrifavaldi eigenda á fjölmiðlaumfjallanir: „Siðareglur fjölmiðla skipta litlu sem engu máli ef vilji eigenda stendur ekki til þess í raun að starfrækja sjálfstæða miðla, þar sem ritstjórnin lýtur ekki eigendavaldi.“

„Siðareglur fjölmiðla skipta litlu sem engu máli“

Kristín Þorsteinsdóttir
Kristín Þorsteinsdóttir Áður en Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi upplýsingafulltrúi Baugs, var ráðin útgefandi og aðalritstjóri 365, hafði hún skrifað harðar greinar gegn rannsóknum á meintum efnahagsbrotum í aðdraganda hrunsins. Eitt viðfangsefni slíkra rannsókna er fyrrverandi aðaleigandi og eiginmaður núverandi aðaleiganda 365.

Áður en Kristín var ráðin ritstjóri og útgefandi hafði hún vakið athygli fyrir gagnrýni sína á rannsóknir á meintum brotum bankamanna og auðmanna í aðdraganda efnahagshrunsins. Þar sakaði hún Sérstakan saksóknara og dómstóla um fúsk og varaði við yfirvofandi „réttarmorðum“ í dómsmálunum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dómsmál

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
FréttirDómsmál

Ógn­aði heim­il­is­fólki með heima­gerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.

Mest lesið

Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
6
Erlent

Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

Fátt hef­ur vak­ið meiri at­hygli að und­an­förnu en yf­ir­lýs­ing­ar Don­alds Trump um Græn­land og áhuga hans á því að kom­ast þar til áhrifa, jafn­vel með hervaldi. „Make Green­land great again”, sagði for­set­inn til­von­andi í ræðu með stuðn­ings­fólki sínu. Trump er ekki fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna sem hef­ur lýst áhuga á að ná yf­ir­ráð­um á Græn­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
4
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
5
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár