Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Gísli Freyr vann hjá GAMMA

„Hann er svo mik­ið inn og út hérna,“ seg­ir starfs­mað­ur GAMMA.

Gísli Freyr vann hjá GAMMA

Gísli Freyr Valdórsson starfaði hjá fjárfestingarfélaginu GAMMA í þrjár vikur í síðasta mánuði. Hann var dæmdur í nóvember s.l. í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hafa lekið trúnaðarupplýsingum um Tony Omos til fjölmiðla í nóvember árið 2013. Rétt fyrir áramót fór hann einn túr með skuttogaranum Dala-Rafni VE 508.

Gísli Freyr er með BA-gráðu í stjórnmálafræði, en hann starfaði við textagerð hjá GAMMA vegna afmarkaðs verkefnis. Gísli Hauksson, forstjóri GAMMA, segir að hann muni ekki hafa varanlega atvinnu hjá fyrirtækinu. Óljóst er þó hvort honum muni bjóðast annað verkefni á næstu misserum. 

Stundin gerði tilraun til að ná tali af Gísli Frey hjá GAMMA en skiptiborðið tjáði blaðamanni að dæmdi aðstoðarmaðurinn væri í fríi í dag. „Hann er svo mikið inn og út hérna,“ segir starfsmaður GAMMA. Gísli Hauksson segir ástæðu þess vera að Gísli Freyr komi öðru hvoru á skrifstofuna vegna frágangs við skýrsluna.

Stundin greindi nýverið frá því að Tony Omos hafi fengið sáttatilboð um bótagreiðslu frá Gísla Frey vegna lekamálsins. Lögmaður Tony Omos, Stefán Karl Kristjánsson, vill ekki upplýsa hvaða upphæð Gísli Freyr hafi boðið. Sátt hefur náðst í máli Evelyn Glory Joseph um skaðabætur. Líklegt er að Gísli Freyr muni þurfa að greiða í heildina um tvær milljónir króna í bætur, en þolendur í lekamálinu eru þrír.

GAMMA hefur verið mjög umsvifamikið bæði á fjármála- sem og fasteignamarkaði. Sjóðurinn á mörg hundruð íbúðir í miðbæ Reykjavíkur og stendur að baki nýstofnuðum námslánasjóði, Framtíðinni, sem býður námsmönnum upp á lán sem hafa umtalsvert hærri vexti en LÍN býður upp á.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lekamálið

Umboðsmaður Alþingis: Borgarar verða að geta treyst því að stjórnmálamenn skipti sér ekki af lögreglurannsóknum
Fréttir

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is: Borg­ar­ar verða að geta treyst því að stjórn­mála­menn skipti sér ekki af lög­reglu­rann­sókn­um

„Ég tel nauð­syn­legt sem um­boðs­mað­ur Al­þing­is að vera á varð­bergi um að slík þró­un verði ekki í ís­lenskri stjórn­sýslu,“ seg­ir um­boðs­mað­ur í um­fjöll­un sinni um hátt­semi Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur í árs­skýrslu fyr­ir 2015. Af­skipti ráð­herra af störf­um lög­regl­unn­ar drógu dilk á eft­ir sér.

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár