Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Gera ráð fyrir að sjúkrahúsin á landinu skeri niður um tæpa 5,2 milljarða“

María Heim­is­dótt­ir, fjár­mála­stjóri Land­spít­al­ans, rýndi í fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar á árs­fundi spít­al­ans og for­stjór­inn sagð­ist gátt­að­ur á stjórn­völd­um fyr­ir að neita að horf­ast í augu við „blá­kald­ar stað­reynd­ir“ um rekst­ur heil­brigðis­kerf­is­ins.

„Gera ráð fyrir að sjúkrahúsin á landinu skeri niður um tæpa 5,2 milljarða“

Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar þurfa sjúkrahús á Íslandi að skera niður í rekstri um tæpa 5,2 milljarða á næstu fimm árum til að skapa svigrúm til nýrra verkefna. Þetta kom fram í ræðu Maríu Heimisdóttur, framkvæmdastjóra fjármálasviðs Landspítalans, á ársfundi spítalans í gær. Hún sagðist vona að stjórnvöld hefðu einfaldlega ruglast þegar unnið var að fjármálaáætluninni og benti á að í umfjöllun áætlunarinnar um heilbrigðisútgjöld á Norðurlöndunum væri miðað við allt aðrar tölur en almennt tíðkast í slíkum samanburði. Í ljósi loforða sem gefin hefðu verið um eflingu heilbrigðiskerfisins mætti draga þá ályktun að hið undarlega val á viðmiðunartölum hefði einfaldlega truflað vinnslu áætlunarinnar. 

„Tillaga stjórnvalda virðist því gera ráð fyrir að sjúkrahúsin á landinu skeri niður um tæpa 5,2 milljarða á tímabilinu til að skapa svigrúm fyrir það sem kallað er aukin framlög til nýrra verkefna,“ sagði María eftir að hafa rakið hvernig útgjaldarammi fjármálaáætlunarinnar virðist fela í sér kröfu um mikla hagræðingu í rekstri sjúkrahúsa landsins næstu árin. 

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, flutti ávarp á ársfundinum og gagnrýndi stefnu stjórnvalda á sviði heilbrigðismála. „Ég vil vera alveg heiðarlegur við ykkur og segi því að ég eiginlega skil bara ekkert í þessu. Hvernig má það vera að vel meinandi stjórnvöld neiti að horfa á blákaldar staðreyndir sem við súmmerum upp með gagnaöflun og upplýsingagjöf. Hvað erum við að gera vitlaust? Hvernig má þetta vera, þegar það gengur svona vel á Íslandi?“ sagði hann.

Í ræðu sinni benti María Heimisdóttir á að samkvæmt útgjaldaramma sjúkrahúsþjónustu væri gert ráð fyrir heildaraukningu upp á tæpa 45 milljarða á næstu fimm árum. „Ekki er mögulegt að greina nema að litlu leyti hvaða hlutur fjárframlaga til sjúkrahúsþjónustu er ætlaður Landspítala þannig að okkar greining miðast við að Landspítala séu ætluð öll viðbótarfjárframlög nema annað sé sérstaklega tekið fram. Þessi greining sýnir því eins jákvæða mynd af fjárframlögum til Landspítala og unnt er út frá tillögu stjórnvalda,“ sagði hún.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár