Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Gísli Freyr vann hjá GAMMA

„Hann er svo mik­ið inn og út hérna,“ seg­ir starfs­mað­ur GAMMA.

Gísli Freyr vann hjá GAMMA

Gísli Freyr Valdórsson starfaði hjá fjárfestingarfélaginu GAMMA í þrjár vikur í síðasta mánuði. Hann var dæmdur í nóvember s.l. í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hafa lekið trúnaðarupplýsingum um Tony Omos til fjölmiðla í nóvember árið 2013. Rétt fyrir áramót fór hann einn túr með skuttogaranum Dala-Rafni VE 508.

Gísli Freyr er með BA-gráðu í stjórnmálafræði, en hann starfaði við textagerð hjá GAMMA vegna afmarkaðs verkefnis. Gísli Hauksson, forstjóri GAMMA, segir að hann muni ekki hafa varanlega atvinnu hjá fyrirtækinu. Óljóst er þó hvort honum muni bjóðast annað verkefni á næstu misserum. 

Stundin gerði tilraun til að ná tali af Gísli Frey hjá GAMMA en skiptiborðið tjáði blaðamanni að dæmdi aðstoðarmaðurinn væri í fríi í dag. „Hann er svo mikið inn og út hérna,“ segir starfsmaður GAMMA. Gísli Hauksson segir ástæðu þess vera að Gísli Freyr komi öðru hvoru á skrifstofuna vegna frágangs við skýrsluna.

Stundin greindi nýverið frá því að Tony Omos hafi fengið sáttatilboð um bótagreiðslu frá Gísla Frey vegna lekamálsins. Lögmaður Tony Omos, Stefán Karl Kristjánsson, vill ekki upplýsa hvaða upphæð Gísli Freyr hafi boðið. Sátt hefur náðst í máli Evelyn Glory Joseph um skaðabætur. Líklegt er að Gísli Freyr muni þurfa að greiða í heildina um tvær milljónir króna í bætur, en þolendur í lekamálinu eru þrír.

GAMMA hefur verið mjög umsvifamikið bæði á fjármála- sem og fasteignamarkaði. Sjóðurinn á mörg hundruð íbúðir í miðbæ Reykjavíkur og stendur að baki nýstofnuðum námslánasjóði, Framtíðinni, sem býður námsmönnum upp á lán sem hafa umtalsvert hærri vexti en LÍN býður upp á.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lekamálið

Umboðsmaður Alþingis: Borgarar verða að geta treyst því að stjórnmálamenn skipti sér ekki af lögreglurannsóknum
Fréttir

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is: Borg­ar­ar verða að geta treyst því að stjórn­mála­menn skipti sér ekki af lög­reglu­rann­sókn­um

„Ég tel nauð­syn­legt sem um­boðs­mað­ur Al­þing­is að vera á varð­bergi um að slík þró­un verði ekki í ís­lenskri stjórn­sýslu,“ seg­ir um­boðs­mað­ur í um­fjöll­un sinni um hátt­semi Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur í árs­skýrslu fyr­ir 2015. Af­skipti ráð­herra af störf­um lög­regl­unn­ar drógu dilk á eft­ir sér.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár